16.5.2008
Afar skrautlegur dagur....
....er að renna skeið sitt á enda!
Það fór um mig hrollur í nístingskuldanum úti á golfvelli í dagrenningu þegar ég beit á jaxlinn og bölvaði - í hljóði, að sjálfsögðu, ég er dama - vegna þess að ég gleymdi á mig vettlingum áður en ég fór út! Sumarið frá í gær var heldur betur stokkið á braut og ég skeiðaði hring á vellinum, kylfulaus og grínlaus og þó var það ekki það skrautlegasta sem ég lenti í í dag.........
Byrjaði svo vinnudaginn á að tala dönsku - var þó varla farin að hugsa á íslensku Allt blessaðist þetta þó og ég fékk þær upplýsingar sem mig vanhagaði um! Enda var það ekki það skrautlegasta sem ég lenti í í dag........
Maðurinn með fallegu röddina hringdi í mig í dag Endilega hringdu bara sem oftast - alltaf gaman að heyra í þér Tala nú ekki um á svona dögum! Þó var það ekki það skrautlegasta sem henti mig í dag.....
Var að velta því fyrir mér öðru hverju í dag - hvar í ósköpunum ég gæti orðið fyrsta konan í einhverju! Kjeddlingar hafa gert alla skapaða hluti nú orðið!! Fyrsta konan var til dæmis á toppi Everest þennan dag fyrir einhverjum árum síðan. Og ekki nóg með það - heldur var hún líka fyrsta konan sem lenti í snjóflóði á leiðinni upp! Ég gæti til dæmis ekki verið sú fyrsta þar..........
Einhverjum árum síðar varð þessi sama kona fyrst til að ganga á hæstu tinda allra sjö heimsálfa. Þannig að það er farið........
Ég er að segja ykkur - þessar kjéddlingar sko! Þurfa þær að vera út um allt? Geta þær ekki skilið neitt eftir? Hverju á ég að stefna að í framtíðinni? Hver geta mín markmið orðið? Það er búið að öllu........
Ó og svo komst ég líka að því í dag að ég hef zero tolerance gagnvart fullum köllum!! En þó var það ekki það skrautlegasta sem henti mig í dag.....
Bróðir minn - fallegasti málvísindamaður norðan Alpafjalla - á afmæli í dag! Ég heyrði í honum nokkrum sinnum í dag og í hvert sinn gleymdi ég að óska honum til hamingju með daginn! Alveg þar til ég tók mig saman og hringdi í hann áðan Krúttið er ekkert að erfa það við mig - hann er nú búinn að þekkja mig í öll þessi ár.
Þetta skrautlega sem henti mig í dag, var svo skrautlegt að ég verð eiginlega að eiga þetta skraut alveg sjálf, ég er rétt að byrja að flissa. Fólk getur verið svo skrautlegt Skondið orð - skrautlegt!
Veriði spök.
Athugasemdir
Skrautlegt er fallegt orð og er hátíðlegt!
Ég held ég hafi verið fyrsta konan sem óð berfætt í englavík og fékk svo snafs frá Sollunni!
Ég hef nokkrar hugmyndir um fyrsta konan things! Bara spurningin með þetta góða rjúkandi kaffi sko!
www.zordis.com, 16.5.2008 kl. 22:45
Í dag varð ég fyrsta konan sem hefur fengið frítt make up á Spa inu í Hótel Selfossi sem er nýbúið að opna. Mjög slakandi og ég var rosa falleg, fallegri en dags daglega, ef það er þá hægt.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 00:24
Og það eru 221 dagur til jóla. Omæ
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 01:15
Til hamingju með bróðurinn skrautlega kona
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 07:59
Allt þetta skraut er búið að gera mig forvitna Annars held ég að ég hafi verið fyrsta konan á Íslandsi sem gaf út longplay plötu þar sem öll lög og textar voru eftir mig. Þannig að það er allavega farið líka, ef þér skyldi hafa dottið það í hug.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 08:56
Buenos días querida!
Amma mín var fyrsta konan á Íslandi sem hlaut titilinn radio amator og mossadi af mikilli lyst! Zetta zótti fréttnaemt og voru tekin vidtöl vid hana í svart hvíta imbanum og zessu man konan eftir!
(mundi zetta allt í einu)
www.zordis.com, 17.5.2008 kl. 09:01
Kanniggi að vera spök
Dísa Dóra, 17.5.2008 kl. 09:05
Gaman að þessu! Meira svona stelpur - þá veit ég líka hvar möguleikar mínir liggja....
Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.