Við mamma skelltum okkur....

...í Munaðarnes í gær. Keyrðum sem leið lá og lög gera ráð fyrir í gegnum göngin og þessa dáfögru leið í gegnum Borgarfjörðinn.

Ég hef alltaf verið dulítið svag fyrir Borgarnesi þannig að þegar við vorum beðnar að stöðvar sjálfrennireiðina og verzla smotterý - gripum við tækifærið og renndum léttilega í gegn um staðinn. Verst að allar búðir eru þar á sama fimmeyringnum.

Við fórum að sjálfsögðu í þe Moll of Borgarnes og ég fann þar dáfagra blómabúð. Margt flott þar og ég mæli eindregið með að þið lítið þar við ef þið eigið leið um Borgarnes - tala nú ekki um ef þið búið þar.....

Enívei.... við fundum síðan Munaðarnes og dvöldum þar í góðu yfirlæti í bústað, borðum mat og drukkum vín - eða mamma allavega - ég, hins vegar, get bara gert eitt í einu - og ég var að keyra....

Ákváðum síðan, í einhverju stundabrjálæði á heimleiðinni, að fara Hvalfjörðinn og sleppa göngunum. Falleg leið og allt of sjaldan keyrð. Ég gæti náttúrulega, á þessum tímapunkti í sögunni, ef ég ætlaði að láta alla njóta sannmælis, sagt að mér er illa við að keyra göngin og mamma hefur gaman af bíltúrum - en af því að mér dettur ekki í hug að viðurkenna ótta minn við göngin ætla ég að halda mig við söguna um að mömmu finnist gaman í bíltúrum Tounge

Mamma sýndi mér bæinn þar sem langamma mín ólst upp - Stóra Lambhaga - og við skutluðumst áfram veginn. Það fór að hvessa og dimma. Við ókum fram hjá skiltum sem vöruðu við grjóthruni og allir bændur voru farnir að sofa. Hvergi vottaði fyrir lífsmarki..... Vindurinn hvein og söng og reif í bílinn, vildi helst feykja honum út í sjó - eins og einhverri fáránlegri refsingu fyrir að ákveða að keyra þessa leið....

Ég sagði í hálfum hljóðum við mömmu: "það er nú svolítið draugalegt hérna....." Í því sá ég ref á miðjum veginum, ég snarhægði á mér og rebbi skokkaði yfir. Á hinum vegakantinum stóð rolla og ég var rétt að byrja að segja mömmu hrikalega sögu um litla lambið sem lægi sært til ólífiis í vegakantinum við hlið rollunnar, þegar minkur skaust út á veginn og beint undir bílinn.

Mamma vildi stoppa og hirða skottið af honum en ég hef áhyggjur af þessari rollu. Hún var í slæmum félagsskap að ekki sé meira sagt.....

Ég get hins vegar sagt ykkur að sagan sem ég ætlaði að segja mömmu endaði ekki vel Tounge

Hver þarf Húsdýragarðinn þegar hann getur keyrt Hvalfjörðinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dásamlegt þá er ég búin að lesa söguna um myrta minkinn

Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2010 kl. 23:46

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.8.2010 kl. 01:19

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2010 kl. 07:03

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert dásemd. Punktur.

Heiða Þórðar, 20.8.2010 kl. 16:21

5 identicon

Blómabúðin er skemmtileg en það er Borgarnes almennt ekki hahahahaha

Þegar ég var lítil þæg stúlka keyrði ég Hvalfjörðin svo oft að mér finnst hann ekki heillandi en þá var hann líka ómalbikaður og ég var gjörn á að verða bílveik.

En þetta er skemmtileg leið ef manni liggur ekki á og getur notið þess að skoða sig um held ég hafi samt bara einu sinni keyrt hann eftir göng - eru ekki dálítið margir Lambhagar þarna???? kannski þeir heiti allir eftir þessum stóra

Seinast þegar ég keyrði út með Eyjafirðinum á leiðinni á nýja heimilið mitt þá keyrði ég næstum á ref....en skiptið þar áður keyrði ég pottþétt og almennilega á fugl..... dýr í kringum Dalvík eru haldin einhverri sjálfsmorðshvöt.

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:52

6 Smámynd: Garún

Ég er líka svona litlirbæir crazy.  Finnst til dæmis Vopnafjörður mest spennandi staður á jörðinni.  Ég hef ekki drepið neitt dýr í sumar með sjálfrennireiðinni minni og finnst mér það vel af sér vikið.  Reyndar er flugukirkjugarður á grillinu á bílnum en það er ekki að marka flugur.

Garún, 21.8.2010 kl. 11:34

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei... flugur eru ekki taldar með. Ég var í sveit í Vopnafirði!

Valgerður Ósk! Það er bara einn Stóri Lambhagi - hinir eru örugglega allir eitthvað minni ;)

Þú ert dásemd líka Heiða mín.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2010 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband