Í neyð....

Ég var að koma úr vatnaþreki! Var vitaskuld í útiklefanum eins og sönnum Íslending sæmir.

Þar sem ég stóð undir sturtunni sá ég hvar búið var að koma fyrir stórum rauðum neyðarhnapp á veggnum. Nánast á því augnabliki fór mig að klæja í fingurnar að slá á hnappinn.... Ég meina hann er stór rauður og beinlínis hrópar á vink!

Hvenær er maður í neyð í útiklefanum? Þegar sjampóið gleymist heima? Þegar strákar koma inn í klefann? Eða lesbíur? Þegar kuldinn er svo mikill að maður frýs við gólfið, sem þó á að heita upphitað,  þegar maður vippar sér undan sturtunni? 

Ég gekk fram hjá hnappinum í þetta sinn án þess að slá í hann, lét duga að horfa, en hugsanlega slæ ég í hann næst.... Ég get þá lagt þessar spurningar fyrir þann sem kemur æðandi og ætlar að bjarga mér með munn við munn aðferðinni sem bæ þe vei ég er með afar strangar reglur um. Það fær ekki hver sem er að blása í mig lífi. Ég er alltaf með A3 blað samanbrotið eins og harmonikku um hálsinn þar sem þeir sem fá ekki að blása eru taldir upp Tounge

Blaðið er geymt í vatnsheldum staut sem á stendur: Í neyð - brjótið glerið Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega lemdu á hnappinn ef lesbía kemur í klefann 

Sé fyrirsögnina fyrir mér í DV.

Kona á Selfossi ................ hehehehehehe.Þú reddaðir annars leiðinlegum flensudegi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 21:43

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha ég geri það Birna Dís. Nú lít ég allar konur sem koma í klefann mjög tortryggnum augum...

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2010 kl. 22:01

3 Smámynd: Brattur

En hvernig vissir þú að þetta væri neyðarhnappur... kannski er þetta bara hnappur til að hleypa vatninu úr lauginni... eða til að panta kaffi og samloku... eða biðja um óskalag... eða fyrir þingmenn kjördæmisins að greiða atkvæði á Alþingi... hmm...

Brattur, 22.2.2010 kl. 22:11

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hihihihih ég gæti notað það sem afsökun þegar reskjú tímið kemur. - Það stendur nefnilega: NEYÐARHNAPPUR á honum ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2010 kl. 22:21

5 Smámynd: Rannveig Guðmundsdóttir

Þú hittir naglann á höfuðið, Hrönn.  Ég held líka að þetta hafi með lesbíur að gera. Ekki spurning. Hvaða önnur neyð gæti komið upp í almenningssturtu? 

Rannveig Guðmundsdóttir, 22.2.2010 kl. 22:58

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.2.2010 kl. 23:04

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Hrönn alltfa sjálfri þér lík.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2010 kl. 09:29

8 identicon

HAHAHA

Minnir mig á dreng, sem er skyldur þér í báðar ættir, sem þegar hann var 6 ára setti brunakerfið í gang í grunnskólanum. Hann, sem var nýfarinn að lesa, las á glerið á brunaboðanum að þar stóð "brjótið glerið"!

Auðvitað var drengurinn skammaður og tekinn upp á skrifstofu til deildarstjóra og talað við hann en um kvöldið sagði hann sárasaklaus. "En mamma, það stóð BRJÓTIÐ GLERIÐ!"

Inga frænka (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 16:12

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha Inga það hlaut að vera afsprengi í lagi einhversstaðar í fjölskyldunni ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2010 kl. 19:01

10 identicon

Oh! Útisturta! Mig langar svo í svoleiðis... alveg svona uppáhalds. Ætli maður megi ekki setja upp útisturtu útí garði, svona við göngustíginn? Sérstaklega ef maður setur neyðarhnapp...

Vilma Kristín (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 19:34

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

 Ég brjálast...ha ha ha...

Bergljót Hreinsdóttir, 23.2.2010 kl. 21:02

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Vilma! Ég reikna fastlega með því.... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2010 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.