Góður göngutúr

Var löt í mörgun og nennti ekki á fætur......

Labbaði áðan niður með á alla leið út á flugvöll, meðfram nýju byggðinni hjá ánni í sérdeilis frábæru veðri.

ölfusa

Hundurinn spretti úr sporum í sandinum á meðan félagi hans öslaði í ánni af hjartans lyst. Aldeilis í essinu sínu þar. Hvíldum okkur svo smástund í víkinni og dáðumst að fjölskrúðugu fuglalífi, þarna voru mávar, endur, kríur og álftir, snérum svo til baka í jafngóða ferð heim - en ég ætla sko ekki að segja af hverju fuglalífið var svona fjölbreytt á þessum stað......mafar1

Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Afhverju er bloggið allt í einu orðið blátt (ertu að reyna að segja að ég sé feit?) er það af því að þú ert nýjungagjörn, ráðvillt, veist ekki hvort þú ert að koma eða fara, eða af því að þú ert búin að komast að því hvert þú stefnir? Og afhverju er fulglalífið svona fjölbreytt?  Segi maður A þá stendur í biblíunni að maður eigi líka að segja B.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Þú ert frábær - sæta! En ég hef aldrei vitað hvort ég er að koma eða fara.......þess vegna er ég

Þú sagðir þig úr þjóðkirkjunni og færð ekkert að vita

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.