Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ekki er loku fyrir skotið....

Ég náði næstum því að láta skrúfu eyðileggja fyrir mér daginn!! Það munaði, svei mér þá, ekkert rosalega miklu..........

Sagan hefst á því að í jarðskjálftanum hér um daginn, þeyttist millihurðin í kjallaranum upp hjá mér og ég þarf að skipta um loku. Fór í gær, eins og heiðvirðri húsmóður sæmir, og keypti nýja loku sem samkvæmt vísindalegum útreikningum passaði á hurðina Wink Fór svo niður í dag eins og hver annar iðnaðarmaður og ætlaði að græja nýju lokuna á hurðina. Það reyndist öööörlítið flóknara en ég reiknaði með þannig að ég sendi mömmusinnardúlludúsk í verkið! Þegar hann hafði skilað af sér því sem hann  taldi vel unnu verki kom í ljós að ég gat ekki opnað hurðina og því síður lokað henni Pinch og gerðust þá konur fremur fúllyndar - að ekki sé nú meira sagt - þrátt fyrir að dúlludúskurinn teldi að ég kæmi til með að ráða ágætlega við þetta eftir ca. tuttuguogfimm ár eða svo.........

Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég á því að fara út að skokka í klukkutíma. Kom til baka fallega fjólublá í framan og öllu minna geðstirð.

Mæli með skokki í stað geðshræringar - það er ólíkt betra fyrir þrýstinginn, fjölskyldulifið og útlitið! Þ.e. ef ykkur finnst fjólublátt fallegt........

Staðan er samt enn sú að það vantar fargins lokuna!

Þvottavélin er líka enn í úti í garði og leikur skrautmun - sem hún náttúrulega ekki er. Ég er búin að síkríta og síkríta einhvern til að flytja hana fyrir mig en ekkert gengur! Þetta endar með því að ég tek upp tólið og hringi eitt símtal....... Tounge

Hitti Krúsa krútt úti í búð í dag. Hann þekkti mig á töskunni......... Spáið í það - fólk tekur eftir töskunni en ekki mér Joyful Hvað segir það ykkur um töskuna mína?

Afrakstur dagsins! Ég á fallega rauða tösku og er lélegur iðnaðarmaður Joyful  Eins gott að ég vinn ekki fyrir mér sem slík Sideways


Ég get sagt ykkur það....

.... að ef ég væri persóna í bók eftir Snjólaugu Braga þá væri hávaxinn, herðabreiður, dökkhærður, myndarlegur maður búinn að banka uppá hjá mér og bjóðast til að fara með þvottavélina fyrir mig í járnagáminn!! Og fyrr en varði værum við farin að jagast um síðasta kexið í pakkanum og fjarstýringuna að sjónvarpinu um leið og ég ergði mig yfir því að hvítvínið væri alltaf búið. Ég væri búin að baka í frystinn og sulta og hann væri að tuða um pylsur og pakkajukk .......... W00t

Skrats......

Mundi ég vilja vera þessi persóna? Hvað heldur þú? Fylgist með hinni æsispennandi framhaldssögu: Hvernig losnar Hrönn við ónýtu þvottavélina........?

Coming soon í alla betri bíósali Tounge

Já - ég gleymdi! Ég náði sambandi við Pólland í dag - ef þið höfðuð miklar áhyggur af því....

....Aldrei, hvorki fyrr né síðar hefur nokkur manneskja í Póllandi verið svona glöð að heyra í mér - enda hef ég aldrei hringt til Póllands fyrr Tounge Spurning um að hringja alltaf þangað ef ég er niðurdregin? 


Skellitöflur úr ljóði dagsins

Ég skellti niður kartöflum í gær! Ég ÆTLA sko að bjarga hagvextinum - var ekkert að grínast með það. Er að vísu u.þ.b. tveimur vikum á eftir áætlun og kannski má rekja nýjustu hækkanir á benzínverði beint til þess? W00t

Næst liggur fyrir að versla kál hjá Ingibjörgu í Hveragerði - sem er eini Hvergerðingurinn sem ég verzla við Wink og stinga niður við hliðina á kartöflunum. Kálinu sko - ekki Hvergerðingum! Ekki viljum við nú að þeir fari að fjölga sér........

Fordómar! Skordómar.......

Sáði líka kryddjurtum í potta - aftur..... Var nefnilega svo til nýbúin að því hér um daginn og ákvað svo að láta pottana út á pall í góða veðrið þannig að moldin gæti hitnað í sólinni og vöxtur hafist og allt það þegar jörð hóf að hristast og skjálfa og pottarnir hentust eitthvað út í garð og tæmdust W00t Ef ég er heppin þá næ ég að slá steinselju og myntu í haust! Tounge

Er að reyna að ná sambandi við Pólland en það svarar mér ekki nokkur maður! Vitiði hvað klukkan er í Póllandi? Er matur hjá þeim líka?  Eru þeir kannski eins og Seyðfirðingar og breyta klukkunni bara ef þeir eru svangir eða langar í sól?

Birti hér eitt vísukorn enn úr ljóðinu sem enginn hver orti! Nema ég Tounge Þetta er úr kvæðinu Jörð eftir Einar Ben. 

 

Þín sanna dýrð, hún skín í hilling hæst,

þar hvelfast skýjaborgir. Og þær standa.

Á meðan grjót og múrar hrynja í sanda,

rís munans höll þeim trausta grunni næst.

þann skáldagrunn, sem lýsir loftin fjærst,

er lengst að má úr heimsins dánarsögum.

Því verður list vors lífs hið fagra að dreyma

í lit, í máli, í hljóms og sjónar brögum.

— Þín fegurð öll er undir djúpum lögum,

sem andinn veit, en hjartað þarf að gleyma.

 Njótiði dagsins - hann er ekki sem verstur Heart


Björn Bjarnason ;)

Kvennahlaupið gekk stórvel. Við systurnar ingúdsheip Tounge hlupum náttúrulega lengstu vegalengdina,  þrátt fyrir hrikalega liti á bolum - og komum EKKI síðastar í mark.........Tounge

Síminn hennar Möggu hringdi þegar við vorum svo til nýkomnar á leiðarenda og mér varð að orði: Sjúkket að þú varst komin í mark maður! Er enn að flissa að því hvað ég var fyndin, alls óforvandis Cool

Er búin að redda mér kerru fyrir morgundaginn. Nú skal mokað út úr kjallaranum svo þvottavélin komist inn. Gengur heldur ekki að hafa kjallarann í skralli nú þegar ég er búin að koma hæðinni í skikkanlegt horf! Pinch

Ég sé að fólk er farið að leggja í langferðir á stóru jeppunum sínum með ennstærri fellihýsin sín í eftirdragi eða á húsbílunum sínum sem sóta svo svakalega að það þyrfti að sækja um undanþágu frá Kyoto samþykktinni fyrir þá....

.....var einmitt að hugsa það í dag að ef ég færi í útilegu með mitt tjald - já, ég sagði tjald Joyful Þá yrði ég líklega tekin í misgripum fyrir útlending! Það væri þá líkt og þegar við fórum til Danmerkur árið 2000 og eitt kvöldið þurftum við í þvottahúsið í sumarhúsabyggðinni sem við gistum þá vikuna og ég lagði blátt bann við því að eitt einasta íslenzkt orð kæmi út fyrir varir samferðamanna minna þegar ég heyrði að allir Íslendingarnir sátu á barnum! Ekki það að mér leiðist neitt drukknir samlandar erlendis....... alls ekki Whistling Áttaði mig ekki á því fyrr en seinna að ég var í bol sem á stóð: BRÚARHLAUP SELFOSS 1999 W00t En við töluðum dönsku.............

Las það í blaði í dag að einhver fræg leikkona í útlöndum segir að hún geti ekki eldað mat vegna þess að hún sé svo góð í rúminu! Það sé ekki hægt að vera bæði góður í rúminu OG eldhúsinu.....

.....ég segi nú bara HAH!! Með vænu dassi af hæðni. Ég veit nefnilega betur Halo


Erlent berg....

"Blaðburðardrengurinn" minn er af erlendu bergi brotinn. Fyrst þegar hann var að byrja að bera út blaðið til mín brosti hann alltaf blíðlega og sagði: "good morning to you" með verulega austur-evrópskum hreim! Hann sagði líka alltaf: " one for you..... and one for you......" þegar hann rétti mér blaðið og aukaauglýsingabæklinginn sem fylgir leiðinlega oft með. Ég þakkaði honum alltaf fyrir með dassi af kulda í rómnum og sendi honum eitt af mínum "hold your distance" brosum. Hann var ekkert obbosslega næmur fyrir þeim - hefur líklega ekki skilið þau - enda, eins og áður sagði, af erlendu bergi brotinn....... Tounge

Hann setur alltaf blaðið mjög varlega í bréfalúguna, ef Ljónshjartað er ekki úti á tröppum - áttar sig líklega á því að þá er ég mjög líklega sofandi......... Núna býður hann mér góðan daginn á íslenzku en brosið er alltaf jafnblíðlegt!

Í morgun vaknaði ég mjöööööög snemma. Við Ljónshjartað fórum í okkar venjubundna göngutúr og vorum komin mjööööööög snemma heim aftur. Ég var ennþá hálfsofandi þegar við komum til baka. Sá á klukkunni að ég hafði mjög freistandi einn og hálfan tíma til að leggja mig aftur áður en ég mætti til vinnu og lét það alveg hrikalega eftir mér. Skreið upp í rúm og steinsofnaði. Þegar ég vaknaði aftur sá ég að "drengurinn" hafði tekið til á tröppunum hjá mér. Raðað sópum, sem ég þarf að henda, snyrtilega í eitt hornið. Hann hafði líka tekið blómapottana sem þeyttust til og frá í látunum um daginn og raðað þeim álíka snyrtilega í annað horn. Hann hafði hins vegar alveg látið lykilinn sem ég skildi eftir í skránni eiga sig W00t

Reyniði svo ekki að segja mér að hann sé að teikna kort með hugsanlegum gróðavænlegum húsum til innbrota...........

Ég allavega sendi honum ósvikið bros í hádeginu í dag, þegar ég mætti honum úti á gangstétt og svaraði honum eins blíðlega og ég er fær um þegar hann bauð mér góðan daginn Wink

Lét skrá mig í kvennahlaup á morgun. Magga æsti mig upp í það............ Enda ég meina til hvers að eiga alla þessa hlaupaskó ef ég er bara heima all the time að taka til? Það kostar bara tuð fra Halldóri..........

..... og þarna kom jarðskjálfti - ég skýt á ca. 3.2.......? Viljiði skjóta?

 ....en hey! Vissuð þið að Bubbi Morthens á afmæli í dag?


Poltergeist?

Þeir komu með tækin áðan mennirnir úr Árvirkjanum. Mömmusinnardúlludúskur tengdi síðan græjurnar. Nú get ég horft á matinn í ísskápnum í sjónvarpinu í gegnum örbylgjuna............... Sideways

Þetta er allt annað! Tounge


Það er árans ansi mikill hávaði í ísskápnum....

Nokkur orð áður en ég fleygi mér undir rúm! Já, þið hefðuð átt að hlæja meira að því. Þetta er eini öruggi staðurinn á Suðurlandi þessa dagana Tounge

Ég fór og lét gera tilboð í rafmagnstæki sem mig vantar! Fékk fínt tilboð og tók því. Fæ þvottavélina þegar ég er búin að moka út úr kjallaranum...........Pinch

Var svo stálheppin að ég var netsambandslaus í morgun þegar ég ætlaði að byrja að vinna og fór í tiltekt í staðinn. Tók svefnherbergið í gegn. Raðaði bókum, hillum í skápum og fötum, ryksugaði og skúraði. Merkilegt hvað það kemur mikið ryk í jarðskjálftum...........Woundering

Tók svo eldhúsið í gegn eftir kvöldmat. Fékk frænda minn á bíl með krók og kerru til að henda draslinu. Það er svo niðurdrepandi að búa með drasli - nú á ég aftur fínt eldhús! Að vísu tómt - en fínt. Nýju rafmagnstækin koma í fyrramálið og gólfin ættu að vera orðin glerbrotafrí!

Rosalega er ég ánægð með allt í kringum þennan jarðskjálfta - nema kannski helst hann sjálfan... Woundering Bæjarapparatið virkar stórvel. Allir virðast leggja nótt við dag við að laga skemmdir eftir skjálfta og upplýsingar streyma til fólks. Tryggingarnar vinna hratt og örugglega. Ég hef það til dæmis ekki á tilfinningunni eins og venjulega þegar ég þarf að hafa samskipti við tryggingar að ég sé hlunnfarin. Ég á að vísu eftir að eiga samskipti við Viðlagatryggingar en ef þeir vinna eins og hinir þá hef ég ekki þungar áhyggjur.

Ég var að hugsa.... ég var úti í skógi morguninn fyrir skjálfta. Ef ég man rétt þá var ég að reyna að lýsa fyrir ykkur kyrrðinni þar þennan morgun...... "Meira að segja áin rann hljóðar en aðra daga....." Ég heyrði varla í fugli þennan morgun. Pouty Mér leið svolítið eins og Palli var einn í skóginum.......

Veit ekki! Kannski var þetta "lognið á undan storminum"?

Þakka þeim sem hlýddu InLove

 


Shaken - not disturbed......

Ég skellti mér í áfallahjálp í dag! Já, já, konan sem telur áfallahjálp ofnotaða dreif sig - nennti ekki að hlusta lengur á allt þetta fólk sem sagði mér nýta mér þessa aðstoð! Auðvitað var það ágætt! Ég var svo heppin að lenda á álíka kaldhæðinni konu og ég er sjálf! Hún sagði mér að það væri sko allt í lagi að flissa að Suðurlandsskjálfta ef það kæmi mér í gegnum hann! Og hana nú Cool

Auðvitað stend ég mig að því að sitja og stara fjarrænu augnaráði út í bláinn! En það er heldur ekkert alveg nýtt hjá mér - ég sit oft og stari, þarf engan Suðurlandsskjálfta til! Er þessi viðutan týpa - þó ég komi aldrei til með að viðurkenna það opinberlega...... Tounge Ég sagði henni líka frá því þegar maðurinn kom til mín klukkutíma eftir skjálftann, þar sem ég sat úti á tröppum eins og hver önnur kínversk kelling og ég horfði á hann, hlustaði á hann - en skildi ekki orð af því sem hann sagði - mér fannst það frekar fyndið - en hún útskýrði fyrir mér hvað hefði verið í gangi með mig.

Ég útskýrði fyrir henni, á móti,  frá því hvernig hún gæti, í sumar, þekkt Selfyssinga úr í útilegum! Þeir væru þessir sem sætu með tómlega augnaráðið við hliðina á tjöldunum sínum...... Ég bauð henni líka símanúmerið mitt því skjálftarnir stefndu í átt að Reykjavík - sagði henni að ég væri hokin af reynslu Sideways Þetta endar með því að Rauði krossinn tekur mig í sína þjónustu - æ am telling jú!

Ég fékk nýjan sturtuklefa í dag ásamt nýju klósetti - er yfir mig hamingusöm að þurfa ekki lengur út á Esso að míga. Svona þarf nú lítið, þessa dagana, til að gleðja mig! Maðurinn frá tryggingafélaginu kom líka í dag að meta innbúið mitt! Hann hló þegar ég sagði honum að bollarnir frá ömmu væru eins og að vera laus undan afborgunum frá Mastercard - Priceless!! Hann flissaði líka þegar ég sagði honum að ég íhugaði að senda hr. Ikea póst um að vörurnar hans væru ekkert obbosslega möbelfakta.....

Heart


Þið megið....

.... óska toilettemér til hamingju! Ég get pissað heima hjá mér á ný Wink

Af skjálftavaktinni.....

.... veit ekki hvar ég á að byrja!

Picture 047Picture 108

Svona lítur eldhúsið mitt út eftir 6.3 á richter!

Einhversstaðar þarna er rabbarabarapæið sem ég var að geyma mér til seinna kaffisins.... Þetta kennir manni að borða alltaf strax það sem maður gæti etið á morgun....................... 

Það er búið að moka mestu af glerbrotunum saman. Ég er heppin að eiga góða fjölskyldu sem er boðin og búin að aðstoða mig. Hér hefur verið her manns að skófla glerbrotum í bala, ryksuga og skúra.

Ég sef ekki heima því klósettið er óvirkt og sturtan er brotin. Ég meina það er óþarfi að lúkka eins og öreigi ;) En uppþvottavélin virkar og ég læt hana þvo aftur og aftur þessa þrjá diska sem ég á heila............

Picture 164Þvottavélin mín með alveg nýtt bros! Ég ætla ekki að leggja það á ykkur að sjá geymsluna mína......

Eitt sem mér finnst skrýtið! RÚV þessi "öryggis"fjölmiðill þessi með skylduáskriftina muniðið.....? Þegar ég sat og skalf - á föstudagskvöldinu...? - held ég - þá kveikti ég á útvarpinu og ætlaði að heyra hvort ég ætti að vera í viðbragðsstöðu - svona eins og skátarnir - en þá voru tveir menn að spjalla saman, gott ef það var ekki bara svolítið gaman hjá þeim.... Enginn kom í útvarp allra landsmanna og sagði mér að ég þyrfti ekkert að óttast - en þeir hlógu léttlyndislega gömlu karlarnir þannig að ég róaðist strax.... Woundering Til hvers er ég að borga afnotagjöld? Hvar er öryggið sem mér var lofað? Pinch Klukkan rúmlega fimm þegar ég hentist upp við næsta skjálfta - þá var, á sama miðli,  verið að tala um skjálftana fyrr um kvöldið...... Hvar kvartar maður? Veit það einhver?

Nú er staðan þannig að ég átta mig á því að það var líklega skjálfti þegar Ljónshjartað stekkur upp í rúm til mín.........  

Picture 001 Ingólfsfjall hefur breyst talsvert.......

Ástandið er ótrúlegt! Ég hangi þessa dagana í frasanum: Einnig þetta líður hjá.............

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband