8.3.2008
Esta, esta.....
Ég er með hálsbólgu.....og það er ekki gaman! Alltaf þegar ég fæ hálsbólgu, verð ég eins og úlfurinn í ævintýrinu um kiðlingana sjö sem borðaði krít og blekkti kiðlingana til að halda að hann væri Geitamamma......... Ég fæ þessa líka ofurblíðu rödd! Bíð eftir að verða boðin vinna sem "sögustúlka" á 900 línunum!! Gæti leikið góðu konuna...... Svona getur maður nú villt á sér heimildir án þess að borða krít - enda örugglega ferlega vont að kyngja henni Drekk Sítrónute Indíanahöfðingjans í massavís - sem minnir mig á það ég verð að fara og kaupa meira hunang......
Einu sinni var ég í Spánarferð. Ég fór með krakkana og vinkonu minni. Við vorum ekki búin að vera lengi úti þegar sá fyrsti veiktist - af því sem síðan hefur verið kallað "Spænska veikin" í minni sveit, síðan veiktust ferðafélagarnir koll af kolli með tilheyrandi hósta, hita og slappleika. Ég var á þönum eina nóttina að búa til Sítrónute Indiánahöfðingjans handa dóttur minni og eitthvað hefur vinkonan rumskað. Næsta dag var þungt í henni og hún sagði að hún hefði hrópað og kallað - "Esta, esta......" - á Spáni tölum við spænsku, sjáiði til, sérstaklega þegar við liggjum þungt haldin af veikindum - og viljað fá te líka - en ég hefði bara lokað hurðinni inn til hennar.........
Mórall sögunnar? Farið aldrei með veika vini í sumarfrí. Þeir fá óráð!
Við erum ennþá vinkonur
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:44
Vonandi lagast þú af hálsbólgunni sem fyrst kær kveðja
Kristín Katla Árnadóttir, 8.3.2008 kl. 13:48
Góðan bata. Point taken með vinina veiku.
Markús frá Djúpalæk, 8.3.2008 kl. 13:57
Hehehe flott ertu Hrönn mín. Og vonandi batnar þér sem fyrst af hálsbólgunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 14:18
Unnur R. H., 8.3.2008 kl. 16:42
Elsku kjéddlingin .... hálsbólga er ekki góð, þó bót í máli að vera þýð í máli!
Soðið vatn sítróna og 1000 blómahunang er það besta!
Agalegt að vera í fríi með sjúklingum en svona getur heilsan hrekkt okkur án fyrirvara!
Kyss á báttið
www.zordis.com, 8.3.2008 kl. 17:09
Hallgerður ertu að meina engiferrót??
Góðan bata Hrönnslan mín og vonandi þarftu ekki að borða krít
Dísa Dóra, 8.3.2008 kl. 18:04
Þú leist nú ótrúlega vel út í dag þegar ég hitti þig, vona að þú sért búin að hvíla þig vel síðan, knús á Ljónshjartað hann er bara dulla með snuðið sitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 19:59
Snúllan mín farðu bara ekki út að labba með hundinn í þessum kulda þó þið takið ykkur vel út
:etta er helvítis óþverrapest.
Gn..ástin
Solla Guðjóns, 8.3.2008 kl. 23:05
enn vinkonur já....
Ragnheiður , 8.3.2008 kl. 23:40
Hálsbólga er vond en þessi engiferrót er sögð virka(Eða seyðið) passaðu þig bara á kuldabola góðan bata hafðu ljúfan sunnudag Góða nótt
Brynja skordal, 8.3.2008 kl. 23:45
Rifin engiferrót í sjóðandi vatn og ögn af hunangi...... svínvirkar á svona kvílla ....og svo er þetta svo skratti vatnslosandi....... maður verður allveg draumur í laginu við að drekka þennan eðaldrykk......... farðu vel með þig ljósið mitt.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.3.2008 kl. 00:04
Hola!! auðvitað talið þið bara spænsku á Spáni - hvað annað
Farðu vel með þig .... mæli með sterkum thai mat, það svínvirkar fyrir mig á svona pestir.
Rebbý, 9.3.2008 kl. 13:43
Ég kannast við svona pestir. Missi röddina að jafnaði einu sinni á tveggja ára fresti og þá fagna maðurinn minn og krakkarnir.
Steingerður Steinarsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:48
Láttu þér batna, silkirödd.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 14:22
vonandi batnar þér svo fljótt kæra hrönn !!1
Blessi þig á sunnudagskvöldi.
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 16:58
Esta, esta þú ert ekkert að segja frá því að þú og litli mömmusinnarsnúlli og frændi góður konuar borðuð kjúklinga tvo sem keyptir voru á markaðinum og áttu að duga fyrir ALLA ferðafélagana...........nei nei þegar prinsesurnar lágu fárveikar þá sátuð þið út á svölum og kláruðuð TVO HEILA KJÚKLINGA og fylgdust með Carlos og fjölskyldu esta esta, injálanhöfðingar verða ALDREI veikir er mér sagt.
Góða konan (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 17:51
hehehehehe nei góða kona - það átti að koma í Esta esta II!! Þú veist að allar góðar sögur eiga sér framhaldssögur....
Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 18:07
Góðan bata Hrönn
Marta B Helgadóttir, 13.3.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.