20.1.2009
Dagurinn í dag....
....verður dagurinn sem ég kem til með að muna eftir þegar ég verð orðin arfarugluð á hjúkrunarheimili fyrir aldraða! Þetta var ótrúlegur dagur. Einstök upplifun!
Hávaðinn, samstaðan, samkenndin! Ólýsanlegt!! Mótmælendur með grímur, mótmælendur án gríma. Mótmælendur í rauðum úlpum, mótmælendur í appelsínugulum bolum....... Ef þetta kemur ríkisstjórninni ekki í skilning um að þaum séu persona non grata í þessu húsi - þá skilja þau líklega ekki neitt!
Nú er klukkan langt gengin í ellefu og enn eru læti þarna fyrir utan. Það kæmi mér ekki á óvart að ég þyrfti að fara aftur í bæinn á morgun og klára sleifina mína - en það er hvort eð er ekki svo mikið eftir af henni..........
Ég ákvað að verða á undan og tók myndir af löggunni - sko áður en þeir tækju myndir af mér!
Lifi byltingin
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Ég segi það ekki öðruvísi en hágrátandi...."Þarna átti maður að vera..."... en ég var það í huganum....demit.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:51
Frábært framtak hjá þér frú mín góð. Ég ætla að mæta á laugardaginn.
Sjáumst þá !
Anna Einarsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:52
Gerum það Anna! Ég er yfirleitt vestan megin við styttuna af Jóni.......
Já Fanney! Þarna var þí pleis tú bí in!! Einstök upplifun! Ég er ekki að grínast með það að þetta verði það sem ég kem til með að muna í hárri elli - kem ekki til með að muna hvað ég heiti.... en mun tala út í eitt um þennan dag 2001 2009! Dagurinn sem breytti öllu!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 23:00
... já, með sleifunum einum að vopni skulum við koma þessari stjórn frá...
Brattur, 20.1.2009 kl. 23:03
Ohh. Mikið vildi ég hafa varið deginum þarna í staðinn fyrir hjá tannsa og í vinnunni.
Sendi baráttukveðjur.
Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:07
Það er ekki sleifarlag á hlutunum hjá þér, svo mikið er víst. Hafðu nú pottinn fullan með. Grautarslettur þykja fremur óskemmtilegar, en mun ódýrari en skyr. Já. Þetta var merkisdagur og þú stendur þig vel eins og við er að búast.
Finndu þér fallega drauma í nótt. Engar sleifar og enginn grautur.
Knús
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:25
Það var ofsalega gaman að hitta þig loksins töffarinn þinn.
Hvert fóruð þið í kaffi? Dem, hvað ég hefði viljað koma með.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.1.2009 kl. 23:28
Tek undir..."Ef þetta kemur ríkisstjórninni ekki í skilning um að þaum séu persona non grata í þessu húsi - þá skilja þau líklega ekki neitt!"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:10
Eru Stúlkurnar á myndinni HH og KS svona líka baráttuglaðar! Væri nær að vera hjá ykkur núna.
Vona að þú sofir í nótt ég ætla allavega að gera heiðarlega tilraun og er búin að fitja drauma uppá silkiþráð. GN
www.zordis.com, 21.1.2009 kl. 00:10
Hrönnzla, ég spurðizt fyrir í heilbrigðizgeiranum um hvort að til væri virkilega virkandi afruglari á fólk einz & þig.
'Try Star Trek' var svarið.
En ég skil þig vel ...
Steingrímur Helgason, 21.1.2009 kl. 00:15
Þarna var ég líka! VÁÁ! Ólýsanlegt! Ótrúlegt! Hefði ekki viljað missa af þessu!
Vilma Kristín , 21.1.2009 kl. 02:26
Og þarna var ég líka, og það var ólýsanleg upplifun, þar til óeirðalögreglan ruddist allt í einu fram og gasaði fréttaljósmyndaranna, sem voru að mynda kurteisa mótmælendur. - Þá varð mér allri lokið. -
Ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa svona árás á eina stétt manna.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:52
Ég fylgdist med á netinu en fekk ekki tessa fílingu sem ég hefdi viljad finna.....Tarna hefdi ég viljad vera.
àfram vor tjód og burt med hiskid.
Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 10:15
já maður hefur misst af miklu og þetta enn ein stundin sem fólk mun spyrja ... "hvar varst þú?"
gott hjá öllum sem fóru - ég verð með síðar
Rebbý, 21.1.2009 kl. 15:54
Frábært hjá þér skvís...
Er enn að berjast við að sjá þig ekki fyrir mér á elliheimili skutlandi hlandkoppum í starfsfólkið og æpa : VANHÆF RÍKISSTJÓRN !!!
Ragnheiður , 21.1.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.