Stefán..

...heitir maður sem ég þekki ekki svo mikið. Ég vona hins vegar að systir mín þekki hann betur því hún sefur hjá honum Tounge Þá sjaldan ég rekst á hann segir hann mér samt að ég eigi að nota kúmen í súpur.... og ég sýni honum þá virðingu að hlusta á hann því betri kokk hef ég ekki enn rekist á!

....En þá við að efninu. Ég eldaði hrikalega góða súpu í kvöld. Gunn-uppskriftin var frá Himneskri hollustu og er grænmetissúpa - en vegna þess að ég þarf alltaf aðeins að experímenta við eldavélina þá breyttist hún aaaaaðeins í meðförum mínum og heitir núna Kjúklingabauna - nautakjöts - grænmetissúpa. Vitaskuld bakaði ég brauð með. 

En Stefán!! Ekkert kúmen í þessari súpu. Ég notaði Cumin - sem er allt allt annað krydd og ekki einu sinni skylt!

Umm ég sleiki enn út um er ég hugsa um hvað hún er góð þessi súpa.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég nota kúmen í súpur enda einn besti kokkur þessa lands,nota cumin líka.Kem í mat fljótlega

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maðurinn minn búr til dásamlegar rússneskar súpur. Það er æðislegt að koma heim af kvöldvakt í svona alvörusúpu. Nú er ég búin að slefa  yfir lyklaborðið.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Vilma Kristín

Ohhh, ég vildi að ég kynni að elda súpur.. kann að elda næstum allt annað

Vilma Kristín , 26.3.2009 kl. 20:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Uppskrift takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2009 kl. 21:06

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skrambinn.  Nú er ég orðin svöng. 

Anna Einarsdóttir, 26.3.2009 kl. 22:00

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Grænmetissúpa - einföld og fljótleg

 

1 msk. ólífuolía eða kókosfita
2 laukar, skornir í þunna strimla
3 hvítlauksrif, pressuð
½ kg allskonar niðurskorið grænmeti - ég notaði: gulrætur, púrrulauk, blómkál og brokkoli

um 1 tsk. salt
1 tsk.töfrakrydd

1 tsk. season all

½ tsk. pipar

1/2 tsk. chilikrydd

1 tsk. cumin

1 tsk. pastakrydd

nokkrir dropar af extra hot pepper sauce

 
2 msk tómatpúrré
1 ds niðursoðnir tómatar
800 ml vatn
2-3 msk gerlaus grænmetiskraftur
2 dl soðnar baunir – t.d. kjúklingabaunir eða linsur

- hitið olíuna í potti og mýkið lauk og hvítlauk þar í
- bætið grænmetinu útí og kryddið
- setjið að lokum tómatmauk, niðursoðna tómata, vatn og grænmetiskraft útí og sjóðið í 20 – 25 mín. Ég átti kalt nautakjöt sem ég sneiddi niður og setti út í súpuna alveg síðast - þegar um 5 mín eru eftir af suðunni bætið þið baununum útí.
 


Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 22:07

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bruðl á góðu konudýri, þetta mannleyzi, segji ég & vil meina, en velmeinandi.

Steingrímur Helgason, 26.3.2009 kl. 23:41

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Einföld ?

Hvernig gerir þú eiginlega flókna súpu ? 

Anna Einarsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:50

10 identicon

Takk ummmmmmmmmmm .þetta verður í matinn hjá mér fljótlega

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 10:48

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Súpur eru unaðslegar.  Þessi er fyllilega þess verð að prófa.  Slurb!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 11:06

12 Smámynd: www.zordis.com

Kvikyndisnóri geturu verið að koma mér í svona stuð! Ég ætla að hrissta fram Lasaña (frosið frá Mercadona) finna til vínberjasafa og vera í letistuði fram eftir kvöldi!

Panta svona súpu þegar ég heimsæki þig, ég skal koma með Koriander krydd og Hierba buena.

Lovjú honn hehhe Hrönn honn ....

www.zordis.com, 27.3.2009 kl. 19:16

13 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

svei mér .... ef ég stofna ekki bara matarklúbb þar sem þú verður heiðursfélagi...... en samt þannig heiðursfélagi sem eldar..... ég skal vaska upp.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.3.2009 kl. 19:41

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Steingrímur - það er ekki oft sem ég er svona sammála þér

Anna! Geri ekkert flókið......

Lovjútú Zordis 

Fanney! Það yrði sko örugglega skemmtilegur klúbbur

Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2009 kl. 19:59

15 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Meiri þrjóskan í ykkur. Hann að hætta ekki þessu rausi og þú að prófa ekki fjandans kúmenið.    

Marinó Már Marinósson, 28.3.2009 kl. 11:53

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef smakkað kúmen - það er hrikalega vont

Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 12:38

17 identicon

Ég fékk vægt sjokk þegar ég las innganginn, kannaðist ekki við að sofa hjá einhverjum Stefáni en mundi svo að við eigum aðra systur.

Vona að súpan hafi farið vel í þig og hlakka til að fara með þér til Spánar og kaupa rauða kjóla á útimarkaði.

Stóra systir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:05

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

eheheheheh.... Hlakka líka til

Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.