10.3.2008
Amen
Ég þurfti að tala við prest í síðustu viku. Ekki út af giftingunni - nei, nei - ekki strax! Það var í raun bara tilviljun að maðurinn er prestur, þannig séð..... Hefði allt eins getað verið smiður........ þess vegna kom svolítið á mig, þegar hann endaði símtalið á því að segja: "Guð blessi þig!!" Það passaði einhvern veginn ekkert inn í dæmið. Stakk mig þá og stingur mig svolítið enn........ Fór að velta fyrir mér hvort svona menn hrópa "Hallelúja" þegar þeir fá það......... Virkar svolítið fóní.....
Hitti pabba hérna úti áðan - sagði honum að "við" ættum að mæta til læknis á fimmtudaginn. Pabbi hélt nú ekki, var bara frekar hortugur þegar hann sagði mér að hann hefði talað við lækninn í síðustu viku og hann hefði sagt að þeir þyrftu ekkert að hittast fyrr en í maí! Svo sá hann hvað ég var vantrúuð á þessa sögu hjá honum og bauð mér með heim að skoða endurkomuskírteinin sín..... Ég þáði það, endaði með því að ég hringdi upp á Lansa og áður en við var litið var ég komin með doktorinn sjálfan í eyrað, mér brá nú hálf þegar HANN var allt í einu kominn í símann. En þetta er indæliskall - þessi læknir - staðfesti sögu föður míns um að allt væri í lagi og að þeir ætluðu ekkert að hittast fyrr en í maí - þegar pabbi kæmi að utan! Ég held enn að þeir séu eitthvað að plotta strákarnir. Ætla örugglega bara að hafa konulausan dag, hittast og fá sér öllara saman
Ég er EKKI frek - ég er ákveðin.....
....svo hefði mamma líka orðið brjáluð ef við hefðum ekki verið með þetta á hreinu
Athugasemdir
Yes, flott þetta.
Steingerður Steinarsdóttir, 10.3.2008 kl. 16:28
Hahaha Hrönn ég var að springa af hlátri mér finnst þú frábær Þú getur alltaf fengið mig til að hlæja ég sver það og guð blessi
Kristín Katla Árnadóttir, 10.3.2008 kl. 16:56
hahaha góð pæling hjá þér með prestinn
Dísa Dóra, 10.3.2008 kl. 17:17
Ákveðni er góð. Frekja er eitthvað ekki eins góð....
Markús frá Djúpalæk, 10.3.2008 kl. 17:19
Ég held að kaþólsku prestarnir séu komnir í himnaríki þegar þeir fá það! Amen!
En það er sætt þegar fólk biður um blessun fyrir aðra og ekki verra af sendifulltrúa himnaherrans.
Eins gott að hafa allar vitjanir á hreinu. Keli vinur minn plataði oftast alla nema mig því annars varð ég voðalega ákveðin
www.zordis.com, 10.3.2008 kl. 18:39
Já það er eins gott að vera viss, og nú ertu með efasemdir um hvort þú hafir eyðilagt góðan hitting Halelúja. En auðvitað ertu ákveðni en ekki frek.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 20:51
Já, haleljúa, það skildi þó ekki vera. Betra að hafa allt á hreinu með pabba sína. Ekki spurning. Knús austurúr.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 21:47
Þú ert að kafna úr frekju og stjórnsemi
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 23:14
Hahaha þú ert yndi En stundum þarf maður að kanna hlutina sjálfur þú ert góð þetta kallast ekki frekja Góða nótt
Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 01:04
Frekja..... ég veit það ekki..???... en umhyggjusemi.... ó já.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 11.3.2008 kl. 08:05
Ég hef ekki heyrt HALELÚJA hrópað í mínu rúmi.Kanski tek ég ekki eftir því..Mínum presti hættir til að segja líka Guð blessi þig.Hehehehehe.Luis yndislegur og þú líka
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 09:39
Hmmm þarf að prófa til að komast að sannleikanum......þú fékkst þó bæði prest og lækni í eyrað
HALLELÚJA HALLELJÚJA HAL.....
Solla Guðjóns, 11.3.2008 kl. 11:25
Prestar eru mannlegir. Þegar sonur minn var skírður var stórglæsilega frænka mín skírnarvottur og ég lýg því ekki að presturinn var svo upptekinn af því að glápa niður hálsmálið hjá henni að enginn skildi neitt í því hvernig honum tókst að skíra prinsinn. Svo er um að gera að hafa stjórn á foreldrum sínum og fylgjast með að þau geri eins og þeim er sagt.
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 11:56
Stórskemmtileg lesning. Skil annars karlinn hann föður þinn ágætlega að verða svolítið grumpy þegar hann er spurður hvort "við" þurfum nú ekki að fara að fara til læknis. Er sjálfur ákveðinn í því að þegar ég kemst á efri ár, ef allt gengur eftir, verði ég með tóman skæting og leiðindi þegar einhverjir fara að spyrja hvort "við" eigum nú ekki að fara að pissa eða eigum "við" ekki að gera þetta eða hitt. Hvernig höfum "við" það í dag?......
Halldór Egill Guðnason, 13.3.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.