Einstök tilfinning!

Ég toppaði sjálfa mig hvað varðar snilli við matargerð í kvöld.

Þannig var að dagurinn hófst á því að ég loggaði mig á netið og fíflaðist nokkrar mínútur þar áður en ég fór að vinna. Mundi svo allt í einu eftir því að ég hafði fengið mig fullsadda af vinnubrögðum vinnumálastofnunar og hringdi þangað - bara svona til að deila þeirri lífsreynslu með þeim. Það símtal endaði á því að forstöðukona VMST Suðurlandi skellti á mig W00t Ég var svo hvumsa að ég horfði á símtólið í tvær mínútur áður en ég varð reið! En þá varð ég líka reið!

Ég meina hún gerði mistök og höndlar svo ekki að það sé kvartað yfir því? Það væri nær að ég sæi um þessa skrifstofu...... Svo klikkti hún út með því að tilkynna mér með þjósti að það væru átjánþúsund manns á atvinnuleysisskrá - hvort ég gerði mér grein fyrir því? Ég nottla stóðst ekki mátið og benti henni hæðnislega á að þessir átjánþúsund væru ekki allir á hennar könnu.......... og þá var það sem ég upplifði þessa einstöku tilfinningu að láta skella á mig í miðju simtali.

Hringdi um hæl í aðalskrifstofu VMST og bað um yfirmann - nú þegar og ekki seinna en strax! Það var náttúrulega eins og að biðja um að fá eitt viðtalsbil við guð almáttugan þannig að ég fékk netfangið hjá Gissuri, þið munið þeim sem ég ætlaði að dobbla til að borga mér hærri bætur af því að ég hefði aldrei beðið hann um neitt....... Well það er skemmst frá því að segja að ég fórnaði hærri bótum fyrir það að hann hringdi eitt símtal á Selfoss og  segði forstöðukonunni að kurteisi kosti ekkert!! Svona er ég nú alltaf að tilbúin að fórna mér fyrir fjöldann......

Allt þetta tilfinningalega uppnám kostaði það að ég varð að elda góðan mat í kvöld. Ég var svo stálheppin að Mömmusinnardúlludúskur var að hjálpa vini sínum að flytja um daginn og uppskar að launum tvö kíló af humri. Ég eldaði cirka helminginn í kvöld og læt uppskriftina, sem ég fann á vefuppskriftir.com, fljóta hér með.

Þetta er svo góður matur að ég grét við hvern bita sem ég tók, vitandi það að það færði mig nær því að klára............

.....en mitt nýja slogan er: Betra er að grenja yfir matnum en vinnumálastofnun!

Hér kemur uppskriftin og mér er nákvæmlega sama þótt ég svitni hvítlauk fram yfir helgi!


Grillaður humar.

1-2 kiló humar klipptur langsum eftir skelinni
hálfur poki fersk steinselja
4-6 hvítlauksgeirar
1 bolli olífuolía

Ómissandi sósa með humrinum
3-4 hvítlauksgeirar
1/2 líter rjómi - ég notaði matreiðslurjóma

1 teningur kjötkraftur
1 pakki gráðostur (blár)
Afgangurinn af steinseljunni
Salt
Evt. smá sletta af hvítvíni - ég sleppti því, enda meira fyrir að drekka bara mitt hvítvín....

Aðferð

Hvítlaukur og steinselja skorin smátt og sett út í olíuna. Humarinn penslaður í sárið (vel) og látinn liggja í skál í cirka 15-20 mínútur. Á meðan er sósan búin til. Hvítlauksgeirarnir eru skorin smátt og svissaðir í olíu á pönnu. Rjóma, gráðosti og kryddi bætt út í og látið malla smá stund og osturinn látinn bráðna vel. Humarinn er grillaður, mikið atriði er að grilla hann bara á skelinni og ekki snúa sárinu niður. Þegar smá froða myndast á fiskinum er hann tilbúinn. Berið fram með sósunni og ristuðu brauði.

Þessa sósu má nota með hvaða fiski sem er og er t.d. góð með grillaðri lúðu og skötusel.

Bon apetit Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Mmmm, hljómar vel. Nú langar mig í humar...

Vilma Kristín , 2.7.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ARG maður slefar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2009 kl. 22:08

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég græt enn yfir að maturinn skuli vera búinn.........

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2009 kl. 22:12

4 identicon

SAMSTAÐA.

stóra systir (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 23:40

5 Smámynd: Dúa

Viltu hringja í þarna kræses senterið í London og láta frysta allar eigur "auðmannanna"?

Dúa, 3.7.2009 kl. 00:33

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nammminammm humar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.7.2009 kl. 00:46

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nammi, nammi namm.  Mataruppskriftin hljómaði svo vel að maður gleymdi næstum samskiptum þínum við þau þarna á vinnó

Sigrún Jónsdóttir, 3.7.2009 kl. 00:48

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já..... ég gleymdi þeim allavega ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 07:37

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jammí hvað ég hlakka til að koma heim og fá ísl. humar.

Ía Jóhannsdóttir, 3.7.2009 kl. 07:40

10 Smámynd: www.zordis.com

Kona elskar þig fyrir mun minna en þessa grátlegu og girnilegu færslu.

Ég græt yfir að geta ekki fengið mér humar og hvítvín með þér ...

Með ólíkindum að láta opinbera starfsmenn skella á sig. Svona lagað á að skrifa um í öllum dagblöðum. Þessi kona mun varla halda sínu starfi lengi með svona ógeðfelldri samkomu. Mæli með því að hún fara á samskiptanámskeið og lesi bókina um siðferði.

Knúsý knús og njóttu helgarinnar :-)

www.zordis.com, 3.7.2009 kl. 11:08

11 Smámynd: www.zordis.com

Ég átti að sjálfsögðu við " ógeðfelldri FRAMKOMU en ekki samkomu" hehehheheheh

www.zordis.com, 3.7.2009 kl. 11:09

12 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... mér sýnist vanta meiri hvítlauk.  "Bara" 4 rif?  Uss... lélegt.  Of lítið af hvítlauk!

Viltu gjöra svo vel og bæta í, strax!  Amk HEILAN hvítlauk!

Einar Indriðason, 3.7.2009 kl. 11:15

13 Smámynd: Garún

hehehe.  Ég er mjög misskilin manneskja...í mörg ár skellti ég alltaf á fólk...en í gleði sko..  Ég sagði alltaf "jæja þannig er það nú og allt í einu bless" og skellti á.  Það var ekki fyrr en vinkona mín kom heim til mín og ætlaði að berja mig að ég skildi að maður segir ekki "allt í einu bless" heldur "alltílagi bless".   En mér fannst þetta meika sens og væri svona símagrín sem allir gerðu...en nei misskilningur.  Ég vil nota tækifærið og biðja alla afsökunar sem ég hef sagt við "allt í einu bless" og skellt á..Sorry ég er vitlaus....

Garún, 3.7.2009 kl. 14:01

14 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þetta er nú girnilegur humar

Margrét Birna Auðunsdóttir, 3.7.2009 kl. 17:34

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Garún! Alltíeinu bless Ég ætla að prófa þetta næst þegar ég hringi í opinbera stofnun!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 22:18

16 identicon

Nammmmmmmmmmmmmmmmmmm 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:39

17 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Jammí...slrk...slurk...mig laaaangar að prófa þessa dásemd...humar og hvítlaukur...obbobobb...!

Gefðu bara skít í þessa sem skellti á þig...hún veit ekki hvað hún er óheppin....að vera ekki boðin í mat hjá þér!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 5.7.2009 kl. 22:44

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég sit hér og slefa yfir tölvuna mína. Heyrði, ég fékk líka vitlaust greitt frá VMST og sendi póst á greiðslustofuna á Skagaströnd og fékk leiðréttingu samdægurs. Prófaðu það og ekki sakar að kvarta yfir kellunni í leiðinni.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2009 kl. 20:02

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Búin að því Helga ;) Gerði það samdægurs.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.7.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband