9.10.2007
Í fréttum er þetta helst......
Það er búið að vera HRIKALEGA mikið að gera hjá mér. Ég er alveg búin að sjá það út að það fer mér vel að vera atvinnulaus, engar áhyggjur af bunkum sem bíða mín eftir "frí"....... Fór út að skokka í gær í fyrsta sinn í langan tíma - alltof langan tíma. Fannst ég hafa endalaust úthald og hljóp og hljóp - enda að drepast úr harðsperrum í dag. Stubbaling fannst samt voða gaman, enda fjórhjóladrifinn!! Skil ekkert í mér að vera ekki lööööngu búin að láta reka mig
Minn nýji atvinnurekandi hringdi í mig í dag og vildi fara að kýla á ýmis mál. Ég sagði honum að þessi lífsstíll hentaði mér bara svo vel............ Vakna snemma, fara út að hlaupa eða í leikfimi, koma svo heim og lesa blöðin á meðan ég fæ mér morgunmat í rólegheitum. Geyspa svo yfir síðustu blaðsíðunum á heimshörmungunum og leggja mig aðeins aftur...... Mér fannst hann ekki sýna mér aaaaalveg nógu mikinn skilning. Dreif samt í ýmsum málum í dag - keypti mér bæði nýjan sundbol og hlaupaskó................
Ljónshjartað er afar hamingjusamur að hafa mig svona heima - alltaf - allan daginn. Hann fær aldrei nóg af mér................
Fór í sextugsafmæli til Lólar frænku í dag, át á mig gat af kökum og kruðeríi. Ætli ég verði ekki að hlaupa extra langan hring í myrkrinu í fyrramálið til að jafna þetta út? Vona bara að myrkrið endist............
lov&pís
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Afmæli og stórhátíðir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Þú verður þá bara að fara fyrr út að hlaupa sem myrkrið endist. Góð lýsing á deginum hjá þér, nýji finnuveitandinn verður bara að byrja á því að setja þig í frí á launum.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 22:15
Góð hugmynd!!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 22:18
bíddu við var ég að missa af einhverju....... ertu búin að fá vinnu ???..... Og ég sem hélt að við ætluðum að slæpast með prjónana þegar og ef ég næ heilsu
knús á þig stelpa....
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.10.2007 kl. 23:27
Mér finnst þú alltaf svo dugleg að hlaupa ,gangi þér vel í nýju vinnunni knús
Kristín Katla Árnadóttir, 10.10.2007 kl. 08:27
Þú ert ekkert smá dugleg að fara út að hlaupa. Verður svo bara að vera atvinnulaus reglulega
Dísa Dóra, 10.10.2007 kl. 08:56
Hrönn !! ég frussaði kaffinu út um allt, fjórhjóladrifinn, hehehehe góð.
En ég óska þér alls góðs í nýju vinnunni. Þú verður örugglega betur metinn og gott að komast í burtu frá svona vinnuveitanda, ég er ennþá að hugsa um hve litlir karlar sumt fólk af báðum kynjum getur verið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2007 kl. 09:15
Ohhhh.... ertu komin með vinnu?? Ég sem var að vonast til að þú myndir slæpast með okkur systrum í Árósum í atvinnuleysinu!!
Til hamingju með nýju vinnuna elskan... við systur bíðum bara þolinmæðar eftir að móðan okkar komi í heimsókn.
Ég er aaaaaalveg að fara að taka þig til fyrirmyndar og fara út að hlaupa ... aaaalveg rétt bráðum ...
knús
erla sín.
Erla Björg (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:46
HA hahaha..mér finnst að það ætti bara einhver að ráða þig til að bloggga svona heilsublogg..Hláturinn lengir lífið og léttir lundina og er þar með Heilsuhvetjandi. Þú mátt svo hlaupa í myrkrinu eins og þú vilt..ég læt mér nægja heilsuskokk á þessari litríku og hláturhvetjandi bloggsíðu þinni.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 11:38
Að hlaupa eftir ofát á ullabjökkum hefur fengið nýtt nafn. Sukkjöfnun. Þú sukkjafnar bara í hlaupinu með stubbaling. Auðvitað fékkstu ekki að vera í lausagöngu lengi Hrönnsla mín, þú ert svo flottur starfsmaður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 12:39
til lukku með nýja starfið og duglegust að hlaupa
75dagar til jóla, hverjum datt í hug að fara að telja niður á netinu ... fer að finna fyrir jólaundirbúningspressu
Rebbý, 10.10.2007 kl. 18:14
Dáist að fítonskraftinum og jákvæðninni í þér. Þú ert BARA flott, Hrönn!
Hugarfluga, 10.10.2007 kl. 19:19
Takk stelpur mínar, þið eruð ágætar
.....og Erla! Ég kem, lofa því, það styttist með hverjum deginum..... Knúsaðu alla frá mér
Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2007 kl. 19:36
Mikið er langt síðan ég hef kíkt á þig, hef bara ekki haft tíma til að blogga, og þó er ég ekki atvinnulaus. Hvar ertu búin að fá vinnu? Þetta tók ekki langan tíma. ´
Allra bestu kveðjur og góða nótt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:18
Þú stendur þig vel.
Marta B Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.