Ég er nörd....

Það hefur rignt yfir mig, um helgina, og þá náttúrulega á nóttunni - svokölluðum smáskilaboðum sem send eru síma úr síma.......

Þessi smáskilaboð eru mjög mis....eitthvað. - Alveg frá því að vera aumkunarverð upp í það að vera dónaleg! Ég slökkti vitaskuld á símanum mínum þegar ég sá í hvað helgin stefndi........ 

Í morgun - þegar ég sá óhroðann sem ég hafði fengið í nótt - fékk ég nóg og ákvað að svara fyrir mig! Það var þá sem ég uppgötvaði nördinn í brjósti mínu. Ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að segja: Ég fæ seint fullþakkað þann dag sem ég ákvað að losa mig við þann aumingja sem þú ert! - Eða: Ég fæ seint fullþakkað þeim degi sem ég ákvað að losa mig við þann aumingja sem þú ert......

....EN það dreifði þó huganum frá óhroðanum sem hann er! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú alveg spes kona, ómissandi að fylgjast með þér og blogginu þínu, vona að lífið sé gott á Bónusslóðum.  Krummakveðjur úr vesturbænum.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það getur verið erfitt að eiga við þessi skilaboð, ég fékk svona glaðning um daginn, endalaus skilaboð, þurfti hvað eftir annað að tæma skjóðuna, en hún fylltist aftur, svo ég slökkti bara, en það þýðir víst ekki heldur.  Knús á þig Hrönn mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: www.zordis.com

Mikið er lítið varið í fólk sem getur ekki frontað aðstæður í sínu lífi og þarf að ausa úr sér með sms um. Úff. Þú skalt bara senda til baka, I love u 2 ....

Hér stendur yfir líming á piparkökuhúsi og ég er bara að fara á límingum, alveg satt!

www.zordis.com, 8.12.2008 kl. 12:21

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:28

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Munurinn á dag og degi  lætur mig velkjast í vafa hvort þú ert nörd eða ekki

Solla Guðjóns, 8.12.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Nörd eða ekki nörd..... þú ert yndisleg.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 8.12.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þarftu ekki bara að fara út að ganga?     Nörd to be

Marinó Már Marinósson, 8.12.2008 kl. 13:10

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert ekki nörd Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 13:50

9 identicon

Þú ert bara flott, hvurslags dónar eru þetta!!

 Aðventukreist.

alva (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:09

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

DónI Alva - sem betur fer þekki ég bara einn svona einstakling.........

Takk fyrir innlit allir. 

Hrönn Sigurðardóttir, 8.12.2008 kl. 15:53

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð hvað ég skil þig.

Ég myndi geta lent í vandræðum með hvernig ég ætti að orða beiðni til slökkvuliðsins til að koma og hjálpa mér með brennandi íbúðina mína.

Ég sverða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 16:05

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Elsku dúllan mín...maður getur verið mismunandi mikill nörd frá degi til dags...en það er alltaf góður dagur þegar maður losar sig við smáskilaboðaaumingja...ekki spurning....

Audda ertu bara frábær...!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 8.12.2008 kl. 17:14

13 Smámynd: Dísa Dóra

Nördar eru bara flott fólk - sérstaklega nördar sem sofa undir rúmi

Dísa Dóra, 8.12.2008 kl. 18:54

14 identicon

Elsku Hrönn.  Þú ert yndisleg og mér finnst ótrúlega gaman og gott að hafa kynnst þér hér.  Skrifin þín eru þvílík viðbót á tilveruna og eins og maður sleikti rjómaþeytarann í den til að ekkert færi til spillis, þá gæti ég hvers orðs sem þú skrifar.  Leitt að heyra að einhver hagi sér undarlega á símatökkum og láti það bitna á þér.  Mikið hlýtur þeirri persónu að vera illt í puttunum.

Ég er ótrúlega viðkvæm þegar ég hlusta á fallega tónlist og stundum renna jafnvel tár þegar ég er úti að skokka og eitthvað fallegt berst mér til eyrna, hvað þá ef ég sit í kirkju á aðventu og jólum.

Hlýjar kveðjur í bæinn.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:30

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hunsaðu kvikindið. Þetta er ekki svara vert.

Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 20:54

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nördastelpan þín .....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:03

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf flokkað SMS sem SMennaSkilaboð.

Þezzi færzla breytti ekki minni skoðun.

Steingrímur Helgason, 8.12.2008 kl. 23:15

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Haha Það gleður alltaf mitt litla hjarta að kíkja hérna inn. var ekkert skemmtilegt í þessum smessum ???

Huld S. Ringsted, 8.12.2008 kl. 23:22

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúa! Gerðu það

Huld! Nebbs!

Steingrímur! Góð skilgreining hjá þér og ég er ekki frá því að hún hafi virkað.... Takk fyrir það.

Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 08:26

20 Smámynd: Ragnheiður

Hurru..þetta er samsæri ! Ég hélt að ég hefði kommentað hér í gær þegar ég las þetta...

Djís..nú man ég ekkert hvað það var en ég er viss um að það hefur verið gríðarlega gáfulegt.

Það kom skjálfti í Skálafell um daginn. Steinar leit á mig, alvarlegur og brúnaþungur, og spurði ; Hvert fórst þú ?

Ég fór ekkert og þrætti bara eins og bankastjóri (hætt að segja sprúttsali)

Hvað get ég hafa ætlað að segja í gær ?

Ragnheiður , 9.12.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.