Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Útilegur fyrr og nú!

Þegar ég var að taka til hér eftir skjálftann í maí fann ég ýmis konar pappíra.... þið vitið svona pappíra sem maður geymir for no reason at all Tounge

Eftirfarandi er einn af þeim pappír sem ég fann! Þetta er minnislisti fyrir útilegur, löööööngu fyrir tíma húsbíla, tjaldvagna og hjólhýsa......

Tjald, svefnpoka, dýnur, teppi, hamar W00t - ég hef lengi verið svona.... lítið kærleiksljós Tounge sóp, prímus, diskar, viskustykki, sápu, hnífapör, bursta, potta, kodda, stóla og borð, útvarp, hundinn, hundakeðju og ól - ég hef greinilega lengi átt hund.... - grill og grilltöng, eldspýtur, ljós, regnföt, sundföt - líklega ætlað fyrir meiri háttar rigningu - lopasokka, stígvél, húfur, vettlinga, hitabrúsa, lyf W00t - átta mig ekki alveg á þessum lið, líklega þó til að halda sönsum.... - flugnanet, tannbursta, tannkrem, krem, greiða, bursti, handklæði, þvottapoka, sápu, klemmur, plastpoka, krydd, myndavél, derhúfu, börnin - takið eftir, þau eru talin upp laaaangt á eftir hundinum, þetta heitir sko að forgangsraða.... Tounge manninn (af tillitssemi við minn fyrrverandi nefni ég ekki nafnið hans LoL) og góða skapið!

Nú ferðast ég létt - enginn maður! Ekkert gott skap HaloToungeJoyful


Ójá...

Ég er í skýjunum!

Það er svo gaman að hlaupa í þessu hlaupi! Svo mikil stemmning... maður hittir svo marga..... hitti t.d. bezta vin minn til fjölda ára! Algjörlega óvæntur bónus á hlaupið! Þau stóðu (enn) hann og konan hans þegar ég nálgaðist endalínuna og hvöttu mig í mark Heart Í einu orði sagt: FRÁBÆRT hlaup! Takk -  þið öll sem hétuð á mig - ég er nefnilega ekki viðskiptavinur Glitnis þannig að bankinn greiddi mínu áheiti engan stuðning! 

Fórum eftir hlaup heim til Eyfa bró sem eldaði kjötsúpu! Ekkert smá gott að fá eitthvað heitt í kroppinn eftir hlaup! Eins gott að hann var fyrstur í mark af okkur systkininum og gat drifið sig heim að hita upp súpuna! LoL Við Magga fórum svo í heita pottinn í Vesturbæjarlaug þar sem allir virtust hafa verið að hlaupa og ræddu hástöfum um hlaupið og tímana sína. Nema sko við Magga.... við erum svo félagslega heftar.... Tounge Við tölum ekki við ókunnuga........W00t 

Ég bætti minn tíma um heilar tíu mínútur frá í fyrra þegar ég kom í mark um leið og fyrsti maraþonhlauparinn! Sjálfsagt hefur þar vegið þungt að ég hljóp með Röggu á hælunum.... LoL Ég dokaði nú samt við eftir fyrsta maraþonhlauparanum í ár!! Svona til að sýna samkennd. LoL Spurning hvort sama tilfinning verður í gangi hans megin þegar ég kem fyrst í mark í maraþoninu eftir...... nokkur ár Woundering

Röltum svo í bæinn á eftir - það var ekki alveg nógu mikil stemmning þar. Sjálfsagt hefur rigningin spillt eitthvað fyrir. Ég fékk samt ókeypis faðmlag W00t Að mér skeiðaði kona og spurði mig hvort ég væri að bíða eftir faðmlagi um leið og hún knúsaði mig........ Rosalega var það gott! Ég var mest hissa á sjálfri mér og sagði henni um leið og ég faðmaði hana á móti hvað mér þætti þetta gott!! Kannski ég sé að opnast á gamals aldri? Gasp

Læfisgúd InLove

 


Óskið..

..mér góðs gengis! Ég er að leggja í´ann!  

Mér þætti vænt um ef þið hétuð á mig í hlaupinu. Það gerið þið með því að fara inn á marthon.is klikka á Reykjavíkurmaraþon og heita á hlaupara - slá inn nafnið mitt - ég hleyp fyrir ABC barnahjálp og heita á mig einhverri smáupphæð, sem verður síðan tekin út af kortinu ykkar þegar ég kem í mark!

Engin skylda en mér þætti vænt um það! Vitaskuld kemur mér til að þykja vænt um ykkur áfram þó þið heitið engu á mig - bara minna....... LoL

Having fun - in the run

InLove


Röð og regla!

Ég var að velta því fyrir mér áðan í röðinni í Bónus af hverju ég þurfi endilega að fara eftir sömu reglum og allir hinir? Af hverju er mér ekki hleypt fram fyrir alla og afgreidd fyrst? Veit ekki þetta fólk hvað minn tími er dýrmætur? Miklu dýrmætari en þeirra tími? W00t

Svo þegar ég var á leiðinni heim - á bílnum -  ég kom sko við í Bónus á leiðinni heim úr vinnunni......W00t Þá fór ég aftur að velta því fyrir mér af hverju ég þyrfti að fara eftir sömu umferðarreglum og allir hinir í umferðinni! Af hverju mátti ég ekki bara keyra eftir gangstéttinni þennan spöl heim? Það var hvort sem er enginn þar.......W00t

Mikilmennskubrjálæði? Ég gæti verið frænka margra fyrrum borgarstjóra í Reykjavík og hefði bara hreint ekkert fyrir því Tounge Það rennur enda blátt blóð um æðar mér síðan Kong Christian stórafi minn reið hér um fyrir margt löngu! Svo blossar það svona upp öðru hvoru - með þessum afleiðingum Halo

Á morgun þarf ég að vakna eldsnemma og bruna í bæinn til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis - Hlakka ótrúlega mikið til! Að hlaupa alltsvo - ég vakna hvort sem er alltaf.......Joyful

Fílgúd Heart


"Hugsið ykkur ef....."

Svarti maðurinn í horninu hjá Spánverjum væri ekki alltaf á ströndinni! Þá væri hann ekki svona brúnn!! W00t

Þú þarna íþróttafréttamaður í Kína! Það þýðir ekkert að velta sér endalaust upp úr því hvað hefði orðið ef þessi eða hinn hefði nýtt hraðaupphlaupin betur Pinch

Þessi færsla flokkast undir íþróttapirring. Ég á ekki að horfa á íþróttir - ég verð svo árásargjörn! Ef ég væri enskur east ender þá væri mynd af mér á vellinum og strik yfir.....

Tounge


Hlekkir og frelsi

Hafiði séð þættina Sex hlekki?

Þeir byggjast upp á því - þ.e. ef ég er ekki að misskilja eitthvað, sem út af fyrir sig gæti svo sem alveg verið.... en þessi færsla er ekki um það..... - að allir á jörðinni tengist í gegnum sex manneskjur! Það er að segja ef ég þekki einhverja sex sem þekkja svo aftur einhverja sex sem þekkja svo aftur aðra sex þá sé alltaf einn sem þekkir annan í hinum hópnum W00t 

.....og þá fór ég að spá! Ég þekki bara tvo.... tengist ég þá ekki?

Hvað þekkir þú marga? 

Flókið? Lestu þá aftur Tounge


Ein lauflétt...

Hvort mundirðu vilja vera útlendingur með bakpoka á hjóli í slagveðursrigningu á Íslandi með sjóblautt kort á bögglaberanum.....

.....eða upplýsinga- og fjölmiðlafulltrúi Orkuveitunnar?

 


Ég hef..

..verið hrikalega dugleg í dag!

Ég sló Suðurtúnið eftir vinnu! Hvar er svo mikið að gera að ég tók mér bara hálftíma í mat og ekkert kaffi Gasp Það er alltaf verið að svindla á manni Tounge Skilaði svo af mér verkefni dagsins við óskipta ánægju annars míns yfirmanns - alltaf gott að vera metin að verðleikum Joyful Það bætir næstum upp svikin með mat og kaffi......

Man að vísu ekki hvað ég gerði fleira í dag til að verðskulda titilinn starfsmaður mánaðarins en ég veit að ég á eftir að ryksuga - og ég veit líka að ég nenni því ekki.

Ég fann einn saum í Ljónshjartanu sem dýralæknirinn hefur gleymt að fjarlægja - kippti honum úr og hef vonandi náð honum öllum Pinch Merkilegt hvað þessi hundur leyfir mér að komast upp með - maður gæti hreinlega haldið að honum þætti vænt um mig Tounge 

Ég fór á allt öðrum tíma en vanalega í gönguna með þau systkinin Ljónshjarta og Biðukollu. Það var miklu meira um að vera. Við hittum fjóra veiðiþjófa - sem sýndu okkur, afar hróðugir,  ál sem þeir höfðu veitt! Ég sagði þeim, og glotti innra með mér, að þeir yrðu bara að gúggla áluppskriftir og vera svolítið exótískir í matargerð - úr því að þeir tímdu ekki að borga veiðileyfi..... 

Við hittum líka austur-evrópskar konur sem voru í lautartúr og voru ekki par hrifnar af þeim systkinum. Ég get hins vegar huggað mig við það að þær skrifa ekki klögupistil um okkur í dagsskrána.... Þær hafa ekki nægilegt vald á tungumálinu til þess Cool

Nú ætla ég að hreiðra um mig í sófanum og horfa á sjónvarpið og gleyma því að ég á ryksugu hér einhversstaðar í horni.


Björn Bjarnason

Jæja!

Þá er ég búin að skrá mig í hlaupið á laugardaginn..... Búin að kynna mér hvenær hlaupið verður ræst, hvaðan og hvaða leið verður farin.... já - ég gleymdi því þegar ég skráði mig Wink Mér fannst, og finnst enn, miklu meira atriði hvar myndavélarnar verða staðsettar í hlaupinu Tounge Það ER atriði að lúkka vel. Ég ákvað að hlaupa fyrir ABC bjarnahjálp í ár - eða er það barnahjálp....? Woundering Nú er komið að ykkur að heita á mig og standa á hliðarlínunni og hrópa af fögnuði, ykkur er jafnvel að falla í yfirlið þegar ég skeiða hjá!! Ég ætla að endurtaka leikinn frá í fyrra þegar ég kom - ekki fyrst í mark en með flottustu hárgreiðsluna  og hámaði í mig súkkulaði og banana Joyful Ég hljóp ekkert í dag - enda er það viðurkennt af íþróttafræðingum að slá af viku fyrir hlaup - ekki það að hraðinn hái mér svo mikið - enda ætla ég út á morgun.

Átti frábært kvöld með stelpunum af Laugarvatnsgrúppunni í höfuðstað allra landsmanna! Það var hlegið, borðað, drukkið, talað um stráka - sæta stráka og hlegið meira. Við kvöddum stelpurnar þar sem þær ætluðu að fara á næsta bar og fá sér cosmopolitan! Við hinsvegar áttum yfir fjallveg að fara og erum vanar að koma heim í björtu Halo

Læfisfön Heart


Ein stutt... ein löng....

Fór út að skokka eftir vinnu! nú fer hver að verða síðastur að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþon - fer líka hver að verða síðastur að skrá sig..... W00t

Þar sem ég skokkaði minn hring, í steikjandi hitanum, mætti ég iðnaðarmanninum - þið vitið þessum augnhreina og hjartahlýja! Ég brosti mínu blíðasta til hans svona til að undirbúa jarðveginn fyrir bankið á hesthúsdyrnar - en fékk engin viðbrögð! Ég skildi þegar ég kom heim af hverju undirtektirnar voru svona dræmar! Ég var í mínum fjólubláa bol og með minn andlitsfjólubláa lit.... hann er svona cirka eins og hjá manni um sextugt sem alla sína hunds og kattartíð hefur drukkið allt of mikið og lifrin er farin að gefa sig.... með hárið út í allar áttir eins og hver önnur Gilitrutt, semsagt ekki vel til þess fallinn að undirbúa neinn jarðveg! Hvernig fer maður að því að heilla heilan iðnaðarmann þegar einu skiptin sem maður sést in public er svona útlítandi? Ég sem ætlaði að nota fyndni mína og gáfur til að heilla hann upp úr skónum þegar ég væri búin að ná honum með mínu gordsjöss lúkking!! Ég get sagt ykkur að það lítur ekki vel út með íðnaðarmann á mínum snærum.... og ég sem hef alltaf heyrt að þeir komi svo handý inn á mörgum sviðum.....Halo

Kannski ég baki bara köku og skilji eftir á dyraþrepinu hjá honum.....? með kveðju frá Gregory eða Grzegorz eins og þeir heita návadeis Tounge eða kannski ég bara taki minn hamar í aðra höndina og skrúfjárn í hina og gerist minn eiginn iðnaðarmaður.....

Fékk yndislega heimsókn í morgunkaffinu. Takk fyrir komuna Tína mína fína Wink

Réttupphend sem er ekki að söngla lagði sem pistillinn vísar í.........LoL

Fílgúd Heart


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.