Ég er soddan blúnda.....

Ég vaknaði frekar snemma, enda fór ég snemma að sofa í gær - eiginlega jafnsnemma og gamla fólkið..... Tounge

....gekk með hundana upp með á. Birtan var blá - Úúúú ég er talandi skáld Tounge - Ólýsanlega fallegt að horfa á hvít fjöllin í þessum sérkennilega bláma. Öðru hverju sáldraðist yfir okkur él eins og glitrandi töfraduft. Ég gekk stóran hring, alla leið upp á golfvöll.

Tók svo skyndiákvörðun um að mæta í messu. Rétt slapp inn fyrir lokun.... ;) Það voru svo margir bílar fyrir utan kirkjuna að ég þorði ekki annað en spyrja kirkjuvörðinn hvort það væri uppselt W00t Hann vildi meina að það væri alltaf pláss fyrir einn enn ;)

Settist á bekk og hlustaði á sönginn. Presturinn var góður. Hún talaði um aðventuna og sagði okkur frá því að hún og maðurinn hennar notuðu aðventuna til að skrifa jólakort með skrautskrift við kertaljós á meðan börnin þeirra fimm lékju sér svo stillt og prúð í skini ljóssins og reyndu að finna út hvernig þau gætu orðið betri............

.....ég flissaði og presturinn sagði: "sjor...." - og ég flissaði meira... svo skírði hún barn og ég byrjaði að skæla. Ætlaði aldrei að geta hætt, síst af öllu þegar kórinn söng svo á eftir. Næst hef ég sko með mér tissjú!!

Ég hélt ég væri töffari en svo græt ég eins og griðungur yfir skírn og kórsöng í messu  InLove

Þetta endar með trúarofstæki Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Haha en hvað gerðirðu við hundana á meðan þú skrappst í messuna ? Sko þú endar þarna á að skrifa um göngutúr hins talandi skálds og svo swussssssssssssss .....komin í messu.

Það er ofsalega notalegt að fara í messu.

Ragnheiður , 7.12.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha uppselt í kirkju!! Tókstu rósirnar með þér??

Hugarfluga, 7.12.2008 kl. 14:26

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

æj ég ætlaði líka að spyrja um göngufélagann  á meðan þú varst í messunni en geri ráð fyrir að þú hafir gefið þér tíma til að skipta um skó.     

Þú þarft að undirbúa þig betur næst þegar þú tekur svona skyndiákvörðun um að fara í messu.  

En mikið skemmtir þú mér með þessum pælingum þínum.    Yndislegt bara. 

Marinó Már Marinósson, 7.12.2008 kl. 14:34

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hún Hrönn getur talist ráðgáta
með húmor, það verð ég að játa
en rétt í þessu
hún fór í messu
og kórinn fór allur að gráta.

Anna Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég geri bara ráð fyrir að þú hafir smitandi grát. 

Anna Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 15:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2008 kl. 15:16

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

aaaaaah, ég haf alltaf talið mig vita að þú værir ljúf og meir

Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 15:56

8 identicon

Já hvar voru snatarnir?trúarofstækismanneskjan þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 16:48

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég heyrði klukkurnar hringja um hálf ellefu, þá hefur þú verið að detta í guðshús.  Vonandi er stytt upp.  Kveðja í austurbæinn

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 17:56

10 Smámynd: www.zordis.com

Það þarf víst að skola sálina eins og annað fyrir hátíðina! Knús á þig heillakjéddling!

www.zordis.com, 7.12.2008 kl. 19:27

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.12.2008 kl. 19:43

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert bara svona lítið viðkvæmt blóm.

Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:43

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég stökk heim og skipti um skó ;) Skildi vitleysingana eftir.... og rósirnar líka ;)

Anna! Smitandi grát Ég skal viðurkenna að maðurinn sem sat við hliðina á mér leit á mig en hugsanlega var hann fremur hissa en voteygur......

Hrönn Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 20:17

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sko mér datt ekki Guð í hug fyrr en um hálfellefu - þess vegna mætti ég örlítið of seint.....

Zordis! Já spurning um að vera bara í einrúmi á meðan- ætli ég geti fengið einkamessu?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 20:19

15 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

einkamessu segiru..... og myndiru þá mæta með fótastrímið....???

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:51

16 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Oft er stuttt milli hláturs og gráturs...eða hláts og fráts eins og unglingarnir orða það...en ég skil vel þetta með flissið og tárin...bin there...

Skrapp reyndar austur í VeraHvergi áðan og fattaði svo þegar ég var byrjuð að gæða mér á smákökunum að það var jarðskjálfti þarna í gær....úffamæ...svo ég gúffaði í mig góðmetinu á mettíma...

Bergljót Hreinsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:35

17 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

ohhh...á að vera hláts og gráts....

Bergljót Hreinsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:36

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2008 kl. 12:19

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 8.12.2008 kl. 12:26

20 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

- ógnarlega held ég að sé gaman að vera með þér í kirkju, þú ert eitthvað svo myndræn og lífræn, hugræn og tilfinningaræn ... en þannegin

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:01

21 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

.. átti náttúrulega og auðvitað og að sjálfsögðu að vera .... eða þannegin ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband