26.3.2009
Stefán..
...heitir maður sem ég þekki ekki svo mikið. Ég vona hins vegar að systir mín þekki hann betur því hún sefur hjá honum Þá sjaldan ég rekst á hann segir hann mér samt að ég eigi að nota kúmen í súpur.... og ég sýni honum þá virðingu að hlusta á hann því betri kokk hef ég ekki enn rekist á!
....En þá við að efninu. Ég eldaði hrikalega góða súpu í kvöld. Gunn-uppskriftin var frá Himneskri hollustu og er grænmetissúpa - en vegna þess að ég þarf alltaf aðeins að experímenta við eldavélina þá breyttist hún aaaaaðeins í meðförum mínum og heitir núna Kjúklingabauna - nautakjöts - grænmetissúpa. Vitaskuld bakaði ég brauð með.
En Stefán!! Ekkert kúmen í þessari súpu. Ég notaði Cumin - sem er allt allt annað krydd og ekki einu sinni skylt!
Umm ég sleiki enn út um er ég hugsa um hvað hún er góð þessi súpa.....
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Bloggvinir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Anna Einarsdóttir
-
Ragnheiður
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
SigrúnSveitó
-
Guðný Anna Arnþórsdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Solla Guðjóns
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Brattur
-
Garún
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Halldór Egill Guðnason
-
Þröstur Unnar
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Dúa
-
Hagbarður
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Bullukolla
-
Einar Indriðason
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Rebbý
-
Vilma Kristín
-
Dísa Dóra
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Hugarfluga
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Marinó Már Marinósson
-
Sigurður Ingi Jóhannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Steingrímur Helgason
-
Þórbergur Torfason
-
Ólöf Anna
-
Brúðurin
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
Heiða B. Heiðars
-
Víðir Ragnarsson
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Róbert Tómasson
-
Ólafur fannberg
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Gulli litli
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Linda litla
-
Ágúst H Bjarnason
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Svala Erlendsdóttir
-
Tína
-
Markús frá Djúpalæk
-
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Ég nota kúmen í súpur enda einn besti kokkur þessa lands,nota cumin líka.
Kem í mat fljótlega
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:49
Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 20:50
Maðurinn minn búr til dásamlegar rússneskar súpur. Það er æðislegt að koma heim af kvöldvakt í svona alvörusúpu. Nú er ég búin að slefa yfir lyklaborðið.
Helga Magnúsdóttir, 26.3.2009 kl. 20:56
Ohhh, ég vildi að ég kynni að elda súpur.. kann að elda næstum allt annað
Vilma Kristín , 26.3.2009 kl. 20:59
Uppskrift takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2009 kl. 21:06
Skrambinn. Nú er ég orðin svöng.
Anna Einarsdóttir, 26.3.2009 kl. 22:00
Grænmetissúpa - einföld og fljótleg
1 msk. ólífuolía eða kókosfita
2 laukar, skornir í þunna strimla
3 hvítlauksrif, pressuð
½ kg allskonar niðurskorið grænmeti - ég notaði: gulrætur, púrrulauk, blómkál og brokkoli
um 1 tsk. salt
1 tsk.töfrakrydd
1 tsk. season all
½ tsk. pipar
1/2 tsk. chilikrydd
1 tsk. cumin
1 tsk. pastakrydd
nokkrir dropar af extra hot pepper sauce
2 msk tómatpúrré
1 ds niðursoðnir tómatar
800 ml vatn
2-3 msk gerlaus grænmetiskraftur
2 dl soðnar baunir – t.d. kjúklingabaunir eða linsur
- hitið olíuna í potti og mýkið lauk og hvítlauk þar í
- bætið grænmetinu útí og kryddið
- setjið að lokum tómatmauk, niðursoðna tómata, vatn og grænmetiskraft útí og sjóðið í 20 – 25 mín. Ég átti kalt nautakjöt sem ég sneiddi niður og setti út í súpuna alveg síðast - þegar um 5 mín eru eftir af suðunni bætið þið baununum útí.
Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 22:07
Bruðl á góðu konudýri, þetta mannleyzi, segji ég & vil meina, en velmeinandi.
Steingrímur Helgason, 26.3.2009 kl. 23:41
Einföld ?
Hvernig gerir þú eiginlega flókna súpu ?
Anna Einarsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:50
Takk ummmmmmmmmmm .þetta verður í matinn hjá mér fljótlega
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 10:48
Súpur eru unaðslegar. Þessi er fyllilega þess verð að prófa. Slurb!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 11:06
Kvikyndisnóri geturu verið að koma mér í svona stuð! Ég ætla að hrissta fram Lasaña (frosið frá Mercadona) finna til vínberjasafa og vera í letistuði fram eftir kvöldi!
Panta svona súpu þegar ég heimsæki þig, ég skal koma með Koriander krydd og Hierba buena.
Lovjú honn hehhe Hrönn honn ....
www.zordis.com, 27.3.2009 kl. 19:16
svei mér .... ef ég stofna ekki bara matarklúbb þar sem þú verður heiðursfélagi...... en samt þannig heiðursfélagi sem eldar..... ég skal vaska upp.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.3.2009 kl. 19:41
Takk Steingrímur - það er ekki oft sem ég er svona sammála þér
Anna! Geri ekkert flókið......
Lovjútú Zordis
Fanney! Það yrði sko örugglega skemmtilegur klúbbur
Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2009 kl. 19:59
Meiri þrjóskan í ykkur. Hann að hætta ekki þessu rausi og þú að prófa ekki fjandans kúmenið.
Marinó Már Marinósson, 28.3.2009 kl. 11:53
Ég hef smakkað kúmen - það er hrikalega vont
Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 12:38
Ég fékk vægt sjokk þegar ég las innganginn, kannaðist ekki við að sofa hjá einhverjum Stefáni en mundi svo að við eigum aðra systur.
Vona að súpan hafi farið vel í þig og hlakka til að fara með þér til Spánar og kaupa rauða kjóla á útimarkaði.
Stóra systir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:05
eheheheheh.... Hlakka líka til
Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.