Það er árans ansi mikill hávaði í ísskápnum....

Nokkur orð áður en ég fleygi mér undir rúm! Já, þið hefðuð átt að hlæja meira að því. Þetta er eini öruggi staðurinn á Suðurlandi þessa dagana Tounge

Ég fór og lét gera tilboð í rafmagnstæki sem mig vantar! Fékk fínt tilboð og tók því. Fæ þvottavélina þegar ég er búin að moka út úr kjallaranum...........Pinch

Var svo stálheppin að ég var netsambandslaus í morgun þegar ég ætlaði að byrja að vinna og fór í tiltekt í staðinn. Tók svefnherbergið í gegn. Raðaði bókum, hillum í skápum og fötum, ryksugaði og skúraði. Merkilegt hvað það kemur mikið ryk í jarðskjálftum...........Woundering

Tók svo eldhúsið í gegn eftir kvöldmat. Fékk frænda minn á bíl með krók og kerru til að henda draslinu. Það er svo niðurdrepandi að búa með drasli - nú á ég aftur fínt eldhús! Að vísu tómt - en fínt. Nýju rafmagnstækin koma í fyrramálið og gólfin ættu að vera orðin glerbrotafrí!

Rosalega er ég ánægð með allt í kringum þennan jarðskjálfta - nema kannski helst hann sjálfan... Woundering Bæjarapparatið virkar stórvel. Allir virðast leggja nótt við dag við að laga skemmdir eftir skjálfta og upplýsingar streyma til fólks. Tryggingarnar vinna hratt og örugglega. Ég hef það til dæmis ekki á tilfinningunni eins og venjulega þegar ég þarf að hafa samskipti við tryggingar að ég sé hlunnfarin. Ég á að vísu eftir að eiga samskipti við Viðlagatryggingar en ef þeir vinna eins og hinir þá hef ég ekki þungar áhyggjur.

Ég var að hugsa.... ég var úti í skógi morguninn fyrir skjálfta. Ef ég man rétt þá var ég að reyna að lýsa fyrir ykkur kyrrðinni þar þennan morgun...... "Meira að segja áin rann hljóðar en aðra daga....." Ég heyrði varla í fugli þennan morgun. Pouty Mér leið svolítið eins og Palli var einn í skóginum.......

Veit ekki! Kannski var þetta "lognið á undan storminum"?

Þakka þeim sem hlýddu InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég endurtek úr síðustu færslu"Dásamlega elsku klikkað þú.Það er bara ein þú og hafðu það"

Frábært að tryggingar vina ninnuna sína.

En undir rúm hjá Hrönnslu og þú ert örugg/ur

Solla Guðjóns, 5.6.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: www.zordis.com

Gott ad hlutirnir mjakist í rétta átt og ad eitthvad sé gert í málum vidkomandi einstaklinga sem lentu hvad verst í skjálftanum.

Vertu zú sagdi einn merkilegur midill og ég tek hans ord sem mín og aetla ad bidja zig ad vera áfram frábaera zú!

www.zordis.com, 5.6.2008 kl. 01:40

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú ert alveg dæmalaust skondið afbrygði af .. einhverju sem ég veit ekkert hvað er.. en mikið djeskoti venstu vel  Velkomin hingað í rjóðrið hvenær sem er dúllan mín. Hérna hristist ekkert nema... oh well lýsingum ofaukið hér.. en jú nó darlíng.. mí kasa sú kasa eða ikka solleis  Þú ert alger perla.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.6.2008 kl. 02:05

4 Smámynd: Linda litla

Já það er gott að horfa á ljósu punktana í þessu.... þú færð nýjar rafmagnsvörur, voru þær gömlu ekki farnar að verða lélegar ?? var ekki kominn tími á að endurnýja ??

Farðu vel með þig Hrönn.

Linda litla, 5.6.2008 kl. 05:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það ætti að klóna þig kona og dreifa um landið.  Ég er í krúttkasti.

Til hamingju með að allt er að komast í eðlilegt horf, mér sýnist sem það hafi myndast einstök stemming samheldni og samkenndar þarna hjá ykkur á átakasvæðunum ().

Knús í sveitina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 08:54

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æðislegt að heyra að allt sé að komast í samt lag. Það er alveg yndislegt að lesa færslurnar þínar. Þú ert æði.

Helga Magnúsdóttir, 5.6.2008 kl. 14:46

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg, ekki spurning.  Gaman að fá allt í einu allt nýtt.  Það var verið að skúra hjá mér áðan og þrífa rest og ég er í lukkunnar velstandi.  Sammála þér með að bæjarfélagið er sko að standa sig og allir sem maður hefur talað við eru algjörir snillingar og hjálpa manni svo ótrúlega mikið.  Ég hlakka til að kíkja inn við tækifæri og sjá allt fína dótið, guði sé lof að þitt hús varð ekki óíbúðarhæft, það er svo krúttlegt hjá þér. Knús í austurbæinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 14:53

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ohjáhhh ég ersomikið krútt....... Knús á ykkur kjéddlingar!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 14:56

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu ég er nær orðlaus eftir að vera búin að skoða allar myndirnar hjá þér. Þetta með kyrrðina, þá verð ég bara að segja að ég var nýbúin að vera úti og hugsaði einmitt með mér hvað væri hlýtt og stillt, þorði ekki að segja það við neinn, en nú er ég hætt að blaðra.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 14:59

10 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...Lognið á undan storminum já...ég sagði einmittt við vinnufélaga mína að það væri nú eitthvað skrýtið með þetta logn og þessa blíðu...það hlyti bara að fara að gjjósa eða eitthvað annað verra færi að gerast....úbbs....

Renndi gegnum myndirnar þínar...er alltaf svona mikið drasl hjá þér???.....nei gríííín....þetta er skelfilegt og engin smá vinna að koma heimilinu í lag aftur...þú ert bara hetja að leggja í þetta!

Þú ert alveg mögnuð kona!

Bergljót Hreinsdóttir, 5.6.2008 kl. 17:46

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hugsa til þín !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 18:09

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bergljót! Þessar myndir eru teknar fyrir skjálfta.......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 18:19

13 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.