Álftirnar görguðu geðvonskulega....

.....þegar ég arkaði, með Stubbaling í snjónum, upp með á. Þar sem ég skundaði meðfram árbakkanum í tunglsljósinu og lét geðvonskuna í álftunum sem vind um eyrun þjóta, fékk ég þá flugu í höfuðið að mig langar að æfa blak. Það eru bara engar blakæfingar í minni sveit. Eða tennis, langar líka að æfa tennis.........

Er að spá í að stofna tennis- og/eða blakfélag. Þá vantar mig nafn, dettur í hug..........Blak- og tennisfélag miðaldra húsmæðra í Árborg og nágrenni - eitthvað svona þjált og þægilegt Wink félagsliti...... rautt er alltaf góður litur, svona í stíl við andlit iðkenda...... og einhverja til að æfa með. Þurfa ekki endilega að vera bara stelpur. Strákar velkomnir - strákar eru alltaf velkomnir Cool Vantar líka æfingasal............

Kíkti á heimasíðu umfs. Þar er hvorki blak né tennisdeild!! Furða mig svolítið á því. Í sveitarfélagi af þessari stærðargráðu hljóta einhverjir að vera að æfa annaðhvort. Getur verið að það hafi bara gleymst að láta mig vita af því? Æ vonder.......

Stelpur og strákar, ef ykkur langar til að æfa blak eða tennis, eða ef þið eruð nú þegar að æfa og langar að fá mig í ykkar lið, böt ver afreid tú ask, hikið þá ekki við að hafa samband. 

læfisgúd InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Komdu bara með mér að æfa blak á Laugalandi...... æfing þar í hverri viku

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.10.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Dísa Dóra

Alveg væri ég til í að prófa að æfa blak - svona ef það vantar eina sem kann lítið í þessu með í hópinn

Dísa Dóra, 29.10.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Greinilegt að þú hefur góðan tíma fyrir þér núna Hrönn mín.  Þetta er rétti andinn, duglegt ertu eins og venjulega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 10:38

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert krúttsprengja

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 12:52

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Álftirnar görguðu" . Biddu....Varstu ekki bara byrjuð að raula bí bí og "blaka" og gleymdir þár smá stund? Það er altso ekki verið að meina blak, Hrönn. Hvað ætlarðu svo líka að gera við alla hlaupaskóna, ha?

Halldór Egill Guðnason, 29.10.2007 kl. 14:04

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert yndisleg Hrönn mín þú ert svo dugleg. Takk fyrir mig elskan

Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 17:02

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Dugnaðarkona!!! þú ert gjörsamlega að farast úr orku sem þig vantar að losna við

Huld S. Ringsted, 29.10.2007 kl. 19:21

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert uppfull af orku síðan þú hættir í hinni vinnunni. það er að gera þér gott að vera laus þaðan - heppin varstu stelpa

Marta B Helgadóttir, 30.10.2007 kl. 00:34

9 Smámynd: Hugarfluga

Orkan, kona!! Mundu bara , að ber er hver í blaki nema sér tennispils eigi!

Hugarfluga, 30.10.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband