Frábær dagur

Rölti Laugarveginn í dag með Möggu - þennan auðvelda - kíktum í búðir, sá alveg ótrúlega flott pils, allt í tjulli og blúndum það hreinlega hrópaði á mig að það langaði svo að búa með með mér Wink Ég lét það eftir því að máta það og það hvíslaði að mér að það væri algjörlega ég........ Fór fram í búðina og snéri mér í hring, Magga var alveg sammála, eina vandamálið var að það var aðeins of vítt...... ég sagði að það væri kannski ekkert roooooosalega alvarlegt vandamál, það væri ekkert mál að fitna bara aðeins í það..... Það mátti heyra saumnál detta í búðinni og ég áttaði mig á því að þetta var ekki alveg viðmiðið hjá Reykjavíkurdömunum Tounge Þannig að ég flissaði aðeins til að milda það og hélt áfram að snúa mér í hringi fyrir framan spegilinn og dást að sjálfri mér. Tók svo, bara fyrir vísindin, mynd af Möggu í ótrúlega rauðum kjól sem var óhuggulega flottur á henni!

Sáum þá að næst á dagskrá var að borða svo við féllum ekki úr hor a naestu grosum og ég myndi hugsanlega passa einhverntíma í einhver föt - einhversstaðar.......

Röltum svo upp Skólavörðustíginn, fórum á Mokka mokkaog drukkum kaffi eins og hefðarmeyjar, skoðuðum myndasýningu eins og þeir menningarvitar sem við erum og brunuðum svo heim í sveitina eins og þær sem við erum og áttuðum okkur á því að við hefðum gleymt aðaltilgangi ferðarinna!!!!! Að taka út skemmdir eftir brunann í Austurstræti!!!! Ég kenndi ónefndri konu um í ónefndri búð sem selur sokkabuxur í stræti bankanna og ég tek það fram að Magga var algjörlega sammála mér og þegar við nálguðumst Heiðmörk vorum við algjörlega búnar að sannfæra okkur um að við værum sko aldeilis ekki að verða gleymnar og gamlar (þarna var ég næstum búin að segja galnar..... )

Góður dagur - takk aftur Magga fyrir frábæran dag

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mikið hefur verið gaman hjá ykkur! Alltaf gott að kommenta á fyndinn hátt í búðum, eins og þú gerðir með að fita þig í pilsið! Ég hefði sko hlegið, hefði ég verið í búðinni, en ekki fyrir austan Fjall! Hvernig væri að skella inn mynd af Möggu í rauða kjólnum?

Guðríður Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Myndin af Möggu í rauða kjólnum verður að bíða eitthvað dulítið vegna þess að ég á bara svona gamaldags myndavél -  sem þarf að trekkja (djók) - með filmu. Þannig að hún verður að bíða framköllunar

Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Greinilega skemmilegur dagur hjá ykkur Hrönn mín.  Flott athugasemd með pilsið.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó mikið að gerast hjá þér!  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 20:34

5 identicon

Hæ Hrönsa mín. Var að lesa bloggið þitt, takk fyrir mig sömuleiðis. við þurfum að gera þetta aðeins oftar, fara í svona (ó)menningarferð um Laugaveginn. Tjullið í Flash klikkar ekki og ég sé pínu eftir að hafa ekki keypt þennan rosarauðakjól en ég hugsa að hann hefði fengið að eldast án mín...

Margrét Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....við eigum allavega myndina, getum kíkt á hana í ellinni og reynt að rifja upp hvort þú keyptir kjólinn - eða ekki.....

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband