Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Húma tekur...

Dagur er að kveldi kominn!

Það er langt síðan ég hef leyft mér að vera jafn löt og í dag. Fór með Ljónshjartað og systur hans út í skóg snemma í morgun. Kom síðan heim aftur um sjöleytið og setti í þvottavél áður en ég skreið aftur upp í rúm við kröftug mótmæli kjallarabúans..... við þvottavélinni sko - ekki að ég sé að skríða upp í rúm til hans Tounge Það hefur ekki reynt á það hvort hann mundi mótmæla því..... En allavega skellti hann hurðinni móðgaður um leið og hann fór út stuttu síðar! Hey! Hann hefur kannski verið mest móðgaður yfir því að ég skyldi ekki skríða uppí til hans........ Woundering

Ég er að velta fyrir mér þessu í sambandi við að hundar eigi að róast við ákveðna aðgerð sem Stúfur Stubbalings fór í um daginn.... hvort málið sé ekki bara það að þeir fari að vantreysta fólki! Hann gat hnusað af fólki og rekið það út og suður fyrir aðgerð en núna heldur hann sig bara hlésmegin við mig ef við mætum einhverjum! Ekki það að ég sé að kvarta neitt - fólki er ekki treystandi og ef það er eitthvað sem ég hef reynt að kenna þessum hundi þá er það akkúrat það! Nema ef vera skyldi að heilsa, setjast og leggjast. 

Það gladdi mitt hjarta að Krummi er búinn að hafa vaktaskipti við Mávinn. Það er gott að vera laus við mávahláturinn á morgnana. Mætti ég þá þúsund sinnum heldur biðja um krunkið hans Krumma Heart


Helgin...

.... að verða búin og ég er hreint hrikalega löt í dag! Er að spá í að láta það bara eftir mér að kúra í sófanum, lesa og kannski prjóna.

Í gær var ég reið af orsökum sem ég ætla ekki nánar út í hér. Það hefur hins vegar þann kost í för með sér að þegar ég verð reið, þá umgengst fólk mig af stakri varúð og virðingu. Ég leysti það mál snilldarlega og allt fór vel að lokum. Ég sofnaði allavega í sæmilega góðu skapi ;) 

Já - ég held ég hafi þetta bara náttfatadag, þarf að vísu út í búð en er ekki í tízku að vera í náttfötum úti? 


I found my thrill....

Ég fékk góða heimsókn í dag! Fanney kom til mín í bláberjaböku - sérbakaða fyrir hana með sérvöldum berjum og allt hvað eina... Tounge 

Ég er að lesa svo skemmtilega bók að ég get varla beðið eftir að komast undir rúm með sængina mína til að halda lestrinum áfram. Bókin heitir Sér grefur gröf og er eftir Yrsu Sigurðardóttur! Ég las Þriðja táknið eftir hana um daginn! Þessi er betri..... Get ekki beðið eftir að koma höndum yfir Ösku, sem er nýjasta bókin hennar!!

Við Ljónshjartað fórum í dag á dýraspítalann að láta taka saumana. Það gekk eins og í sögu nema á leiðinni inn. Þá hann stakk klónum í teppið og ískraði alla leið inn í aðgerðarstofuna eins og hann væri farinn í skemmtilegunum! Ég sá nú við honum - settist á gólfið hjá honum og gaf honum uppáhaldsnammið eins og hann gat í sig látið og hrósaði honum fyrir dugnað. Hann gat náttúrulega ekki látið það spyrjast um sig að hann hefði verið kveif, síst af öllu á netinu, og lék sitt hlutverk í leikritinu - á meðan dýralæknirinn vann sína vinnu..... Tounge Nú er hann bara hortugur og lætur eins og hann hafi aldrei haft kúlur - hvað þá haft hug á að nota þær..........

.....enda - er ekki sagt að gæludýr líkist eigendum sínum?  Ég er vitaskuld að tala um hortugheitin - ég hef engar kúlur Woundering Kannski hann líkist mér þá með það núna? Tounge

...en muniði eftir laginu: Great pretender? Í hvaða mynd var það lag aftur? 


"Erum við..

berjamo..með nesti?" Spurði ég Lóló frænku vongóð..... Hún dró mig nefnilega með sér í berjamó upp í fjall í dag! "Nei", sagði Lóló og flissaði um leið og hún rétti mér berjatínu.... "Er ljós á þessu?" Spurði ég enn jafn bjartsýn, minnug myndarinnar um Stellu í orlofi... "Nei" sagði Lóló og flissaði enn! Hún er síflissandi þessi kjéddling.... W00t Ég týndi glás af bláberjum - enda voru krækiberin næstum búin. Á morgun baka ég bláberjapæ! Fanney - þú ert velkomin í frjálsa tjáningu á meðan þú úðar í þig bláberjum í pæi á meðan Heart

Minn nýjasti vinnuveitandi hringdi þegar ég var komin hálfa leið upp i fjall - aftur Pinch "Af hverju ert þú svona móð?" fjallidspurði hann tortrygginn þegar ég ansaði. Ég sagði honum að ég hefði verið að elta berjafötu niður á jafnsléttu og væri nú að nálgast þriðju búðir - aftur......... Veit ekki hvort hann trúði mér en hann lék það þannig Tounge

Á heimleðinni tíundaði ég við Lóló hvar ég hefði EKKI viljað vera í jarðskjálftanum þarna um daginn.... um leið og við virtum fyrir okkur breytingarnar í fjallinu... ég hefði EKKI viljað vera hjá tannlækni - ég hefði EKKI viljað vera í fjallgöngu þarna... og ég hefði ekki viljað vera í uppskurði.... W00t

Pís Heart

 

 


Ég held ég sé laumutrúarnöttari......

Sat úti í garði með Stúfi Stubbalings, kvöldsólin skein í andlitið á mér og svalinn kældi mig niður eftir skokkið. Hvítasunnubandið var að æfa og ómurinn barst yfir í garðinn til mín! Ég dró andann djúpt, andaði að mér ilminum af rósinni minni sem stendur í fullum blóma og fann frið færast yfir mig!

Ég var að hugsa um litina á meðan ég skrölti mitt skokk í fjólubláum bol með ungmennafélagslitinn í andlitinu - eða eins og danskurinn segir: "Det er det vi kalder selv lysende. En fin egenskab at udnytte i mörke som advarsel til andre....." W00t en ég var sumsé að spá í liti..... Í flestum af mínum fötum er miði sem stendur á: wash seperately with similar colors! Okey - ég næ því! En.... svo þvæ ég rautt - ég get sett bleikt með af því að bleikt er í rauninni bara rautt, blandað með hvítu.... ég get sett fjólublátt með af því að fjólublátt er rautt blandað með bláu! Af hverju ætti ég þá ekki að setja blátt með líka? Það fellur alveg undir katagorinn similar... út frá fjólubláu.... Woundering

Í rauninni ætti ég samkvæmt þessum miðum í fötunum mínum að geta sett alla liti saman nema hvítt og svart!! Ekki satt? Tounge

Svo var ég líka að spá í Ljónshjartað! Nú þegar kúlurnar eru farnar - hvort er hann þá hundur eða tík?

Tounge


Af fíknum og fleiru....

Ég fór út að skokka eftir vinnu! Hljóp fram á þrjá peyja á hjólum! Þeir kölluðu: "Hey kona! Ertu að hlaupa í kringum Ísland?" Ég náttúrulega réði ekkert við lygakvendið insæd of mí og  svaraði þeim játandi.... Þá spurðu þeir: "Hvar áttirðu einu sinni heima?" - Fannst þeim ég ekki hlaupa neitt ofsalega hratt eða hvað? W00t Ég sagði þeim að einu sinni hefði ég átt heima á Dalvík! Þá sagði einn þeirra mér að frænka hans ætti heima þar... og spurði hvort ég þekkti hana Woundering Enn hafði ég enga stjórn á konunni sem getur ekki gengið fram hjá barni - hvað þá skokkað... - öðruvísi en að ljúga og hún sagði honum að vitaskuld þekkti hún frænku hans Tounge Það skal tekið fram í þessu samhengi að þeir hjóluðu með mér áleiðis á meðan ég svaraði spurningaflóðinu. Ég náði svo góðum millitíma og er bara sátt - enda styttist í Reykjavíkurmaraþonið þar sem þið ætlið vitaskuld öll að sponsera mig!! Sideways

Ég framdi hrikalegan glæp í gær! Ég treysti því að þið látið það ekki fara lengra þótt ég trúi ykkur fyrir honum! Ég stal ÖLLUM rabbarbaranum frá nágrannanum! Skar hann niður og frysti! Nú er ég komin með hráefni í 12 skammta af rabbarabarapæi - sem dugar mér, varlega áætlað í þrjá mánuði. Ég flauta svo bara kæruleysislega frystikistulagið þegar ég geng fram hjá beðinu hans og horfi í hina áttina..... Ef ég baka úr mínum rabbarbara þangað til hann klárast þá reiknast mér svo til að ég eigi í skammtinn minn þar til í desember! Þá eru að minnsta kosti fimm mánuðir þar til rabbarbarinn fer að spretta á ný! FIMM MÁNUÐIR! Ég get sagt ykkur það að ef þið lesið um það á netinu að Sýslumaður Íslands hafi tekið konu á handahlaupum í rabbarbarabeði um hánótt - þá er það ekki ég.........Blush

En vitiði hvar ég næ í meiri rabbarbara? 


baaaabúúúú

Það kviknaði í einhversstaðar áðan! Ég heyrði vini mína með bláu ljósin bruna af stað og brunabílana stuttu síðar. Um leið og brunabílarnir lögðu í´ann með blá blikkandi ljós og sírenur, myndaðist 15-20 bíla röð fyrir aftan þá....... Enginn kann við að fara fram úr bílum með forgangsljós - er það? Woundering Ótrúlega seinfærir bílar! Það er hreinlega spurning, finnst mér, hvort þeir þarfnist liðveislu? Eiga brunabílar ekki að bruna?

Dúa! Hvað segirðu núna? Ég sletti myndinni þinni sem höfundarmynd Cool Ertu margbrotin? Eða stórbrotin? Tounge

Uppfærsla! Ég var að hugsa um að taka þessa færslu út aftur, ég sá á mbl.is að þeir voru á leið á slysstað! Ákvað samt að láta þetta standa! Það er ekkert skárra að þeir séu svona lengi á leiðinni á slysstað.


Sólarsamba

Það var heill hellingur um að vera í gær.

Sumar á Selfossi með morgunmat, Sléttusöng, flugeldasýningu og balli - Gay Pride í Reykjavík með öllum sínum dásamlegu sérkennum - að ógleymdum Fiskidögum á Dalvík! Ég fór ekki á neitt af þessu og ástæðan var ekki sú að ég sé félagslega heft! Ekki í þetta sinn - allavega ekkert rosalega.... Tounge Ég var að gera annað! Svona er þetta bara stundum, maður getur ekki gert allt! Ég hefði að vísu alveg getað farið á Sléttusönginn en þar kom mín andfélagslega innri kona sterk inn og sagði stopp!! Hún ætlaði sko ekki að fara standa einhversstaðar og kyrja Undir bláhimni..... þannig að ég var bara heima líka Wink

Meðal þess sem ég komst yfir að gera í gær, var að eiga góðan dag í fjölskyldugrilli. Þar var stórfjölskyldunni hent á grillið og kom bara vel út ;)

Ljónshjartað dulbúinn sem lampi á sýningu Zordísar í ÞorlákshöfnÆtla að nota góða veðrið í dag til að slá Heimatúnið og Suðurtúnið og horfa á léttklædda sæta stráka. Nú fer hver að verða síðastur til þess. Ég fann lyktina af haustinu læðast meðfram fjallinu í morgun þegar við Stúfur Stubbalings fórum út að míga og það þýðir bara eitt! Strákarnir fara að klæða sig í fleiri föt. 

Ást og friður - sé með yður Heart


080808

Ég var að uppgötva að í dag er dagurinn sem ég ætlaði að giftast!

Ég lýsti því yfir í jólaboðum og sagði það hverjum sem heyra vildi að áttunda ágúst tvöþúsund og átta mundi ég ganga í heilagt hjónaband! Var búin að skipuleggja hverjar ættu að vera brúðarmeyjar - kaupa kjólinn eða pilsið sko, baka kökur og skreyta húsið....... Var nánast búin að plana allt! Það vantaði bara örlítinn bita í pússlið - sumsé hver sá hamingjusami yrði W00t en ég ætlaði nú að vera búin að redda því á öllum þessum tíma. Það hefur bara verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki mátt vera að því en það er nú ekki öll nótt úti enn ég hef alltaf 090909 uppá að hlaupa svo eru líka hinsegin dagar um helgina! Ekki að ég ætli eitthvað að fara að koma út úr skápnum - án þess að ég sé með nokkra fordóma gagnvart samkynhneigðum - sumir af mínum beztu hommum eru vinir....... Tounge en ég gæti hugsanlega fengið hugmyndir að búningum í skrúðgöngunni. 

Stúfur minn Stubbalings er hálfaumur síðan í aðgerð! Honum gengur þó merkilega vel að gera sig skiljanlegan um hvað það er sem hann vill eða vantar. Ég fékk haug af töflum með honum heim! Ég kveið nú svolítið fyrir að fara að troða þessum töflum öllum on´í hann.... tvær á dag af sýklalyfjum og ein og hálf af verkjalyfjum í fimm daga..... En - svo fattaði ég ráð... ég læt hann gera þær kúnstir sem hann kann, hann fær pillu í verðlaun og málið er dautt Tounge Allir ánægðir!

Björn Bjarnason hlýtur að vera í essinu sínu í dag Wink


Hommar og götur

Það er fátt sem fer meira í taugarnar á mér, þegar ég er úti að hlaupa, heldur en fólk sem fer fram úr mér og er úti að labba W00t Annars mundi ég þegar ég var byrjuð að hlaupa að mig hafði dreymt í nótt að ég var úti að skokka! Telst það með?

Ég var að spá í götunöfn á meðan ég skakklappaðist hringinn minn. Ég hljóp fram hjá Grafhólum, það fór enginn fram úr mér þar..... Ég hef heyrt að íbúðir eldri borgara eigi að rísa á Grafarbakka austur í sveitum en hvar eru Grafgötur? Hvar er Martröð?

Gónhóll er til! Vitiði af hverju sú gata heitir Gónhóll? Var ég ekki búin að segja ykkur það? Það er vegna þess að þegar mennirnir í gamla daga sóttu sjóinn þá fóru konurnar þeirra - og sjálfsagt kærusturnar þeirra líka og - og haldið ykkur nú kærASTARNIR - ég er nefnilega alveg sjúr á því að einhverjir af þessum töffurum sem voru til sjós í denn voru hommar.... en sumsé allt liðið fór upp á þennan hól, sem voru yfirleitt staðsettir nálægt fjörunni og góndu út á hafið til að sjá hvort bátarnir væru ekki að nálgast land......... Þess vegna eru götur sem heita Gónhóll oft nálægt sjó Tounge

Svona hefur nú merking orðsins að góna breyst. Nú er frekar dónalegt að góna á fólk!

Þessi pistill var í boði júsless informeisíon Sideways


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.