Verzlunarleiðangur verzlunarmannahelgarinnar

Fór í búðir í dag. Sem er í frásögur færandi, því helst fer ég ekki í búðir nema til aPicture 209ð kaupa í matinn!

Keypti mér lampa í eldhúsgluggann í tilefni af endurkomu myrkursins. Þetta er saltkristall og það nægir mér að líta á hann til að verða hamingjusöm! Sjáiði litinn? Minn uppáhalds...... Takið eftir spegluninni í glugganum - tvöföld hamingja...... Sjáið nornina sem hangir þarna á kústinum sínum.... smækkuð mynd af mér.....

Hafmeyjan? Ég líka.... Tounge Pabbi minn er konungur undirdjúpanna og sendir njósnafiska upp á yfirborðið ef ég birtist í fjörunni.... Selirnir eru líka á hans snærum, sendir upp á yfirborðið til að fylgjast með því hvort ég sé á leiðinni heim.

Keypti líka innflutningsgjöf handa vinkonu minni en ætla ekki að segja hvað það er, því kannski rekur hún nefið hingað inn.....

Elska þennan árstíma, þegar rökkrið hnígur að og lampar og kerti fara að spila stærra hlutverk og nú er verzlunarmannahelgin framundan. Tveir sunnudagar þar - þið munið sunnudagar eru mitt uppáhald.

Ég er þokkalega sátt!

Knús til ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Úúú geggjaður lampi! Hvar fékkst'ann? Gasalega kósí hjá þér, Hrönnslan mín.

Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk flugan mín. Keypti hann í Hannyrðaversluninni Írisi!

Hvar býrðu fluvan mín ljúfa?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Hugarfluga

Hannyrðaversluninni Írisi?? Jahá ... hvað í Úsbekistan er það? Ég bý í Kópavogi. Þar er ekki einu sinni Hannyrðaverslunin Guðmundur!

Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

þvílík snilld....... verða að reka inn nefið hjá Írisi næst þegar ég á leið í kaupstaðinn...... fæ mér þá kanski kaffi hjá þér í leiðinni...... 

Fanney Björg Karlsdóttir, 3.8.2007 kl. 23:30

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney!! Alltaf kaffi á könnunni fyrir þig  og hvur veit nema ég og villidýrið rekum inn nefið hjá þér um helgina....

Dúa! Ljósið í glugganum mínum, er ljósið mitt til þín......

Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....og flugan mín fríð. Íris er á Selfossi. Í kjarnanum þar sem Nóatún ræður ríkjum.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:59

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

vertu ávallt velkomin Hrönn mín....... og "villdýrið" líka.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 4.8.2007 kl. 00:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæti í kaffi á kóstinum mínum, langar í smáflugferð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 01:25

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skil þig svo vel Hrönn, ljósið, rökkrið, vindar og votviðri eru ofarlega á listanum mínum yfir uppáhalds.  Lampinn æði og glugginn hroðalega kósí.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 09:38

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Voðalega er kósí hjá þér Hrönn mín og fallegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.8.2007 kl. 09:41

11 Smámynd: Ragnheiður

ég á eina norn svipaða sem er upp á vegg hjá mér. Þegar við keyptum hana þá var einn sonur með(á bullandi gelgju) . Þar sem ég stend og skoða nornirnar í nokkrum stærðum þá segir strákur við manninn minn : Kva á að fara að kaupa svona ?! Það þarf ekki, við eigum svona heima !!

Einhver óviðkomandi mannræfill sást leka fyrir næsta horn í algjöru hláturskasti en ég er svo pen, lét mér nægja að senda "barninu" baneitrað augnaráð.

Glugginn er flottur hjá þér

Ragnheiður , 4.8.2007 kl. 10:07

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skemmtilegt kommend hrossið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 10:37

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Við deilum ást á þessum árstíma Hrönn! Þess vegna fer ég alltaf í frí í ágúst - eða oftast. Finnst það líka lengja sumarið.  Kveikjum á kertum og kósum okkur, rauðvín í glasi og bloggheimar á skjánum....! (Nú tekur maður það stundum framyfir annað....!) Góðar helgarkveðjur til þín, kæra kona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.8.2007 kl. 12:21

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Elska líka þegar kerta- og lampatíminn kemur aftur. Verst hvað mér er assgoti kalt eitthvað þessa dagana.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.8.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.