Færsluflokkur: hausti fagnað

Álftirnar görguðu geðvonskulega....

.....þegar ég arkaði, með Stubbaling í snjónum, upp með á. Þar sem ég skundaði meðfram árbakkanum í tunglsljósinu og lét geðvonskuna í álftunum sem vind um eyrun þjóta, fékk ég þá flugu í höfuðið að mig langar að æfa blak. Það eru bara engar blakæfingar í minni sveit. Eða tennis, langar líka að æfa tennis.........

Er að spá í að stofna tennis- og/eða blakfélag. Þá vantar mig nafn, dettur í hug..........Blak- og tennisfélag miðaldra húsmæðra í Árborg og nágrenni - eitthvað svona þjált og þægilegt Wink félagsliti...... rautt er alltaf góður litur, svona í stíl við andlit iðkenda...... og einhverja til að æfa með. Þurfa ekki endilega að vera bara stelpur. Strákar velkomnir - strákar eru alltaf velkomnir Cool Vantar líka æfingasal............

Kíkti á heimasíðu umfs. Þar er hvorki blak né tennisdeild!! Furða mig svolítið á því. Í sveitarfélagi af þessari stærðargráðu hljóta einhverjir að vera að æfa annaðhvort. Getur verið að það hafi bara gleymst að láta mig vita af því? Æ vonder.......

Stelpur og strákar, ef ykkur langar til að æfa blak eða tennis, eða ef þið eruð nú þegar að æfa og langar að fá mig í ykkar lið, böt ver afreid tú ask, hikið þá ekki við að hafa samband. 

læfisgúd InLove

 


Uppfinningar og afmæliskaffi

Stundum fæ ég flugur í höfuðið. Misgáfulegar eins og gengur..... Þó mínar séu eins og gefur að skilja flestar gáfulegar Tounge

Fyrir nokkru fékk ég eina. Mér datt í hug að hanna skjáhvíligleraugu. Gleraugun yrðu framleidd bæði með og án styrks, þ.e. bæði fyrir fólk sem gengur með gleraugu og þá sem ekki nota þau. Gleraugun yrðu þeim göldrum gædd að ef fólk einbeitti sér ekki nógu mikið að starfi sínu dyttu þau út með syndandi fiskum og fljúgandi fiðrildum! Þá gætu atvinnurekendur alltaf verið með það á hreinu hverjir væru virkilega að vinna og hverjir væru bara að slæpast........

Veit ekki, kannski aðeins of..... LoL

Fór með Möggu í bókakaffi til Bjarna Harðar og spúsu í dag. Bókakaffið þeirra átti eins árs afmæli í dag. Þar dvöldum við dágóða stund. Drukkum kaffi spjölluðum við fólk og skoðuðum bækur. Alltaf gaman að koma þarna inn. Ég keypti mér bókina "Vatnið og hin duldu skilaboð þess" eftir Masaru Emoto. Hlakka til að glugga í hana í rólegheitum.

Eldaði kjúkling, ættaðan frá austurlöndum fjær og bakaði brauð með. Er alveg að fara að ausa honum á diskinn og dreypa á hvítvíni með.

Vona að þið eigið gott kvöld InLove

 


Haustfílingur

Fór í göngu með stúf í morgun. Haustlitirnir skarta sínu fegursta. Hvert sem ég leit voru rauðir, gulir og gullnir litir og ég sem var að hafa áhyggjur af að allt laufið yrði fokið á haf út þegar þessi tími rynni upp. Haustið finnst mér indælasti tími ársins! Ljónshjarta var svo stálheppinn að við hittum tvær tíkur á leiðinni þannig að samtals vorum við orðnar þrjár.......Cool

Á meðan ég teygaði í mig litina gengum við fram hjá manni sem stóð á tröppunum sínum með sitt íþróttablys og naut haustsins allavega jafn mikið og ég, ef ekki meira - eða kannski var það blysið sem hann naut svo vel Tounge

Í dag ætla ég að baka eplapæjuna hennar Mörtu - hrikalega góð og fljótleg - bæði að búa pæið til og borða það. Allavega stoppar það aldrei lengur en daginn á borðinu hjá mér og einkasonurinn verður alltaf svo glaður þegar hann sér að ég er að baka. Ekki þarf nú mikið til að gleðja ungs manns hjarta. InLove

Er að spá í að kaupa mér garn og prjóna peysu. Bezt ég hafi hana í haustlitunum.......

Ást og biti InLove


Dramadrottning

Það var með kuldaherkjum að ég heilsaði Fanney og Bóndanum þegar þau flautuðu lauslætislega á mig þegar ég var nærri dauða en lífi að reyna að krafla mig heim aftur úr morgungöngunni með Stúf. Var samt í öllum fötunum mínum. Nei Fanney!! Ég er EKKI svona feit Tounge Var nú svolítið sár að þau buðu mér ekki far þessa 7 metra sem ég átti ófarna. Ég hélt að þeim - allavega Fanney - þætti vænt um mig........

Hjólaði síðan í vinnuna á móti vindi í austnorðaustan stórsjó, þótt næsta strönd sé einhverja 26 km. í suðvesturátt. Svínaði þrjá bílstjóra þegar ég skellti mér yfir á vitlausa akrein, þar af var einn sæti skólabílstjórinn minn, sá alveg fyrir mér í anda þegar ég tæki síðustu andvörpin í fangi hans og hann sæi líf sitt án mín í hnotskurn og tárin rynnu jafn hjá gestum sem gangandi á meðan hjólið lægi beyglað í kantinum. Bíð nú eftir kæru frá Þvagleggnum.

Flissaði lítillega með Dúa wonder á msn. Það var gaman. Takk fyrir spjallið Dúa og gangi þér vel á morgun Wizard

Frétti seint og um síðir þegar vinnudeginum var að ljúka að einn vinnufélagi minn er að breiða út sögu um mig! Mér fannst það fyndið fyrst en ekki svo mjög lengur..... Er að spá í að mæta á morgun með alls kyns mótlyf, s.s. sólokóf, svitakóf, andemon og hvað þetta nú allt saman heitir, stilla þeim á borðbrúnina mína með þungum andvörpum og laumast öðru hvoru til að strjúka tár......

Læt mér þó kannski nægja að hita grænt te - óvíst þó að hann fatti samhengið LoL


Kærleiksbollur og laun heimsins.......

Fór extra langan hring með ljónshjartað, svona af því að hann er extra óþekkur InLove Fórum alla leið upp á Golfvöll og stóran hring þar. Komum ekki til baka fyrr en eftir tæpa tvo tíma. Hann óþekktaðist alla leið. Ójá - laun heimsins...... Mér stóð nú ekki á sama þegar hann fór að eltast við hrossin og þau snéru vörn í sókn. Flissaði samt. Það var mátulegt á hann......

Hann er nú krútt samt.

Hitti góða konu á leiðinni og átti við hana gott og upplýsandi spjall. Maður verður margs vísari snemma morguns. Ætli máltakið "Morgunstund gefur gull í mund" sé hugsanlega af því dregið? Mikið má sá hafa verið spakur sem sá þetta fyrir Tounge

Hrærði svo í Kærleiksbollur þegar ég kom heim og er að spá í að leggja mig á meðan þær verða tilbúnar.

Hlakka svo til að vakna aftur baka Kærleiksbollur og hella mér upp á kaffi og glugga í blaðið.

Elska Sunnudaga InLove

 


Ráð við valkvíða og annað smálegt

Dreif mig í vinnu í morgun. Ef það er eitthvað sem getur komið konu til heilsu þá er það sjónvarpsdagsskráin........... Drottinn minn sæll og dýri hvað hún er leiðinleg!!

01 Komst að því þessa daga sem ég var heima, og gat hugsað óáreitt, að það er gott fyrir fólk með valkvíða að æfa sig á að fara á Subway eða Quiznos. Þar eru endalausir möguleikar. Val á val ofan. Hvernig álegg viltu, hvernig grænmeti, viltu hafa hana litla eða stóra..... grillaða eða hitaða..... hvernig brauð langar þig í, hvaða sósu og síðast en ekkis síst - salt og pipar!! Það getur ráðið úrslitum fyrir fólk með kvíðaröskun að komast að einhverri niðurstöðu um það.

Velti líka fyrir mér pikköpplínum. Hvernig líst ykkur á þessa? "Viltu koma með mér á dansnámskeið?" sagt með léttu ívafi af daðri........

Rak svo augun í það einhvern daginn að moggablogg hefur sett limit á aukaflokka bloggara. Alltaf sama forræðishyggjan þar. Örugglega allt Jenný að kenna, sem slettir aukaflokkum eins og þeir séu bráðinn sykur á súkkulaðiköku!!! LoL

Segið svo að það sé ekki gott að vera heima og hugsa öðruhverju!

Tounge


Veikindi og video

01 Ég er veik í dag, fór ekki einu sinni í vinnuna. Ákvað að vera heima og hósta í einrúmi......

Tók mér sumarfrí á mánudaginn. Fann svo aðfaranótt þriðjudagsins að í mig var að hellast hálsbólga og hiti en ákvað að fara samt í vinnuna - sem betur fer - því sæti bílstjórinn minn kom, örugglega bara til að sjá mig...... hefur sjálfsagt frétt af hinum fallega hlaupastíl og nýju klippingunni. Gúd njúvs travel fast. Ekki satt? Tounge

Var að horfa á What the bleep do I know - loksins. Margt þar..... Sérstaklega var ég heilluð af dr. Emoto og vatninu hans, enda er ég hafmeyja í álögum!

Er að spá í að leggja mig..... eða lesa...... eða bæði!


Verzlunarleiðangur verzlunarmannahelgarinnar

Fór í búðir í dag. Sem er í frásögur færandi, því helst fer ég ekki í búðir nema til aPicture 209ð kaupa í matinn!

Keypti mér lampa í eldhúsgluggann í tilefni af endurkomu myrkursins. Þetta er saltkristall og það nægir mér að líta á hann til að verða hamingjusöm! Sjáiði litinn? Minn uppáhalds...... Takið eftir spegluninni í glugganum - tvöföld hamingja...... Sjáið nornina sem hangir þarna á kústinum sínum.... smækkuð mynd af mér.....

Hafmeyjan? Ég líka.... Tounge Pabbi minn er konungur undirdjúpanna og sendir njósnafiska upp á yfirborðið ef ég birtist í fjörunni.... Selirnir eru líka á hans snærum, sendir upp á yfirborðið til að fylgjast með því hvort ég sé á leiðinni heim.

Keypti líka innflutningsgjöf handa vinkonu minni en ætla ekki að segja hvað það er, því kannski rekur hún nefið hingað inn.....

Elska þennan árstíma, þegar rökkrið hnígur að og lampar og kerti fara að spila stærra hlutverk og nú er verzlunarmannahelgin framundan. Tveir sunnudagar þar - þið munið sunnudagar eru mitt uppáhald.

Ég er þokkalega sátt!

Knús til ykkar


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband