Árás skordýranna

01 Í allt sumar hef ég leyft kóngurló að spinna vef sinn í einu horninu í útidyragættinni hjá mér. Ég hef beygt mig framhjá honum, á ferðum mínum út og inn, til að eyðilegga hann ekki. Ég hef dáðst að honum í rigningu þegar hann glitrar allur og tindrar og á móti hefur hún lofað að halda flugunum í skefjum í mínu húsi.....

Í hádeginu kom ég heim til að heilsa upp á litla kút, (les. hleypa honum út að pissa og kjassa hann aðeins í leiðinni) opnaði  hurðina og BAMM kóngurlóin gerði árás!!! Hún var þá komin inn, einhverra hluta vegna, og hafði legið í leyni í loftinu og beðið átekta..... Ég sá hana útundan mér þar sem hún sveif á mig og spýtti um leið vef - ætlaði örugglega að binda mig og ná yfirráðum í húsinu.01

 Ég beygði mig snarlega og öskraði snöfurmannlega um leið og ég greip kústinn og sópaði henni út fyrir. Í hefndarskyni eyðilagði ég vefinn hennar!! Þegar ég var búin að jafna mig fór ég út í garð með labbakút og sá þá hvar flokkur býflugna hvarf í skipulagðri röð undir tröppurnar.  Þá var mér nú allri lokið.....

01 Ákvað svo, á meðan hundurinn valdi sér stað af kostgæfni til að míga, að taka bara Pollýönnu á þetta og vera ánægð með að þetta voru ekki geitungar Tounge Hunsaði kóngurlóna algjörlega á leið minni inn aftur þar sem hún lá á tröppunum, þóttist vera dauð og beið færis.

Þegar ég kom svo heim áðan sá ég að hún var búin að færa sig...

...úr gættinni hjá mér yfir á dyrapallinn.....

Ég gaf henni ekki hýrt auga á leið minni inn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jeuss ég hefði ger það sama og þú  Sú er kræf þær geta verið lúmskar. Kóngulærnar

Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú ertu búin að varna mér svefns út vikuna, þú snöfurmannlega kona.  Dreptu köngulóna, hún á annars eftir að verða þinn banabiti.  Þú veist að þær vinna að heimsyfirráðum? 

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heldur betur Katla - og ég sem hélt við værum vinir.....

Já Jenný, ég geri mér grein fyrir því - enda aldrei fundist spiderman flottur

Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 20:33

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

HALLÓ! Köngulær eru vinir okka, þær éta önnur skordýr og halda heimili okkar hreinu fyrir flugum. Það getur að vísu verið too much oh boy með 10 vefi í húsinu en ein eða tvær finnst mér OK! svo eru skordýr síðasta þrep dýraríkisins til að brjóta niður lífræn efni til moldar. prófaðu bara að GOOGLE myndir af kónulóm. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 08:34

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit GP þess vegna hef ég lagt mig fram um að vera vinur hennar og þeirra allra, sumar eftir sumar.....

Ég drap hana heldur ekki - sópaði henni bara út

Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 08:44

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha. þar fór vináttan við kóngulóna fyrir lítið. Mér finnst þetta ekkert lítið fyndið. Hugrakka kóngulóarkonan breyttist í hoppandi trylltan fóbíusjúkling.

Heyrðu. hvernig stendur á því að við erum ekki bloggvinir?

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2007 kl. 22:40

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nú skaltu leggja augun aftur og sættat við kóngulóna (köngullóna...???) fyrir svefninn. Þetta var þó ekki svarta ekkjan, sem getur hæglega drepið mann, ef ekki með augnaráðinu þá bitinu. Góða nótt, skordýravinkona mín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband