Fimmtudagar....

....eru sjálfshátíðardagar hjá mér.

Þeir hefjast á morgungöngu og stjörnuskoðun með hund og kött upp úr hálfsex og enda á kóræfingu. Ég sver það ég er alltaf að verða betri og betri í kórnum. Ég að ég kunni alveg heil þrjú lög núorðið.......Tounge

Ekki versnuðu fimmtudagarnir við það að eftir hádegi er ég með peyja í starfsnámi og hann keppist við að segja mér hvað ég sé frábær! Mætti hreinlega halda að hann vissi að fimmtudagar væru sjálfshátíðardagar ;) Síðasta fimmtudag sagði hann mér að ég væri "afskaplega viðkunnanleg" ....já ég veit... ég hef ekki heyrt það síðan elstu skátar á Eyrarbakka voru ylfingar og í dag sagði hann mér, eftir að hafa spurt hvaða ár ég væri fædd, að ég liti út fyrir vera svona cirka þrítug. Ég tek það fram að ég þvingaði hann ekki á neinn hátt Halo

Ég var að horfa á kiljuna hjá Agli í gær. Þetta er annar þátturinn í röð sem ég reyni að þrauka út heilan þátt og ég uppgötvaði í gær hvað það er sem truflar mig svona svakalega í þættinum. Veit einhver meilinn hjá Agli svo ég geti sagt honum mína skoðun umbúðalaust?

Farin að sofa! Á morgun er árshátíð og þá þarf kona að koma vel fyrir. Það er ekkert sem reddar því betur en átta tímarnir.

Lifið í lukku InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert að verða betri í öllu.  Betri í kór, betri í bloggi, betri í svefni.

Þú ert hreinlega best. 

(óþvingað)

Anna Einarsdóttir, 19.2.2010 kl. 00:28

2 identicon

Já best óþvinguðGóða skemmtun á árshátíðinni

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 09:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehe Hrönn mín, það styttist í bónorð hjá stráknum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2010 kl. 15:39

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ha? árshátíð á föstudegi? Og ekkert blogg í dag? Ertu ennþá full?

Jóna Á. Gísladóttir, 19.2.2010 kl. 19:20

5 Smámynd: Ragnheiður

Ó mæ....

sendu mér afrit af bréfi Egils- ég er viss um að ég er sammála því sem þú segir hahaha....(nýfarin að hafa af heila þætti)

Ég kann bara hálf lög og er ekki nothæf í kór nema til að þurrka af gleraugunum hjá kórfólkinu.

Vonandi var gaman í gær :)

Ragnheiður , 20.2.2010 kl. 13:05

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Geri það Ragga! Og já.... það var fáránlega gaman í "gær"

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband