Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Afmælisbarn dagsins!

Viktor Már dúlludós er þriggja ára í dag

Viktor Már

Til hamingju með afmælið Viktor minn - Feliz compliãnos Wink

- knús og kossar Heart Tia Maria Smile


Hjátrú og hindurvitni

 01 Upp er runninn föstudagurinn þrettándi. Fullur dulúðar og galdra. Systir mín er alveg sannfærð um að þessir dagar séu óheilladagar.........

Ég finn það hins vegar á mér að dagurinn í dag á eftir að verða frábær. Fullur töfra! Einn af betri dögum lífs míns.

Sanniði til


Grillveisla og bjór í boði hússins

01 Magga og Snæi buðu í grill í gærkveldi!

Magga hringdi í mig í gærmorgun, úr útilegu, og sagðist ætla að grilla heima sér um kvöldið. Bauð múg og margmenni...... Sól og blíða hjá henni, súld og suddi hjá mér! Ég sagði henni að hún þyrfti nú ekkert að flýta sér, þyrfti í fyrsta lagi að vera komin heim um þrjúleytið....Tounge

Fór svo uppeftir og borðaði guðdómlega góðan grillmat í firnagóðum félagsskap. Snæbjörn taldi það heppilegt, þegar ég hafði orð á því hversu góður kokkur Magga er, að hann hefði nú kennt henni allt sem hún kann....... En hann er nú líka soddan remba LoL

Magga mín, ég legg til að þú gerir þetta einu sinni í viku héðan í frá - þetta var svo vel heppnað. Þarna hitti ég fjölskyldumeðlimi sem ég hef ekki hitt í töluverðan tíma og voru þeir afar glaðir að sjá mig Tounge

knús


Klukk!!

Ég hef verið klukkuð. Af Cesil! Og ég sem hélt við værum vinir. Þetta þýðir að ég á að segja átta hluti um sjálfa mig og klukka átta aðra.

  1. Ég hef verið hamingjusamlega fráskilin í níu ár
  2. Ég á tvö yndisleg börn, annað þeirra er flutt að heiman
  3. Ég á yndisfagran hund, sem elskar mig jafn takmarkalaust og ég hann
  4. Mér finnst gaman að skokka, sérstaklega með Möggu systir
  5. Ég á fjögur systkini, þar af þrjú á lífi
  6. Mér finnst gott að lesa áður en ég fer að sofa á kvöldin
  7. Ég er veik fyrir dönum
  8. Ég er bjartsýn

Ég ætla að klukka Fanney,  GuðnýBergþóru,  PálHugarfluguUnniÖnnuÓlaf, og  Róbert

Úbbs þetta voru níu en það er alltaf gott að hafa einn til vara, svo hefur teljarinn í mér alltaf verið bilaður..... en þetta voru nú upplýsingar númer níu.......

Smile

 


Vaðandi útlendingar

Fórum í göngutúr, eftir vinnu, upp með á eins og við gerum svo oft. 20 stiga hiti og sól og við dúlluðum okkur í djúpa grasinu þar sem labbakút finnst svo gaman að hlaupa fram og til baka og það eina sem stendur upp úr er skottið og bara öðru hverju........

Þegar við komum að þeim stað þar sem hann er vanur að stökkva niður eftir - segið svo að hundar séu ekki vanafastir.....- og fá sér að drekka, sátu þar þrír Pólverjar og drukku bjór. Við vorum nú soldið hneyksluð, ekki endilega af því að þau drukku bjór á mánudegi, það hef ég oft gert - heldur vegna þess að þau voru á OKKAR stað!!!!

Við gengum aðeins áfram og settumst á næsta bala og stúfurinn sullaðist fram og til baka í ánni, skottaðist öðru hverju yfir til Pólverjanna og kom svo til baka. Þegar við svo stóðum upp til að fara heim aftur, voru þau farin að vaða í ánni! Óðu út á sandrifið og svo áfram og þá fyrst urðum við nú hneyksluð Tounge Ég var að spá í að hóa í þau og segja þeim að áin væru hææææættuleeeeeeg en hætti svo við - þau voru líka að snúa við.

Ætli sé átt við þetta þegar talað er um að allt sé vaðandi í útlendingum?

Heart


080808?

Þá er þessi dagur að kveldi kominn og enginn bað mín í dag Tounge verð líklega að doka þar til 080808

01 Annars vorum við Magga að plana brúðkaup Eyglóar í bústað í kvöld. Eygló bauð okkur í mat og okkur datt í hug að það væri sniðugt að hún gifti sig 080808. Eitthvað taldi Eygló það fráleitt, þrátt fyrir gylliboð okkar um samhæfðan dans OG söng - sannkallaðar Karasystur...... Við buðumst til að vera brúðarmeyjar í bleikum kjólum með bleik blóm í hárinu, veislustjórar og allt! Ætluðum sannarlega að dreifa hæfileikum okkar um svæðið.

Halda ræður og segja sögur frá því í gamla daga þegar Eygló var látin passa okkur og sagði okkur hryllingssögur af Lóu á Fossi. Hún átti að vera galdrakerling og breyta okkur í mýs. Eitt sinn biðum við eftir mömmu fyrir utan bakaríið þegar Lóa gamla gekk hjá. Við fleygðum okkur gargandi í gólfið á bílnum í leit að felustað fyrir Lóu.....

Sigtið í djúpu lauginni átti að draga til sín alla sem kæmu nálægt og enn þann dag í dag fæ ég fiðring í magann þegar ég kem nálægt sigtinu. Þær halda að ég sé smáskrýtin, konurnar sem ég er með í sundleikfimi, þegar ég bið þær um að skipta um pláss ef ég lendi fyrir ofan sigtið.´

Já Eygló kunni ýmis ráð til að hemja okkur og veitti kannski ekkert af.......

Var að hlusta á fréttir á rás eitt á leiðinni upp í bústað. Þar var talað við mann á Landsmóti UMFÍ um starfsgreinakeppnir. Ég var alveg að missa mig í hneykslan á að vera ekki boðuð á svæðið. Þarna var keppt í pönnukökubakstri, dráttarvélaakstri, stafsetningu og ýmsu fleiru sem ég hefði algjörlega brillerað í. Áttaði mig svo þegar maðurinn sagði að þessar keppnir væru aðallega ætlaðar fólki yfir miðjum aldri..... Auðvitað hefur unglamb eins og ég ekkert í það að gera!!

Frábær dagur í góðum félagsskap!


Laugardagur

úti er uppáhaldsveðrið mitt - súld.......

...það rímar svo vel við letina sem ég er haldin Cool

Annars er ég ótrúlega dugleg, búin að búa til hundanammi og er að taka til og þvo stórþvotta. Hreinlega eins og klippt út úr bók eftir Snjólaugu Braga..... Nema það vantar manninn sem er alltaf með dökkt úfið hár, hryssingslegur og loðinn á bringunni..... Blush Hann er vant við látinn annarsstaðar!

Smjúts


Svaf

.....eins og klessa og vaknaði sem slík við að labbakútur sagði mér að hann vildi komast út....

.....já - já ég er hundahvíslari, ef það er eitthvað sem hundurinn ykkar er að reyna að segja ykkur þá skulið þið bara hafa samband LoL Fórum upp með á, í stafalogni og hita. Áin rann þögul sína leið og vildi ekki segja mér hvað hún hefði séð á sinni ferð. Fjallið speglaðist og veiðimennirnir á bakkanum hinumegin stóðu grafkyrrir sem hefðu þeir umbreyst í styttur. Mikil er þolinmæði þeirra.

Við hinsvegar skottuðumst um grasið sem nær mér upp í mitti, stúfurinn hverfur algjörlega - og finnst það ekki leiðinlegt.

Sáum svo dularfullan lögguleik á leiðinni heim...... 01

Núna er ég hins vegar að farast úr hungri. Bezt ég helli upp á kaffi og risti mér brauð, áður en ég geri nokkuð annað.

Vona að þið eigið góðan dag - það ætla ég að gera.

 


Vinnuvika á Íslandi of löng?

Þá er fyrstu vinnuviku eftir sumarfrí lokið. Hún var hvorki verri né betri en ég bjóst við.

Viðurkenni að vísu að síðustu tvo dagana taldi ég niður fram að helgi, enda alltof langt að byrja eftir sumarfrí á heilli vinnuviku.....

Fimm daga vinnuvika er líka of löng! Allavega þegar kona er svona skemmtileg með sjálfri sér og hefur svo mikið annað að gera en vinna Smile

Vaknaði í morgun með ótrúlega mikinn hálsríg og hrikalega geðvond en sökum hinnar alkunnu sjálfstjórnar sem ég bý yfir varð enginn var við það - nema kannski Jenný, sem minntist eitthvað á að ég hljómaði eins og mér fyndist hún og hinar bloggvinkonur hennar ekki alltaf hljóma mjög gáfulega Tounge sem þær að sjálfsögðu gera - 24/7

Eygló og Erla Björg eru með hele familien í bústað, kíki kannski þangað - ef ég nenni...... stefni annars á að gera sem minnst á sem lengstum tíma. Maður á alltaf að gera það sem maður er beztur í - ekki satt?

Óver and át Smile


Fuglar og flugur

 01 Fór í frábæran göngutúr með Möggu í gærkvöldi. Við villtumst í Þrastaskógi í tvo klukkutíma eftir missýnilegum göngustígum. Verulega spennandi ferð!! Steikjandi hiti, blankalogn og regnboginn var01 einhverra hluta vegna að glenna sig á bak við okkur Tounge Og mýið OMG!!!! Ætlaði okkur lifandi að éta. Við skipulögðum gönguferð í Loðmundarfjörð og siglingu með Norrænu á milli þess sem við ræddum hagkerfið og auðvaldssina - les. sæta stráka Tounge

Hins vegar er ég ekki viss um mófuglavarp bíði þessa göngutúrs bætur. Veit ekki hvoru brá meira, Möggu eða fuglunum sem flugu skrækjandi upp, þegar við ruddum okkur leið í gegnum trjágróðurinn. Svo er sagt að í skógum á Íslandi nægi að standa upp ef maður villist. Trúðu mér, það 01er ekki rétt.

Eitt það bezta sem maður á eru systkyni. Sérstaklega ef þau eru eins frábær og Magga.

Vaknaði svo snemma í morgun og skokkaði með labbakút út á golfvöll í brakandi þurrki - þarna kom nú bóndinn upp í mér......

Well bezt að winna

Smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.