23.8.2009
Ekkert 2007
Ég man þegar ég hljóp mína fyrstu 10 km. í Reykjavíkurmaraþoni. Það var árið 2007 og þegar ég kom heim um kvöldið átti ég í vandræðum með að komast upp tröppurnar hér heima vegna þess hve stirð og þreytt ég var.......
Í gær hljóp ég í 3ja sinn 10 km í Reykjavíkurmaraþoni og fór svo í brúðkaup seinni partinn. Athöfnin fór fram í Laugarneskirkju hjá þeim stórkostlega presti Bjarna Karlsyni. Pálmi Gunnarsson söng við undirleik bróður og vinkonu brúðarinnar. Athöfnin var svo falleg að formaður félags kaldlyndra kvenna - þ.e. ég - missti tár af stað niður aðra kinnina.
Veislan sem í hönd fór var einhver sú skemmtilegasta sem ég hef farið í lengi. Enda slógum við systur í gegn með þaulæfðu skemmtiatriði. Gott ef við verðum ekki beðnar að skemmta í brúðkaupum framtíðarinnar......
Ég fyllist hamingju innra með mér þegar ég hugsa til þess hve ánægð og hamingjusöm brúðhjónin voru með daginn
...en það sem ég ætlaði að koma á framfæri var að í nótt þegar ég staulaðist upp tröppurnar heima hjá mér, 20 tímum eftir að ég fór að heiman, var ég miklu minna stirð heldur en árið sem ég hljóp fyrst.
Mæli með því að þið takið þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Það er eins og blár Opal. Bætir - hressir - kætir!
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Stollt af þér og hvorki efins né annað með árangur milli ára. Æingin skapar meistarann og þú ert sko æði.
Hlakka til að knúsa þig darling.
www.zordis.com, 23.8.2009 kl. 21:30
Gætir þú vinsamlega rúllað í gegnum skemmtiatriði ykkar systra í stuttu máli?
Þarna hefur maður misst af uppákomu ársins án þess að hafa hugmynd um það.
Ég hefði EKKI verið svona ánægð með lífið í gær hefði ég vitað af þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2009 kl. 21:34
Zordis! Ég er hrikalega spennt - hjartaknús.
Jenný! Þú hefðir þurft að vera þar. Þetta var svona eitt af þeim kvöldum ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 21:39
Ætlaði einmitt að segja sama og Jenný. Þarna hefur maður misst af einhverju sem skiptir máli
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2009 kl. 22:16
Ragnheiður , 24.8.2009 kl. 14:16
Þú ert dugleg Hrönn, til hamingju með hlaupið
Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2009 kl. 15:06
Mér heyrist að við þurfum að fá að sjá videó upptöku af kvöldinu! Réttið upp hendi sem vilja sjá videó af skemmtiatriðinu, sko þessu í miðjunni í brúðkaupinu ekki hlaupinu eða að labba upp tröppurnar. En aðal spurningin er, hvernig varstu daginn eftir? Eða er hann ekki komin?
Garún, 24.8.2009 kl. 16:53
Ía Jóhannsdóttir, 24.8.2009 kl. 17:17
Ég var fín daginn eftir Garún og í dag líka -
Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2009 kl. 18:26
Dugnaðarforkur ertu.
Helga Magnúsdóttir, 24.8.2009 kl. 19:45
Heyrðu, já... og 09.09.09 er að nálgast! Við HEIMTUM videó frá þeim degi!!!
(hvíti sundbolurinn er valkostur að eigin vali....)
Einar Indriðason, 25.8.2009 kl. 09:59
spurningin sem eftir stendur og ég krefst svara við áður en ég kaupi þetta með samlíkinguna við Ópalinn... er sú..... hvaða vökvi var notaður til að væta kverkarnar nú.... og hvaða vökvi var notaður til að væta kverkarnar þá... ég meina í fyrra skiptið.... Skiluru hvert ég er að fara ???
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.8.2009 kl. 12:38
Vatn - við öll tækifæri
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.