6.7.2009
Öryggið á oddinn
Ég fór í frábæra konuferð í höfuðstað allra landsmanna á laugardaginn. Við röltum Laugarveginn, kíktum í búðir og vitaskuld verslaði ég mér smáflík
Þegar ég svo á sunnudaginn ætlaði að nota flíkina sem ég keypti mér uppgötvaði ég að það hafði gleymst að taka þjófavörnina af.... Nú er það bara spurning hvað ég geri? Fer ég í Kaupfélagið og þykist alls ekki hafa stolið þessari vöru og bið um að þjófavörnin sé fjarlægð.... eða - nota ég kjólinn með þjófavörninni á og trikka allar varnir í búðum héðan í frá? Hugsið ykkur bara þegar ég fer í nýju flíkinni að versla í Bónus og þjófavörnin vælir í hvert sinn sem ég horfi á laukinn....? - Sko.. vegna þess að hann er staðsettur mjög nálægt útganginum
Ég hef, undanfarna viku verið að "passa" heimsins undarlegasta kött! Hann er réttnefndur Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir.... ég kalla hann Mjása en hann heitir eitthvað allt annað......
Hann kemur og fer eins og hann lystir, stekkur út um gluggann á annarri hæð eins og ekkert sé og situr svo sármóðgaður fyrir utan á morgnana þegar ég vakna. Hann kemur meira að segja með þegar Ljónshjartað og Hrekkjusvínið eru viðruð.... Má þó meira kalla það að hann sé í humátt frekar en samferða......
Ég verð þó að viðurkenna það að köttur í glugga hefur alltaf einhvern óútskýrðan sjarma og einn daginn fæ ég mér kött. Ég er staðráðin í því!
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Bloggvinir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Anna Einarsdóttir
-
Ragnheiður
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
SigrúnSveitó
-
Guðný Anna Arnþórsdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Solla Guðjóns
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Brattur
-
Garún
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Halldór Egill Guðnason
-
Þröstur Unnar
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Dúa
-
Hagbarður
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Bullukolla
-
Einar Indriðason
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Rebbý
-
Vilma Kristín
-
Dísa Dóra
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Hugarfluga
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Marinó Már Marinósson
-
Sigurður Ingi Jóhannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Steingrímur Helgason
-
Þórbergur Torfason
-
Ólöf Anna
-
Brúðurin
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
Heiða B. Heiðars
-
Víðir Ragnarsson
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Róbert Tómasson
-
Ólafur fannberg
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Gulli litli
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Linda litla
-
Ágúst H Bjarnason
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Svala Erlendsdóttir
-
Tína
-
Markús frá Djúpalæk
-
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Hryllilega sætt kvikindi.
Jabb.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2009 kl. 23:08
Köttur er nauðsynlegur á hvert heimili. Verst að þeim fyrsta fylgir oft annar... og svo annar... og svo annar... nei, nú er ég hætt... ekki fleiri!!!
Vilma Kristín , 6.7.2009 kl. 23:23
Einbúandi konudýr á bezta miðaldri eiga bæði eiga kött & rugguztól.
Þannigerettabarazda...
Steingrímur Helgason, 7.7.2009 kl. 00:24
Ég hef farið heim með svona öryggisvörn á flík sem ég keypti til jólagjafar. Ekki pípti í hliðinu á versluninni, og ekki hinum verslununum sem ég kom við í sömu verslunarferð. Svo þegar ég fór aftur í verslunina kom ekkert píp. Konan í versluninni var voða hissa, en ég var með kvittun og hún tók merkið af.
Ég byrjaði á einni kisu, núna eru þær þrjár. Og tvær þeirra koma yfirleitt alltaf með mér og hundinum í göngutúra.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.7.2009 kl. 00:31
Ekki kött eitthvað allt annað!
Ía Jóhannsdóttir, 7.7.2009 kl. 08:17
Ég keypti jólagjöf í Jack and Jones ,lét pakka flíkinni inn.Þjófavörnin kom ekki í ljós fyrr en á aðfangadagskvöld
Ég er ekki spennt fyrir kisum,en hundar eru æðislegir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:27
Reyna að fá þá í pylsuvagninum til að ná þjófavörninni af. Það er ekki smart að dandalast með svona og ekki hægt að ná þessu sjálfur af án skemmda...trúðu mér
Dúa, 7.7.2009 kl. 18:42
Eða hrista aðeins uppí liðinu og segir að þetta sé svona "homing device" til að fylgjast með ykkur geðsjúklingunum...Þá verða allir svo skrítnir á svipinn og það er svo geðveikt skemmtilegt....hehehe
Garún, 8.7.2009 kl. 20:21
Garún! Þú ert með þetta ;) eins og svo oft! Ég get svo þróað með mér geðveikislegt augnaráð og látið fylgja með!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2009 kl. 21:44
Sammála. Kisa í glugga er alveg möst. Voðalega menningarlegt í þokkabót.
Gunnar Páll Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.