Mér finnst rigning góð

Var komin út klukkan hálfsex í morgun. Við gengum rúntinn okkar í gegnum grasið, upp með á, í ausandi rigningu. Alveg ausandi..........

Komum svo heim, hundblaut LoL og ég stormaði í leikfimi. Rosalega var gott að standa undir heitri sturtunni.

Skundaði svo í vinnuna og er rétt að verða nógu þurr til að geta farið út aftur........

Ætli það sé mjög áberandi ef ég sit hérna sofandi? Tounge Annars er ég ekki þreytt, allavega ekki enn. Fór svo snemma í háttinn í gær. Sé á öllu að ég er efnilegt gamalmenni. Skundaði svona líka kinesiologiskt - (sem ég hef ekki hugmynd um hvernig mundi útleggjast á áskæra ylhýra, sá þetta bara á blogginu hjá Björgu og af því að ég er svoddan orðasökker, heillaðist ég gjörsamlega..........) á eftir hvutta sem skildi ekkert í þessum asa. Venjulega er ég að lötra þetta á eftir honum.

Gat allavega sleppt upphituninni í leikfiminni í staðinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Im singing in the rain................................

Málaðu bara augu á augnlokin þá tekur enginn eftir því þó þú fáir þér smá kríu!

Huld S. Ringsted, 6.9.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Góð hugmynd. Ég hef líka verið að íhuga að hanna gleraugu með "skjáhvíli" fiðrildi sem svífa um eða syndandi fiska......

Verst að það myndi detta á ef ég tapa einbeitingunni

Hrönn Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú gætir orðið rík á þessari uppfinningu!!

Huld S. Ringsted, 6.9.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gjörðu svo vel, eitthvað um kinesiologiu:The basic idea is that the brain monitors and controls the entire body through the rest of the nervous system. Because the nervous system also controls the state of the muscular system, a kinesiologist is able to tell something about the body by measuring how the muscles are working from moment to moment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 13:43

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Jenný!! Ég veit hvað það þýðir en kann ekki að íslenska það

Takk samt ljúfust.....

Hrönn Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 14:29

6 identicon

he he.. já já þetta er allt gott og blessað.. þú ættir kannski bara að koma í tíma til mín og prófa  Er bæði með leikfimi og einkameðhöndlun þar sem ég einmitt spyr svona vöðvana um ójafnvægið.. basically.. það sem Jenný er að segja..  Annars er gangan alltaf ljúfust og þú ert hörkudugleg.. váá..

Björg F (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:08

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tók eftir því í leikfiminni í morgun að þjálfarinn vinnur svona með hægri á móti vinstri aðferðinni.

Hef aldrei spáð í það fyrr

Hrönn Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 15:47

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það er hressandi að fara í  sturtu eftir að vera úti í rigningunni.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.9.2007 kl. 16:56

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

komin út kl hálfsex! .... úffff

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 17:03

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dugleg ertu Hrönn mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 00:35

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þú ert engri lík Hrönnsla mín....nema...... ef vera skyldi mér......

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.9.2007 kl. 14:09

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verðu nú bara einn þreyttari þegar ég les um svona dugnað. Þú ert nú eiginlega bara að vinna fyrir okkur báðar. Ég skal þá liggja og sofa fyrir okkur báðar. Mér mundi nú ekki veita af að láta kíkja á vöðvana í mér, hvenær og hvernig þeir virka, það er eiginlega brandari segir sjúkraþjálfan mín.  En stundum er erfitt að hlægja að þessu branda því hann býr innra með mér og getur verið erfiður.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.