Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Reglugerðar lúin lús

14Ætla að fara snemma að sofa - er hálfþreytt, líklega hefur regnið þessi róandi áhrif á mig.

Gott að fara stundum snemma upp í rúm, grípa með sér góða bók - koma sér vel fyrir, lesa fyrstu línuna og steinsofna. Rumska svo seint og um síðir og slökkva ljósið og halda áfram að sofa.

13Fór á námskeið í bæinn í dag, virkilega gefandi og skemmtilegt... fjallaði um reglugerðir og afleiðingar brota á reglum Tounge Alltaf verið að reyna að hræða mann til að vinna vinnuna sína. Ætli fólkið viti ekki hvað mér þykir gaman að ögra...? Æ vonder..... 

Jamm er lúin - ætli ég sé að verða gömul? Kemst ég þá í klúbbinn hennar Jennýar? Sem hún er "alltaf" að reyna að skilja mig útundan í? Wink Jibbý - alltaf upside á öllum málum.......

15

 


ég...

 11

...er alveg staðráðin í því að vakna snemma í fyrramálið, fara út á golfvöll (ætla að vera svo snemma að aðeins fuglinn fljúgandi verður mættur) og hlaupa einn hring. Alltaf bezt að vera þar áður en golfararnir mæta - minni hætta á kúlum í hausinn.

Það er alltaf svo gott að hlaupa, sérstaklega þegar það er búið - nei ég lýg því, sérstaklega þegar ég er byrjuð.Tounge

Tek litla kút með mér, hann verður alltaf svo yfir sig spenntur þegar ég byrja að hlaupa - heldur alltaf að nú sé sko eitthvað spennandi að ske og reynir að reka mig í allar áttir...... nei, nei hann er ekkert vitlaus........Wink

Sting þessa af....

12

....einhvern tíman

Tounge

 


Var að lesa.....

8.....hljóðfæri hugans. Elska svona greinar þar sem ég get drukkið í mig íslenskuna! Þar stendur m.a. ...."so. krefjast stýrir eignarfalli og kvenkynsorð sem enda á -ing fá eignarfallsendingu -ar......:" Hvílík vizka. Ég þurfti að vísu að lesa þetta tvisvar áður en ég náði inntakinu en það var bara betra Smile Takk Njörður fyrir að halda úti þessum pistli. Las líka ljóð um daginn sem greip mig svolítið og hljóðar svo:

Meðan Gunnar á Hlíðarenda

stökk hæð sína 9

í hugum okkar

sem lékum með trésverð

í snjónum

voru önnur börn

minnt á tækni nútímans

með dauða sínum.10

Annars bara góður dagur framundan. Enn ein helgin  með allar sínar dásemdir og ég ætla að vera trú mínu mottói og gera sem minnst á sem lengstum tíma.

Nú þori ég ekki annað en að lesa yfir hjá mér svo ekki slæðist nú inn villur hjá íslenzkunördinum Wink

smjúts Heart


Viðburðarríkur dagur

Alltaf gaman að sýna útlendingi landið! Þessum sem ég er búin að vera með í dag finnst svo frábært að hér eru engir skógar til að spilla útsýninu. Get nú ekki leynt því að ég er sammála honum. Mér finnast þessir sandar, öll þessi auðn svo dásamleg.

þingvellirByrjaði daginn á því að sýna honum Þingvelli, fór svo með honum í reiðtúr - hestarjamm, aðeins að bæta á harðsperrurnar sem eru að verða beztu vinkonur mínar þessa dagana..... er bæ þe vei að drepast í óæðri endanum, veit ekki hvort ég kem til með að geta sest á morgun og hinn...... Tounge 

Tókum svo strikið upp í Landssveit og gengum upp að og aðeins áleiðis á heklaHeklu - hún urraði aðeins á okkur og ég spurði hann hvort hann hefði skilið hana, það kom úr kafinu að Hekla talar dönsku! Vissuð þið það? Ég meina hvað er hún búin að búa hér lengi?

Langt síðan ég hef gert svona margt á einum degi. Ætla núna að fara að halla mér með minn auma afturenda í eftirdragi LoL


Pollýanna....

                                             ....ég er svo glöð, að eiga ekki heima á sjöundu hæð í lyftulausri blokk -

hver fann eiginlega upp á HARÐSPERRUM? Kona spyr sig....Blokk Fór í hlaupið og á meðan aðrir gerðu þetta með einari, einbeitti ég mér að því að komast á lífi í mark og tókst það!!! og er alveg ógesslega stolt. "Hlaupafélagarnir" (þið sjáið að þau eru innan gæsalappa enda flokkast það ekki undir félaglegt athæfi að stinga af Tounge) voru komin langt á undan mér í mark.

Þetta var í einu orði sagt frábært hlaup. Rosa flott hlaupaleið og ég náði að bæta tímann síðan í fyrra. Verð orðin góð um sextugt LoL4 Hér sjáiði danann en ég ætla sko ekki að setja inn mynd af mér fjólublárri í framan og óvaralitaðri..... og þori ekki að setja inn mynd af Möggu sem er samt býsna flott þó ég segi sjálf stolt frá - enda er hún systir mín Smile

Fór svo út að dansa í gærkvöldi eftir vélamót mikið sem haldið var á mínum vinnustað, þá röðum við upp öllum flottustu vélunum okkar og leyfum þeim að hittast hehehehehehehe

Fór aftur út að hlaupa í morgun og sem fyrr segir er ég afar glöð að eiga bara heima á annarri hæð og að það sé handrið á tröppunum mínum svo gamla konan geti stutt sig inn.......

knús


ójá...

.... lífið er yndislegt. Í kvöld ætlum Við Magga að  hlaupa í Icelandairhlaupinu, eða airport to airport hlaupinu eins og ég kýs að kalla það Tounge Þar er hlaupið í kringum Reykjavíkurflugvöll. Stefni á að bæta tímann síðan í fyrra...... hlaup

Hér á landi er staddur danskur vinur minn sem er hlaupagikkur mikill. Ég bauð honum að hlaupa með okkur og auðvitað stóðst hann ekki mátið - ég meina hver getur sagt nei við því að hlaupa með mér? Grin Honum þótti þetta að vísu aðeins of stutt, enda er hann montrass,  en ég sagði honum að við systurnar værum vanar að fara fjóra hringi og við mundum EKKI bíða eftir honum. Nema sko ef hann kæmi fyrstur í mark - þá skyldum við doka og sækja dolluna með honum - je ræt........

Ætliði ekki öll að koma og hvetja mig? Góla á hliðarlínunni - gó gó Hrönn. Alveg þar til ég stoppa og spyr ykkur fremur hran(n)a(r)lega: Eruði að segja að ég sé gogogirl?

 

 


Erla Björg! Vissirðu þetta? Rauðhærðar konur stofna samtök

1 Frænka mín, sem mér þykir voða vænt um, er rauðhærð. Þegar hún var lítil tók hún frekjuköst á við meðal dívu. Jú Erla Björg, þú gerðir það. Tounge Hún hélt niðr´í sér andanum þangað til hún var orðin jafn rauð í framan og háraliturinn. Svo snérist hún á gólfinu eis og hún gengi fyrir batteríum. Hún á heima í útlöndum og sér kannski ekki alltaf íslensku blöðin þannig að mig langaði að sýna henni þetta.......

„Við erum einfaldlega miklu betri en annað fólk," segir Þuríður Helga Jónsdóttir innanhúsarkitekt og einn af stofnendum Samtaka rauðhærðra kvenna en stofnfundur þeirra verður haldinn 11. maí næstkomandi að Ásvallagötu 59.

„Aðalsprautan fyrir þessu er sýning Nínu Gautadóttur Óður til rauðhærðra kvenna í myndlist," bætir Þuríður við og segir að þær hafi fyrst haft veður af svona samtökum í Frakklandi en þar ku vera svipuð samtök kvenna sem skarta þessum hárlit. Þuríður tekur skýrt fram að það ríki léttur andi í þessum hópi og hið merkilega er að rauðhærðar konur virðast oftar en ekki dragast saman.

Rauðhærðir virðist vera farnir að færa sig upp á skaftið því nýlega var heimasíðan raudhausar.com stofnuð en þar má finna vefverslun rauðhærðra og aðrar upplýsingar fyrir rauðhært fólk. Þuríður segir enda að margir séu þeirrar skoðunar að rauðhærðir séu öðruvísi en annað fólk. „Við höfum verið að skoða aðeins hvernig rauðhærðar konur hafa birst í poppmenningunni og hér áður fyrr virtist það loða við rauðhærðar konur í bíómyndum að þær væru vonda konan, þessi femme fatale," útskýrir Þuríður en bætir við að það hafi að einhverju leyti breyst, staða rauðhærðu konunnar sé nánast orðin jöfn stöðu kvenna með annan háralit. „Síðan hvenær hefur til dæmis Julia Roberts verið vonda konan," segir hún.

Þuríður kannast einnig við aðrar mýtur á borð við þá að rauðhærðar konur séu vergjarnar og útsmognar. „Rauðhærðir strákar eru hins vegar í mun verri málum því í kvikmyndum eru þeir oftast sýndir sem hrekkjusvínin," segir Þuríður. „Annars eru þetta fyrst og fremst baráttusamtök því rauða genið er víkjandi og því er þetta hópur sem er á undanhaldi en við viljum vernda hann," útskýrir Þuríður.

PS mér þykir líka voða vænt um systur hennar - svo maður gæti nú jafnvægis og enginn verði afbrýðissamur.

Knús til ykkar Erla og Linda Heart


Til hamingju með daginn

Vaknaði snemma..... eldsnemma, fór í hlaupagallann og ég og fjórfætti drengurinn fórum út á golfvöllgolf og skokkuðum einn hring áður en golfararnir mættu á svæðið - eða hann hentist um og rak gæsir og tjald úr vegi mínum og ég lötraði á eftir í skemmtiskokksgír Smile 

Kom svo heim í ungmennafélagslitnum - sem bæ þe vei umfser skemmtilega fjólublár í minni sveit - stökk í sturtu og er að spá í að leggja mig - eða kannski bara lesa góða bók

 Var búin að lofa tvífætta drengnum gúllassúpu í dag og heimabökuðu brauði.

Eru frídagar ekki frábærir?


0216

Klukkan er rúmlega tvö og allir mínir bloggvinir eru inni!! Hvað er í gangi? Kona spyr sig - þetta lærði ég af Jenný...... svona pikkar maður upp (ó)siði

Var boðaður fundur og gleymdist að láta mig vita? Hver átti að kaupa ginið? En sprætið? Drekkur einhver sprite? Hver átti að sjá um skemmtiatriðin? Koma þau ekki alltaf að sunnan? Getur maður stólað á það? Af hverju er snakkið út um allt blogg?

LoL


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.