Innrætið var útlitinu verra.....

Mér varð litið út um gluggann í dag! Sá hvar renndi stór jeppi upp að olíudælunni á minni hverfisbenzínstöð. Ökumaðurinn opnaði hurðina og hoppaði niður, rann til í hálkunni og steinlá fyrir framan dælurnar......

....Ég skal alveg viðurkenna að ég skellihló! Mér fannst það öllu fyndnara heldur en þegar ég skondraði niður tröppurnar hér í hálkunni um daginn Tounge

Það var ekki út af engu að maðurinn sagði við mig hér um árið: Innrætið var útlitinu verra og var hún þó með ófríðari konum...... Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það sem maður getur glaðst yfir óförum annarra. Gott á meðan er, þá er maður allavega ekki dauður úr öllum æðum á meðan.

Helga Magnúsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, ég á alltaf erfitt með mig þegar kemur að óförum annara.... ég er að vanda mig að hlæja ekki... en það er allt í lagi ef maður er í felum bakvið gardínu...

Vilma Kristín , 3.2.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

....og ef enginn slasast.  

Marinó Már Marinósson, 3.2.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Vilma Kristín

... einmitt! Algjört skilyrði fyrir smá flissi er að enginn slasist... 

Vilma Kristín , 3.2.2009 kl. 21:05

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...hvaða, hvaða..... voða eruð þið viðkvæm ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Rebbý

ég þykist alltaf bara hlæja þegar ljóst er að enginn meiðist, en sjaldan sem það heppnast ..... oftast samt hlæjandi að eigin óförum enda með eindæmum seinheppin á köflum.

Rebbý, 3.2.2009 kl. 21:34

7 Smámynd: Dísa Dóra

haha ég hef einu sinni nærri dáið úr hlátri vegna ófarra annarra (elskulegur maður minn var ekki par sáttur að vera svona aðhlátursefni frúarinnar haha)

Dísa Dóra, 3.2.2009 kl. 21:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss, ég hefði hlegið líka.

Einkum og sér í lagi hefði runnið blóð.  Þá brjálast ég úr kátínu.

Brotnir útlimir - ésús minn, my friggings cup of tea.

Segi svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2009 kl. 22:53

9 Smámynd: www.zordis.com

Hrööööönnnn, afhverju fórstu ekki í hjúkkugallann til að "sprauta honnom" .... Ég hefði tekið upp nýjustu útgáfuna af Nýja Testamentinu og reynt að hreinsa þennan innri ljótleika.

Guð gefi þér góðan dag mín kærasta. Ást og friður (´><´)

www.zordis.com, 4.2.2009 kl. 07:16

10 Smámynd: Einar Indriðason

Þarna sérðu... fólk bara fellur kylliflatt fyrir þér!

(jafnvel þó þú hafir þurft að "spraugta" vatni á planið í marga daga til að fá nægilega gott svell....)

Einar Indriðason, 4.2.2009 kl. 08:18

11 Smámynd: M

Hlæ oft að óförum annarra. En skil ekki samhengið þó manngreyið hafi verið á jeppa. Pabbi minn á sjötugsaldri datt kylliflatur á hrygginn eftir að hafa stigið úr jeppanum sínum um daginn.  Mér fannst það ekki fyndið. 

Þetta jaðrar nú við öfundssýki, en ætli þetta eigi ekki að vera kaldur húmór. Mig vantar hann akkúrat í dag

M, 4.2.2009 kl. 11:39

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jeppinn kom við sögu af því að hann þurfti að hoppa niður.... úr jeppanum...sjáðu til.....

....það var nú eina ástæðan :) En þegar þú nefnir það þá hefur mig líklega alltaf langað í jeppa

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2009 kl. 12:23

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvernig leit hann út!!!???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2009 kl. 13:38

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2009 kl. 13:41

15 Smámynd: Auður Proppé

Skammastu þín..........

Auður Proppé, 4.2.2009 kl. 17:01

16 Smámynd: Solla Guðjóns

HaaAHAAhh skepna

Solla Guðjóns, 4.2.2009 kl. 17:08

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er ofurviðkvæm þegar kemur að óförum annarra og fæ bara fyrir hjartað....þess vegna hef ég aldrei skilið af hverju falin myndavél er í uppáhaldi hjá mér

Sigrún Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 18:28

18 Smámynd: Ólöf Anna

Til hvers helduru að fólk sé að detta, svo hægt sé að hlæja að þeim!!

Ég dett allavegana aldrei nema einhver sjái.

Ólöf Anna , 4.2.2009 kl. 21:24

19 Smámynd: SigrúnSveitó

Einar kallar mig kvikindi...sennilega er ég með svipað innræti og þú, mín kæra

SigrúnSveitó, 4.2.2009 kl. 22:06

20 identicon

Hoppaði niður úr jeppanum já?Varstu að hlægja af óförum dvergs Hrönn?

Ég er að hlægja af manninum.Ég er illa innrætt líka

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:13

21 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha!!! Ógó fyndið!...og hmmm...ég hlæ ALLTAF....líka þegar einhver slasast...allavega ÞANGAÐ TIL ÉG VEIT hversu alvarlegt meinið er....það er bara ekki annað hægt þegar maður er bæði með horn og hala sem erfitt er að sitja á.....múhaha....

Bergljót Hreinsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband