8.7.2009
A,B,C,D....
Að skipuleggja sig samkvæmt stafrófsröð er flóknara en þið haldið! Ég nota bókasafnkerfið og flokka undirflokkana líka
Hafiði prófað það?
Ég stóð stolt úti í sólinni í dag og pússaði krossviðsplötu sem ég ætla að nota undir pússluspil - já, já - ég er komin í péin.... Búin að arbejde og baka í þessari röð....og komin að prjóna, pússa, pússla en við vorum komin þar í sögu að ég stóð stolt úti í sólinni - ekki tapa þræðinum!
Þá kom Magga færandi hendi með Soda Stream tæki sem hún hafði rekið augun í í höfuðstað allra landsmanna í dag og mundi um leið eftir að litlu systir langaði svo í þannig græju. Ég sagði henni - alveg í essinu mínu um leið og ég útskýrði fyrir henni reglu vikunnar, að ég væri einmitt alveg að komast að essunum - þegar hún spurði: Eru þá errin næst?
Hún er svo dónaleg hún systir mín!! Ég vil að gefnu tilefni taka það fram að ég er tökubarn - enda hefði mér aldrei dottið þetta í hug
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Hahaha aulinn þinn ! (að gefnu tilefni þá meina ég það fallega enda sit ég voða fallega hérna )
Ragnheiður , 9.7.2009 kl. 00:02
Sleppir þú þá bara ekki errunum?
Sigrún Jónsdóttir, 9.7.2009 kl. 00:31
Hmmm, áhugavert. Stafrófið, segir þú?
Vilma Kristín , 9.7.2009 kl. 09:08
Ég veit Ragga
Sigrún.... Nei, nei, bannað að sleppa úr
Jamm Vilma! Skora á þig að prófa einn dag
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 09:26
Arg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2009 kl. 10:37
Púsl,það er púsl í vinnunni minni,svona 5 fermetra mynd þegar upp er staðið Nei nei ekki alveg svona stór en nær yfir 2 borð.Gestir púsla þarna þegar lítið er í tánni á þeim og starfsfólk gjarnan með.Þá eru málin rædd.Púsl er góð afþreying,og þjálfa heilann og létta á sálinni
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:33
Hmm... Hvernig tekst þér að halda þig við stafrófið, án þess að villast af leið? Ertu að nota samheitaorðabók til að hjálpa þér við?
Varðandi errr... RRRRómverRRRskuRRRRR RRRRiddaRRRRRi RRRRéðist inn í RRRRRómaRRRRboRRRRg... RRRRændi þaRRRR og RRRRRRuplaði enda algjöRRRRRR útRRRRRásaRRRRsjóRRRRRæningi ræræræræræræræ
Rúsínur, rauðvín, rauður litur, rabbabari, já og rúsínugrautur, reiknivélar, reimar, rennireiðar, rokkband, rokrassar, romm, ruslakista, rostungar, rastafarar, hamboRRRgarar (inniheldur errr), flatbökuRRRRRRR (inniheldur errr, þó oftar sé notuð afbökunin pitsa um þessa... bökun...)
Nú er ég búinn að slíta errtakkanum mínum ansi mikið... þarf að smyrja hann aðeins upp aftur....
Einar Indriðason, 9.7.2009 kl. 12:56
Engar orðabækur Einar.... braintrain í leiðinni ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 14:12
Ég er að hugsa um að fara beint í errin. Leist svo fjári vel á rommið hjá honum Einari.
Helga Magnúsdóttir, 9.7.2009 kl. 22:16
Það má líka taka það afturábak.... Fyrir lengra komna ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 23:13
en má ekki velja staf af handahófi ? eða bara sinn eigin staf ? *hóst*
Heppilegt að heita RRRRRagnheiður hohohoho
Ragnheiður , 10.7.2009 kl. 00:04
Neeeee Ragga! Þá hefurðu ekkert að hlakka til ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 00:24
Svo er líka til æðislegur kúr en þá á fólk að borða eftir lit fæðunnar :-)
Snillingurinn minn þar sem þú ert í essinu þínu Sssssssodastrím þvílíkar minningar ....
Búið að henda mér út af Fb og mun ég sakna þín þar.
Rrrrrosalega stórt og mikið knúzzzz.
www.zordis.com, 10.7.2009 kl. 10:28
Ég sakna þín líka þaðan
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 10:42
Komdu bara á hestbak með mér og þá eru R-ið komið. Enda fátt skemmtilegra heldur en að ....
Garún, 10.7.2009 kl. 12:09
Það væri ég sko til í!!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 13:01
... brölta?
Einar Indriðason, 10.7.2009 kl. 13:27
já eða rölta? Annars var ég að meina Ríða.....ok there you have it guys....
Garún, 10.7.2009 kl. 15:07
Segi það... bara kalla hlutina sínum nöfnum! Ég er að nálgast úin....
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 20:20
Hvað er þetta eiginlega? Var ekki verið að ræða um Sodastream hérna og flokkun í bókasafnslegum forgangsröðunarflokkunarreglnaviðmiðunarstöðlum með undirflokkum sem vali?Segðu litlu systur að hún geti bara fengið sér Pepsí Max á Olís. Mig vantar hins vegar Soda Stream, ef þig vantar að losna við svoleiðis.
Halldór Egill Guðnason, 11.7.2009 kl. 03:44
Og þegar hér er komið sögu er ég hætt að fylgjast með umræðunni heheheh
Ía Jóhannsdóttir, 11.7.2009 kl. 10:36
Nú.. ef þú ert að nálgast ú-in... (sko, mig, náði að lauma inn 3ur "ú"-um þarna, án þess að telja þetta með hérna inni í sviganum....)
þá segir maður .... úúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúú (*anda* *halda svo áfram*) úúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúú
Einar Indriðason, 11.7.2009 kl. 12:10
og fer svo í útilegu í úrkomu og úðar gleði yfir aðra útilegumenn?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2009 kl. 13:24
Nei, úrkomu! Við erum enn í ú-unum, er það ekki?
Einar Indriðason, 15.7.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.