Það er sumar í sveitinni okkar.....

....eða allavega í minni sveit. Ég sýndi þessum hátíðarhöldum fremur takmarkaðan áhuga allt þar til mér var bent á að ég byggi í rauða hverfinu...... Tounge Þá náttúrulega stóðst ég ekki mátið, fór og keypti helling af rauðum hjartalaga inniseríum og setti í nánast alla glugga nema svefnherbergisgluggann - ég meina, kona þarf nú sína átta tíma til að halda lúkkinu í lagi..........

Ég setti líka jólaljósaseríuna, sem ég nennti ekki að taka niður eftir jólín í fyrra, í samband og splæsti á mig rauðri rós til að hafa úti á palli ;)

Nú bíð ég spennt eftir hversu margir útlendingar banka uppá... ég ætti kannski að setja miða á útidyrnar hvar ég bendi þeim á að kona þurfi jú sína átta tíma og það sé ástæða fyrir því að ekki séu rauð ljós í svefnherbergisglugganum.....

Stefni á Gay Pride á morgun í höfuðstaðnum og sléttusöng annað kvöld hér í minni sveit - hver veit nema ég versli mér bjór og hitti fallega manninn, sem syngur svo fallega og ég ætla að giftast Happy

Tækifærin bíða við hvert horn InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Er bara farið að skipta bænum upp eftir litum og skreyta? Hvurslags er þetta..  Ég er í fjólubláa hverfinu hér á Egils, táknar fjólublátt ekki eitthvað sem ætti heima á gay pride??? Allavega, þegar Ormsteiti gengur í garð þá verður Bidda öll í fjólubláu, það er ekki rauöa hverfið hér... En hvaða litur er þá Hrísholtið? Er það líka rautt?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.8.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Hrísholt er líka rautt! Ætti ég að slá í púkk með móður þinni? Ef hún hefur þó ekki væri nema 50% af þinni kímnigáfu þá er helginni reddað...

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2010 kl. 22:38

3 Smámynd: www.zordis.com

Það væru liklega margir sem kæmu við ef ég færi að þínu fordæmi og setti seríur í gluggana og þá helst blikkandi hehehe

Búin að endurbóka og ferðaraða niður og kem fyrr en guð og góðir menn gerðu ráð fyrir.  Verst að ná ekki Gay Pride .....  Njóttu lífsins elskuleg, nældu þér í hvítvín "bjór hvað" og geislaðu af gleði á sléttunni.

www.zordis.com, 7.8.2010 kl. 10:15

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd Zordis! Ekki leiðinlegt að fá þig fyrr en síðar ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2010 kl. 11:42

5 identicon

Maðurinn með hjartað er á lausu og spilar á hljóðfæri.

En ég held að þú finnir ekki eiginmann í gayprade heldur eiginkonu

Ég veit svosem ekki allt þó ég viti mikið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:27

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Maðurinn sem á hjarta mitt er líka á lausu

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband