Allar góðar sögur byrja á Einu sinni var.....

01..... og einu sinni var ég stödd í Kaupmannahöfn. Við vorum sex saman, ég og vinkonur mínar tvær með samtals börnin okkar þrjú. Árið var 2000. Ég var nýskilin, svona til þess að gera - og þetta var í fyrsta skipti sem ég hélt upp á það.......

Það var nýbúið að opna brúna yfir Eyrarsund. Brúarhlaupið yfir Eyrarsund var haldið, eins og gefur að skilja, í fyrsta sinn. EM í fótbolta var í fullum sving. Við horfðum á nokkra leiki á Ráðhústorginu í gríðarlegri stemmningu. Man eftir að við sáum bl. a. Danmörk - Holland á risaskjá. Torgið var yfirfullt af fólki og veðrið var frábært!

Við vorum búin að fara í Zoologiske haven, skoða Vaxmyndasafnið, Heimsmetabók Guinnes safnið,01 ferðast með lestum og skoða Hovedbanegården, Strikið og sjá varðmennina hafa vaktaskipti við höllina þegar við ákváðum að fara sightseeing túr með strætó. Þetta var svona týpískur ferðamannaböss með opnu efra rými og heyrnartækjum við hvert sæti þar sem hægt var að hlusta á túrinn á ensku, ítölsku og þýzku ef ég man rétt. Það var hægt að hoppa í og úr á flestum stoppistöðvum. Vagninn var naumlega fullur.

Með í för var ítali og kona hans fremur lúpuleg, við nánari íhugun minnti hún dálítið á Dorit okkar allra en það er nú önnur saga...... en aftur að ítalanum. Heyrnartækin við hans sæti virkuðu ekki og gerðist nú ítalinn fremur ófriðlegur. Það var eins og það væru samantekin ráð annarra farþega að hunsa hann og bílstjórinn lét sem hann heyrði ekki. Svo þegar fólk fór úr vagninum sætti sá ítalski lagi og skipti um sæti. Var hann nú til friðs nokkrar stoppistöðvar.

01 Þá komum við að Litlu Hafmeyjunni - hápunkti ferðarinnar. Tilkynnt var að þarna yrði stoppað í 15 mínútur og allir fóru úr vagninum. Margar myndir voru teknar m.a. af ítalanum.....

Þegar snúið var aftur til vagns vildi ekki betur til en svo að í sæti þess ítalska var sestur rússi. Eina lausa plássið var sætið sem Ítalía hafði flúið úr fyrr í ferðinni. Ítalinn átti fyrst ekki orð yfir ósvífni rússneska heimsveldisins en lét svo orðaflauminn dynja á veslings rússanum sem var nýr inn í vagninn á Hafmeyjustoppistöðinni.

Upphófust nú miklar milliríkjadeilur. Rússinn skildi greinilega ekki orð af því sem ítalinn sagði og tautaði öðru hverju eitthvað á rússnesku...

Á þessu gekk vel og lengi þegar rússinn sagði allt í einu sagði hátt og snjallt á afar rússneskuskotinni ensku: Votttt is jorr proooobblem?

Enn í dag get ég tuldrað þessi orð í barminn og flissað með sjálfri mér.

Enn í dag vekur þessi minning fögnuð í brjósti mínu

pís Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega hefur þú skannað Köben á no time in a tutch honey. LOL

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En fyndið þú lendir í svo miklum í skemmtilegum ævintýrum.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góð saga og góð ferð

Gunnar Páll Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 08:29

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

skemmtileg frásögn, að vanda.

hafðu fallegan dag með ljónshjartanu !

Alheimsljós héðan

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 09:54

5 Smámynd: Hugarfluga

Hehehe ... Ítalakjáni. Ég þekkti einu sinni Ítala sem hét Boris. Hélt alltaf að Boris væri rússneskt nafn. Þannig var nú það.

Hugarfluga, 24.7.2007 kl. 18:40

6 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 24.7.2007 kl. 21:22

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2007 kl. 22:36

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góð saga og vel skrifuð  Já, er ekki bara gaman að vera túsisti í Köben? Eiginlega hef ég aldrei prufað það, bara verið að vinna, verið í heimsókn hjá familíunni and so on. Kannski að maður prufi þetta einn daginn.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:33

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ohhh, það að vera dama með neglur og skrifa á lyklaborð fer sko ekki saman: þetta átti náttúrulega að vera túristi en ekki túsisti! Hvað er annars túsisti?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:34

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð saga  og sjóðandi húmor

Marta B Helgadóttir, 25.7.2007 kl. 00:51

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...maður gæti nú notað þetta sem staðlað komment á sumum bloggunum hérna.  Votts jor prroblem. Frábær saga.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 02:36

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

takk öll sömul

Og Guðný Anna það er svakalega erfitt að vera túsisti í Köben - ég hef prófað það líka....  Maður er svo eitthvað ósofinn á eftir

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 08:18

13 Smámynd: Róbert Tómasson

Takk fyrir góða sögu Hrönn það er nú alltaf yndislegt að vera í Köben.  Sé fyrir mér Ítalskan pizzudreng og Rússneskan björn kljást í strætónum   viss um að þetta hefur verið gaman

Róbert Tómasson, 25.7.2007 kl. 17:40

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rétt er það Róbert! Danmark er altid dejlig....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 22:06

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hæ frábær saga.  Er að fara til köben í enda ágúst.  Gott veganesti fyrir mig.  kveðja

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband