2007 eða 2005?

Ég var að ljúka við lestur á bók eftir Stieg Larsson. Bókin heitir Karlar sem hata konur og ég er í stuttu máli sagt úrvinda eftir lesturinn............

Bókin gæti verið um þá sem eitt sinn voru kallaðir Íslandsbjörtustuvonir. Mynstrið er nákvæmlega það sama.  Hvílíkt makk, pukur, hringamyndanir og ofbeldi. Ég varð hreinlega stundum að leggja bókina frá mér og melta það sem ég hafði lesið áður en ég gat haldið áfram. Eini munurinn er að tók það sænska ríkið ekki sex mánuði að taka við sér!

Ég kíkti svo á ártalið á bókinn og hún er skrifuð árið 2005! Það hafa greinilega einhverjir verið farnir að efast strax þá....

Snilldarbók sem skilur mann eftir algjörlega tæmdan. Ég hef ekki lesið bók sem hafði svona mikil áhrif á mig síðan ég las Á ég að gæta systur minnar?

Ég held að ég verði að fara í langan göngutúr með Ljónshjartað og reyna að safna orku á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Las þessa um jólin og er búin að fá hinar tvær í hús (á sænsku get ekki beðið eftir þýð.).

Hún er brilljant.

Sorglegt að manninum skyldi ekki endast aldur.

Snillingur á ferð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er farin út í Eymundsen að kaupa bókina. Kveðja að norðan.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

er einmitt að lesa þessa bók..... hún er snilld.... er með bók nr tvö í handraðanum........ verst bara með skólann.... ætli ég verði ekki bara að sækja um frest á verkefnunum.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.3.2009 kl. 20:54

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm þessi bók er snilld! Hún er svolítið hæg í byrjun.... en það borgar sig að þrauka.

Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 20:55

5 identicon

svo kemur fljótlega út nýja bókin hans Davíðs "ég hata alla"

zappa (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:02

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

eheheh.... eða nokkrir góðir dagar með sjálfum mér!

Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 21:06

7 identicon

Hrönn góð að venju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.