Við Ljónshjartað fundum stúlku..

.. á förnum vegi í dag. Eða kannski fann hún okkur.

Hún kom hlaupandi á eftir okkur með allar skólabækurnar sínar og vissi ekki hvert í veröldinni hún átti að fara. Ég stoppaði - náttúrulega - og spurði hana og notaði rólegu röddina...... hvort hún vissi hvað gatan héti sem hún væri að leita að. Hún vissi það en þá þekkti ég ekki þá götu Cool 

Ég hringdi í fröken 118 og bað um upplýsingar en hún vissi ekkert frekar en ég hvar þessi gata gæti verið! Málið fór nú að verða snúið.....

Ég hringdi á skrifstofu skólans og ætlaði að vita hvort góðu konurnar þar gætu flett upp á stúlkunni - sem heitir Nora og er fimmtán ára skiptinemi á Íslandi frá Basel í Sviss. Hún á engin systkini úti í Sviss en þrjá bræður hér hjá fósturfjölskyldunni. Einn tveggja ára, einn sjö ára og einn átta ára.... Hún kom til Íslands á föstudaginn og á Selfoss í gær..... Hún er gjörn á að að týna hlutum...... Joyful Skrifstofa skólans var lokuð og ég náði litlu sambandi við símsvarann Halo Enn flæktist málið.....

Mér datt í hug að spyrja hana hvort hún vissi hver umsjónarkennarinn hennar væri og hún dró upp stundartöfluna sína og sýndi mér það. Ég hringdi aftur í fröken 118 og ætlaði að fá símanúmerið hjá kennaranum þegar stúlkubarnið mundi - enda farin að róast aðeins - að hún var með símanúmer fjölskyldunnar í veskinu sínu.

Ég hringdi í það númer og talaði við fósturmóðurina sem var rétt ófarin út úr dyrunum að leita að stúlkubarninu. Það kom upp úr kafinu að týnda gatan var ekki svo mjög langt í burtu frá okkur þannig að ég rölti með henni þangað ásamt Ljónshjartanu sem var yfir sig ánægður með stúlkubarnið sem hann hafði fundið. Ég held hann hafi helst ætlað með hana heim Tounge

Það var afskaplega þakklát stúlka sem faðmaði mig þegar ég kvaddi hana, óskaði henni ánægjulegrar dvalar á Íslandi og sagði henni að við mundum ábyggilega hittast aftur Happy

Það væri kannski ekki arfavitlaus hugmynd að taka skiptinema? Allavega ekki ef þeir eru allir svona krútt Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skiptinemar eru ugglaust misjafnlega mikil krútt en mér þætti verulega gaman að fylgjast með samskiptum þínum við skiptinema - svo ég styð þá hugmynd að þú takir eins og eitt stykki.

Anna Einarsdóttir, 23.8.2010 kl. 23:08

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Hjartnæm færsla hjá þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.8.2010 kl. 00:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi saga er frábær og gott að hún endaði vel.   Hún er líka fyndin eins o gþí er von og gvísa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2010 kl. 08:52

4 Smámynd: Ragnheiður

Þarna varstu snjöll, eins og alltaf Hrönn mín. SKemmtileg færsla hjá þér en hvenær eru þær það ekki ?

Ragnheiður , 24.8.2010 kl. 11:10

5 identicon

það er örugglega frábært að "taka"skiptinema og fóstra hann/hana um tíma.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 13:05

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta var þér líkt!  Stelpukrúttið verður þér ævinlega þakklát og veður haf og lönd fyrir þig fram í rauðan dauðan vertu viss.  Svona - I owe you madam.

Ía Jóhannsdóttir, 27.8.2010 kl. 13:40

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kannski eiga foreldrar hennar Nestlé samsteypuna, eda eitthvert risafyrirtaeki! Getur átt von á veglegri jólagjöf í ár  

Halldór Egill Guðnason, 30.8.2010 kl. 15:29

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha já. Það væri þá líka kominn tími á veglega jólagjöf

Hrönn Sigurðardóttir, 31.8.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband