Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
4.8.2008
Hafiði séð..
..önnur eins krútt? Það munaði engu að ég stæli þeim - enda gefin fyrir krútt..... Þeir búa í Einholti en þangað fórum við Stúfur Stubbalings í gær. Ég úðaði í mig verðlaunaskúffuköku Bóndans - eins gott að það komi fram.... á meðan Ljónshjartað lék við Heklu í forinni. Alltaf gott að koma í Einholt Við tókum stöðuna á hænunum - og hönunum. Ég féll í stafi yfir þeim hýra sem Fanney "læknaði" Hann er svo skrautlegur að Gay Pride fölnar við hliðina á honum.
Í dag hef ég gert eins lítið og ég kemst af með á eins löngum tíma og hægt er - mitt uppáhaldsform af degi
Smá gáta í lokin....
Eineggja tvíburar ganga saman niður Laugaveginn og mæta ungum manni sem er frændi annars tvíburans en ekki hins! Hverng má það vera?
Bí happí
2.8.2008
Enginn sólmyrkvi á Selfossi
Enda skín sólin hér allan sólarhringinn ;)
Það er alltaf saman sagan þegar ég ætla að hrista eitthvað fram úr annari með einari........ ;) Í gær byrjaði ég að vinna klukkan sjö - ætlaði að vera búin um tíu og eiga þá frí fram eftir degi...... hins vegar fór það svo að ég vann í hádeginu og hætti ekki fyrr en fjögur! Reiknistofa bankanna þolir ekki mánaðarmót! Síst af öllu mánaðarmótin júlí/ágúst!! Hvernig væri að endurnýja öðru hvoru tölvukerfi Reiknistofunnar? Hvar leggur maður fram kvörtun? Hjá Reiknistofu bankanna punktur is?
Það er kalt og hráslagalegt í dag! Enda er ég orðin svo góðu vön ;)
Ég er búin að vera hrikalega dugleg! Tók til og þvoði þvotta eins og hver annar berserkur...... spilaði svo óskalög á gítarinn úti í garði á milli véla - fyrir gesti og gangandi - með grifflur, húfu og trefil Svo eldaði ég jólamat - við mikinn fögnuð mömmusinnardúlludúsks.......Nú get ég átt frí það sem eftir lifir helgar og tveir sunnudagar framundan Ég ætla að leika verzlunarmann, borða bara afganga og ekki gera handtak
Ég hef fundið hjartahlýjan og augnhreinan iðnaðarmann í hesthúsahverfinu....... Nú er bara að safna kjarki og banka uppá - dissa óttann um að vera hafnað! Enda hver getur sagt nei við mig? Ég er svoddan krútt
Lífið er yndislegt - njótið þess