Ekkert 2007

Ég man þegar ég hljóp mína fyrstu 10 km. í Reykjavíkurmaraþoni. Það var árið 2007 og þegar ég kom heim um kvöldið átti ég í vandræðum með að komast upp tröppurnar hér heima vegna þess hve stirð og þreytt ég var.......

Í gær hljóp ég í 3ja sinn 10 km í Reykjavíkurmaraþoni og fór svo í brúðkaup seinni partinn. Athöfnin fór fram í Laugarneskirkju hjá þeim stórkostlega presti Bjarna Karlsyni. Pálmi Gunnarsson söng við undirleik bróður og vinkonu brúðarinnar. Athöfnin var svo falleg að formaður félags kaldlyndra kvenna - þ.e. ég - missti tár af stað niður aðra kinnina.

Veislan sem í hönd fór var einhver sú skemmtilegasta sem ég hef farið í lengi. Enda slógum við systur í gegn með þaulæfðu skemmtiatriði. Gott ef við verðum ekki beðnar að skemmta í brúðkaupum framtíðarinnar......

Ég fyllist hamingju innra með mér þegar ég hugsa til þess hve ánægð og hamingjusöm brúðhjónin voru með daginn Heart 

...en það sem ég ætlaði að koma á framfæri var að í nótt þegar ég staulaðist upp tröppurnar heima hjá mér, 20 tímum eftir að ég fór að heiman, var ég miklu minna stirð heldur en árið sem ég hljóp fyrst.

Mæli með því að þið takið þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Það er eins og blár Opal. Bætir - hressir - kætir! Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Stollt af þér og hvorki efins né annað með árangur milli ára. Æingin skapar meistarann og þú ert sko æði.

Hlakka til að knúsa þig darling.

www.zordis.com, 23.8.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gætir þú vinsamlega rúllað í gegnum skemmtiatriði ykkar systra í stuttu máli?

Þarna hefur maður misst af uppákomu ársins án þess að hafa hugmynd um það.

Ég hefði EKKI verið svona ánægð með lífið í gær hefði ég vitað af þessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Zordis! Ég er hrikalega spennt - hjartaknús.

Jenný! Þú hefðir þurft að vera þar. Þetta var svona eitt af þeim kvöldum ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætlaði einmitt að segja sama og Jenný.  Þarna hefur maður misst af einhverju sem skiptir máli

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2009 kl. 22:16

5 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 24.8.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert dugleg Hrönn, til hamingju með hlaupið

Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2009 kl. 15:06

7 Smámynd: Garún

Mér heyrist að við þurfum að fá að sjá videó upptöku af kvöldinu!  Réttið upp hendi sem vilja sjá videó af skemmtiatriðinu, sko þessu í miðjunni í brúðkaupinu ekki hlaupinu eða að labba upp tröppurnar.  En aðal spurningin er, hvernig varstu daginn eftir?  Eða er hann ekki komin?

Garún, 24.8.2009 kl. 16:53

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 24.8.2009 kl. 17:17

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var fín daginn eftir Garún og í dag líka -

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2009 kl. 18:26

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Dugnaðarforkur ertu.

Helga Magnúsdóttir, 24.8.2009 kl. 19:45

11 Smámynd: Einar Indriðason

Heyrðu, já... og 09.09.09 er að nálgast!  Við HEIMTUM videó frá þeim degi!!!

(hvíti sundbolurinn er valkostur að eigin vali....)

Einar Indriðason, 25.8.2009 kl. 09:59

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

spurningin sem eftir stendur og ég krefst svara við áður en ég kaupi þetta með samlíkinguna við Ópalinn... er sú..... hvaða vökvi var notaður til að væta kverkarnar nú.... og hvaða vökvi var notaður til að væta kverkarnar þá... ég meina í fyrra skiptið.... Skiluru hvert ég er að fara ???  

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.8.2009 kl. 12:38

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vatn - við öll tækifæri

Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.