Reykjavíkurmaraþonsbrúðkaupsbrauðbakstur.....

Á morgun ætla ég að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í þriðja skipti. Þið megið alveg óska mér góðs gengis!

Menningarnóttin kemur til með að fara að mestu leyti fram hjá mér fyrir utan hlaupið. Ég veit að Birna Dís ætlar að gefa vöfflur hjá "hernum" og hvet alla til að mæta til hennar og knúsa hana smá.

Ég hugsa einna helst að ég dotti ofan í súpuna hjá brúðhjónskrúttunum Heart en það sem ég hef mestar áhyggjur af er að skemmtiatriðin fari eitthvað forgörðum..... 

En... eins og áður þá þætti mér vænt um ef þið hétuð á mig í hlaupinu https://www.marathon.is/pages/aheiteinstaklinga?prm_participant_id=41759&prm_action=2&iw_language=is_IS

Í ár ætla ég að hlaupa fyrir SOS barnaþorp. Ég er ekki viðskiptavinur Íslandsbanka og því styrkir hann mig ekki í hlaupinu en þið getið lagt ykkar af mörkum með því að heita á mig......

Engin skylda en mér þætti vænt um það! Vitaskuld kemur mér til að þykja vænt um ykkur áfram þó þið heitið engu á mig - bara aðeins minna....... 

Mig langar líka til að vekja athygli á því að Eydís vinkona mín ætlar að hlaupa 21 km og hún hefur kosið að safna áheitum fyrir fimm börn sem misstu föður sinn í síðasta mánuði. Yngsta barnið er aðeins fimm mánaða gamalt. Eydís segir á facebooksíðunni sinni:

"Á laugardaginn ætla ég að hlaupa 21 km í Reykjavíkurmaraþoninu. Eins og áður gefst hlaupurum kost á að safna áheitum fyrir góðgerðarfélög. Mig langar að gera slíkt hið sama en hef kosið að safna áheitum fyrir Kjartan, Skarphéðinn, Illuga, Hrafntinnu... og Hallgerði Njálsbörn sem misstu föður sinn þann 24. júli sl. Þeir sem vilja leggja þessu málefni lið geta lagt inn á þennan reikning: 0152 26 3199 kt. 2111627249"

Þar gekk góður maður langt fyrir aldur fram og mig langar að hvetja alla til að leggja inn á reikninginn þeirra og aðstoða Eydísi við að styrkja gott málefni.

 

Having fun - in the run

InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Ragnheiður

Við strákarnir, Keli, Rómeó og Tumi hétum á þig, einum þúsundkalli fyrir hvert hjarta sem slær í litla húsinu á Blikastíg. Og koma svo !

Ragnheiður , 21.8.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það Ragga mín

Hrönn Sigurðardóttir, 21.8.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: www.zordis.com

Elsku dúllan mín vonandi gekk þér vel ... ætla að skoða linkinn!

www.zordis.com, 22.8.2009 kl. 14:56

5 Smámynd: Ragnheiður

Í fyrra fann ég link sem sýndi þá sem skiluðu sér í mark. Ekki að ég hafi ekki trú á þér hehhe - en ég finn engan svona link núna hahahaha

Ragnheiður , 22.8.2009 kl. 18:47

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

http://www.marathon.is/results/rm2009_end/RM09_10KM_kvk.txt

...ég held að þessi linkur virki ;) Takk fyrir stuðninginn

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 02:16

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vonandi gekk allt vel, þú óbrotin og söfnunin gengið vel líka.

Ía Jóhannsdóttir, 23.8.2009 kl. 18:42

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það Ía. Ég er algjörlega óbrotin.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband