Einu sinni var þetta uppáhaldslagið mitt....

Þetta var áður en ég lærði að lesa, Eygló systir átti þessa plötu og það var búið að merkja "X" á þeirri hlið sem lagið var á..... svo ég gæti sett hana sjálf á fóninn Tounge Þetta var nú þjónustan í gamla daga, með þrjú eldri systkyni innan handar!

Fann svo fyrir algjöra "tilviljun" söguna á bak við textann......

"His mistress that he (in the song) had been secretly dating would put out an empty milk bottle on the front porch as a sign that she was free and wanted to see him again. The bottle stands for love. Passerbys would see it as just more empty milk bottles waiting for the Milkman to pick up and be no wiser. No Milk Today means that there are no empty milk bottles sitting out and to our singer it means sorry Charlie, don't come around..."

Hvar ætli mjólkurflöskur lífs míns séu í dag? LoL
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fór í nostalgíuna.  Sá þá í Austurbæjarbíó þegar ég var 13 að mig minnir.  Hann var svo mikið krútt, söngvarinn.  Ómægodddddddddddddddd

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Dísa Dóra

meira að segja Bretinn er hættur að hafa mjólkurflöskur held ég

Dísa Dóra, 11.3.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Algjört krútt! Jenný!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta lag er æðislegt, bræður mínir spiluðu þetta mikið þegar ég var krakki

Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég man eftir þessu lagi mjög skemmtilegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 17:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

OH já hvort ég man eftir þessu lagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 18:28

7 Smámynd: www.zordis.com

Meiriháttar lag alveg!   .... er ekki örugglega snjókastsveður þegar nær dregur páskum??  Held að Ollasak sé spennt fyrir snjókast keppni á Suðurlandinu! 

www.zordis.com, 11.3.2008 kl. 18:49

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þórdís! Þið rétt ráðið hvort ég fæ ekki að taka þátt!!

Gvöð hvað ég er spennt

Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 18:54

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

hæ, sammála, kann textann ennþá, cool

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.3.2008 kl. 19:15

10 identicon

OMG mitt líka hehehehehe.lummur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:43

11 identicon

Hæ elsku frænkan mín. 

Ég kíki greinilega ekki nógu reglulega á bloggið þitt því að ég er hér með að kommenta á síðustu færslu .  Vildi bara segja að ég er endalaust þakklát fyrir að þú sért að sjá um að 'ákveðnast' með þessa hluti .... gerir mig svo rólega hér í útlandinu. Svo er líka svo gott að geta komið heim öðru hvoru og bara verið litli engillinn  ... þar sem málin eru hvort eð er í góðum höndum.   Úff hvað ég saknaði svo allt í einu ömmu og afa við að heyra 'Hello Dolly' .... og plötuhillunnar á Engjaveginum þar sem Lummurnar og Louis Amstrong voru fremst í flokki. Æ, hvað það er nú gott að það sé að síga á seinni hlutann á þessu endalausa brölti manns .... þá get ég líka farið að 'ákveðnast' með þér - mér finnst t.d. roooosalega gaman að atast í læknastéttinni, alveg mín sérgrein !

Vill bara að lokum lýsa yfir ánægju minni yfir því að hér birtast loks æsku-glefsur af móður minni elskulegri sem umhyggjusamri eldri systur sem merkti plöturnar fyrir lillu sína ... ég er líka viss um að allar hryllingssögurnar sem hún fyllti ykkur krílin af voru sprottnar af góðvild  

Knúúúús

Linda

p.s. Lýsi hér með eftir feskri og ískaldri léttmjólk !

Linda frænka (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:07

12 Smámynd: Brynja skordal

Já man sko vel eftir þessu lagi Bróðir minn hlustaði mikið á þetta gaman að heyra það eftir jah rosalega langan tíma

Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 20:08

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Linda Þú hefur kveikt á samhenginu? Afi var nú frekar hróðugur með sig þegar hann sá að hann hafði unnið þessa lotu

Örugglega meinti mamma þín vel......... Kannski aaaaaaðeins of krassandi sögur?

lovjú 

Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 20:32

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtilegt lag.

Mjólkurflöskur eru yndislegar, eiginlega eins og myndlistarskúlptúr sem tákn um heilbrigð heimili.

Marta B Helgadóttir, 12.3.2008 kl. 09:34

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Man eftir því að systur mínar héldu ekki vatni yfir þessu, flottur 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 11:07

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er meiriháttar gott lag. Ég á fimm eldri systkini og ef ég laumaðist inn í herbergin þeirra og svo mikið sem reyndi að nálgast grammafón var tekið í hnakkadrambið á mér og mér hent út. Þau eru miklu eldri en ég og voru öll flutt að heiman þegar ég var níu ára og mikið varð ég fegin.

Helga Magnúsdóttir, 12.3.2008 kl. 11:21

17 Smámynd: Rebbý

bara sætur - alltaf gaman líka að heyra svona gömul lög aftur - þarf að fara að finna tíma til að flakka meira um á netinu, en þangað til nýt ég þess sem þú finnur

Rebbý, 12.3.2008 kl. 18:58

18 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gaman að heyra söguna að baki. Þetta hafði ég aldrei heyrt.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.3.2008 kl. 15:55

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

oh já man eftir þessu þegar ég var að passa hjá systur hennar mömmu í gamla daga, þá hlustaði ég á þetta.....

knús og

Blessi þig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 17:03

20 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ó, jemundur, mér finnst að ég hafi verið hrifin af þessu lagi í öðru lífi ... Gott lag.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.3.2008 kl. 20:58

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

jesús minn.. er þetta ekki krúttlegt. Sjá unga liðið dansa þarna á bak við. Einhver hefði þurft að kenna dömunni sem sést best, einhver ný spor.

Ég spurði Bretann hvort bretinn væri hættur að bera út mjólk í Bretlandi og hann veit það ekki!!!!

Jóna Á. Gísladóttir, 13.3.2008 kl. 23:18

22 Smámynd: SigrúnSveitó

Eigðu yndislegan dag, mín kæra.

SigrúnSveitó, 14.3.2008 kl. 09:15

23 Smámynd: Solla Guðjóns

Gaman af þessu og lagið allta jafn flott....

SNJÓKAST ????? JÚHÚ ALLIR MEÐ.........VISSI SAMT EKKERT AF ÞESSU EN ER ALLTAF TIL

hEF EINHVERNVEGIN TILFINNINGU FYRIR AÐ ÞETTA VERÐI EFTIRMINNILEGIR PÁSKAR

Solla Guðjóns, 14.3.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband