Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Sigg á sálina?

Það er viðurstyggilega kalt úti og ég er notalega þreytt eftir daginn sem byrjaði á vatnsfimi hjá Brjáluðu Betu ;)

Ég gekk með hundana upp með á eftir hádegi og tárin sem féllu - vegna kulda - að sjálfsögðu, ég græt ekki, nema af frekju....... þau frusu jafnóðum og þau féllu. Ekki var það nú til að hlýja mér......

Hundarnir voru hinsvegar algjörlega í essinu sínu og létu eins og þau tækju ekki eftir því að það voru -9 gráður á mælinum og rok að auki. Þau hlupu á eftir Krumma fram og til baka.......... ég hefði hugsanlega átt að gera það líka. Kannski mér hefði þá ekki orðið svona kalt........? Tounge

Ég var að spá og spekúlera þar sem ég gekk, gólandi á hundana í dag, í eina spurningu sem ég fékk í vísindarannsókninni um daginn - og já, ég var líka spurð um kynferðislega áreitni - aftur :Þ en þessi spurning hljóðaði svona: Ef þú gætir á dularfullan hátt fjarlægt allar sársaukafullar upplifanir í lífi þínu. Mundir þú þá gera það?

Mér finnst þetta svolítið vera spurning um að koma sér upp siggi á sálina...... Hverju hefðir þú svarað?

 


Innrætið var útlitinu verra.....

Mér varð litið út um gluggann í dag! Sá hvar renndi stór jeppi upp að olíudælunni á minni hverfisbenzínstöð. Ökumaðurinn opnaði hurðina og hoppaði niður, rann til í hálkunni og steinlá fyrir framan dælurnar......

....Ég skal alveg viðurkenna að ég skellihló! Mér fannst það öllu fyndnara heldur en þegar ég skondraði niður tröppurnar hér í hálkunni um daginn Tounge

Það var ekki út af engu að maðurinn sagði við mig hér um árið: Innrætið var útlitinu verra og var hún þó með ófríðari konum...... Halo


Ég sá ljósið...

Í dag er 1. febrúar. Í dag er dagurinn sem ég gifti mig fyrir tuttuguogþremur árum! Spáið í það!! Ég gæti næstum því verið búin að vera gift jafnlengi og ég var gömul þegar ég giftist.

Ég skal segja ykkur - í trúnaði - að þegar sá dagur rennur upp að ég er búin að vera fráskilin í jafnmörg ár og ég var gömul þegar ég gifti mig, þá verður haldin hátíð.

Ég er vön að halda upp á þennan dag með því að fara út að borða. Veit ekki hvað ég geri í dag. Ég er allavega búin að baka Kærleiksbollur og súkkulaðihorn, sé svo til hvort ég nenni út að borða í kvöld.

Það er allavega engin ástæða í mínum huga til að hætta að halda upp á daginn þó ég hafi hætt að halda upp á manninn Tounge


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband