Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Sá ég spóa suðr´í Flóa......

Dagurinn er búinn að vera ótrúlega góður!

Byrjaði á að hitta Gunna Palla kokk í sundi. Hann er jafnskemmtilegur læf og hann er í bloggheimum. Hitti líka Sól dóttur hans, hún er glettilega lík mömmu sinni. 

Þegar ég var svo nýkomin heim úr hádegismat - já, maður verður nú að taka mat um helgar líka..... var bankað á dyrnar hjá mér og úti stóð maður sem hafði áhuga á "kraminu" í gamla oldsmobílnum sem ég leyfði syni mínum og vini hans að geyma í hlaðinu hjá mér........ Þar sem ég hafði ekki grænan grun um hvað maðurinn var að tala, hóaði ég í dúlludúskinn og upphófust samræður úti á stétt sem ég hafi minna en ekkert vit á. Um V6 - sem ég hélt nú bara að væri tyggjó Woundering og V8 - gangverk, beina innspýtingu og fleira í þeim dúr. Ég leyfði þeim bara að spjalla saman strákunum. Það kom svo upp úr kafinu að þessi maður var, ásamt vini sínum á fornbílasýningunni sem stendur yfir hér í bæ - hafði rekið augun í Ollann og vildi athuga hvort hann væri falur. Hann vantaði nefnilega varahluti í bíl sem hann var að gera upp.

Þeir voru svo nýfarnir þegar Sigrún renndi í hlað með forláta sítrónupressu! Síðan hef ég drukkið sítrónu- og appelsínu safa til skiptis og set klaka útí til hátíðarbrigða Wink Takk Sigrún - enn og aftur! Ég mæli með þessari græju! Hún er meiriháttar.......... Þarna er ég vitaskuld að tala um Sigrúnu Tounge

Ég var enn að horfa á eftir dekkjunum á bílnum hennar þegar síminn hringdi og mér var boðið í bíltúr um efri hluta Flóahrepps. Sem ég þáði Smile

Var svo rétt nýkomin heim aftur þegar Magga hringdi og vildi að við drifum okkur í gönguna sem hún var að plana. Sem við og gerðum. 

Meiri háttar gönguferð -  eða eftirlitsferð með vatnsbólum eins og við kusum að kalla hana. Við gengum fram á ísbjarnarskít, sáum glitta í eitthvað hvítt í fjarlægð sem hreyfði sig þunglamalega og reisti sig upp á afturfæturnar. Við vorum búnar að spana hvor aðra svo upp í svokallaðan ísbjarnaræsing að þegar hrossastóð birtist allt í einu á hæðinni fyrir ofan okkur - eða ok hólnum - það er voða lítið af hæðum í Flóanum...... vorum við sannfærðar um að þarna væri ísbjörn á ferðinni og létum okkur detta fagmannlega á milli þúfna og vonuðum að ekki væri langt í næstu refaskyttu W00t

Picture 394Það er falleg fjallasýn í Flóanum. Ég sá líka til Vestmannaeyja þar sem Hallgerður eldaði humar af miklum móð um borð í Golunni. Myndavélin vildi bara ekki taka mynd af því en ég veifaði henni þar sem við áðum við Skotmannahól. Hvar sagan segir að maður nokkur hafi skotið ör inn fyrir landamerki Vælugerðis og með þeirri bogfimi bjargað lífi einhverra ættingja sinna..... Ég segi nú bara: Höfðu þessir menn ekkert að gera?? Eltandi hvorn annan í löggu og bófa um þúfur og mela!!

Það eru skemmtileg örnefni þarna í Flóanum og mikil saga á bak við þau. Þar er Skotmannahóll, Orustudalur, Mannabeinamelur - sem, eins og nafnið gefur til kynna á afar sorglega sögu um systkini sem sökuð voru um að sofa saman og voru tekin þar af lífi. Beinin þeirra blésu svo upp þarna fyrir einhverjum árum - enda segir sagan að bein þeirra sem teknir eru saklausir af lífi komi upp aftur.................

Það er frábært að ganga svona í náttúrunni, ekki svo fjarri mannabyggðum en þó algjörlega út af fyrir sig. Hlusta á lóuna, spóann og rjúpuna. Hvíla hugann, spjalla um heima og geima eða bara rölta eftir slóðinni og hlusta á náttúruna!

Yndislegt InLove


Einkamál.is

Ef þið ættuð að skrifa prófæl um...... mig á einkamál.is hvernig mundi hann þá hljóma? En ef hann væri um ykkur? Tounge

Ég ætla að taka stikkprufur á ykkur.......

Jenný Anna! Fyndin, sexý rödd, greindarvísitala vel yfir stofuhita, stórreykingamanneskja. Áhugamál: Bækur og pólitík.

Fanney! Fyndin, yndisleg, falleg og gáfuð, finnst gaman að dansa og að lífinu almennt. Áhugamál: Hreyfing, útivist og karlmenn! 

Marta! Fyndin, gáfuð, sjarmerandi, listhneigð. Áhugamál: Ferðalög og útivist, ásamt lestri góða bóka og listsýningar.

Cesil! Dulúðug, einstaklega falleg augu, góð persóna. Áhugamál: Garðyrkja, börn og bæta heiminn! 

Sigrún! Falleg, mannbætandi, barngóð og elskar mannkynið! Er svo vel gift að hún færi aldrei inn á einkamál.is Heart

Guðný Anna! Gáfuð, sérstakur húmor, listhneigð. Áhugamál! Kaffihús og bókalestur.

Zordis! Listhneigð, falleg, fyndin, skáldleg mannelskandi og með góða nærveru. 

Huld! Smart, dugleg, full af eldmóð. Lætur engan segja sér hvað hún á að gera eða hvar hún á að vera og mundi þess vegna aldrei ganga út á einkamál.is (ekki að einhver geri það.....) W00t

Heiða! Falleg, fyndin, orðheppin, viðkvæm en þó ekki!

Dúa! Fyndin, gáfuð, hryssingsleg, feimin en ófeimin að láta allt flakka, viðkvæm, auðvelt að elska hana W00t

Ragga! Stórbrotin persóna, gáfuð, fyndin, yndisleg og færi aldrei inn á einkamál.is Heart

Anna! Margbrotin persóna, sem heillar alla, fyndin, gáfuð, falleg. Áhugamál: Hestar, bridge, skák og vín Wink

Solla! Fyndin, gleðikona? nei nei svona segir maður ekki! Síst af öllu þarna inni..... Sér spaugilegu hliðina á málum, falleg, gáfuð. Áhugamál: Unglingar og velferð þeirra.

Steina! Mannbætandi, elskurík, listhneigð, skapstór og falleg. Áhugamál: Dýr og að gera heiminn að betri stað að búa í.

Hallgerður! Fyndin, falleg, orðheppin, fljótfær. Kann skemmtilegar sögur. Áhugamál: Siglingar, lestur góðra bóka og mannrækt.

Helga Guðrún! Falleg, fyndin, fljótfær, afgerandi. Áhugamál: tónlist og karlmenn Wink

Rebby! Dugmikil, gáfuð, fyndin. Áhugamál: Daður, börn og bíómyndir. 

Dísa Dóra! Aðdáunarverð, fyndin, gáfuð. Áhugamál: Að hjálpa þeim sem hafa orðið undir í lífinu, börn og félagsstörf.

Katla! Viðkvæm, falleg, fyndin. Áhugamál: Dýr og börn.

Svana! Falleg augu, fallegt bros, skemmtileg. Áhugamál: Allt sem bætir mannfólkið og heiminn sem það býr í og garðyrkja. 

Jahá! Þið eruð svona fallegar og fágaðar upp til hópa! Nú held ég að ég fari að fleygja mér undir rúm. Þar sem skjólið er. Þetta er búinn að vera langur og strangur dagur og ég þarf að vakna snemma í fyrramálið.

Góða nótt!

 


Föstudagskvöld.......

....rauðvín í glasi, afgangar í matinn og afslöppun í gangi! Stefnir í dásamlega helgi!

Búin að fara út að skokka og stóð mig bara nokkuð vel í þetta sinn. Já - Eydís, ég skokkaði miklu meira núna en um daginn Whistling Lengri spöla eða segir maður speli? Gosh nú þarf ég að gúggla þetta - hér er spölur um spöl frá speli til spalar? Hér eru spölar um speli frá spölum til spala? Erfitt orð......... Spurning um að nota bara eitthvað annað..........? Ég fór allavega hraðar yfir núna en þegar ég mætti Eydísi um daginn og nennti þessu engan veginn! Sáuð þið hvað ég fór smúþþ út úr þessu? Tounge

Ég ætla að hitta Gunna Palla kokk í sundi - ætli það flokkist undir playdate? LoL Vitaskuld er ég að djóka Steina...... Heart Vona að hann verði með Sólina með sér Wink Svo ætlar Sigrún að reyna að koma við hjá mér - jafnvel þótt henni sé sagt að ég sé ávanabindandi! Ætli það sé þá svona þríhyrningur á mér einhversstaðar? Þið vitið.... bannað að keyra ökutæki og önnur tæki sem krefjast fullrar athygli eftir neyslu....... LoL Síðast en ekki síst ætlum við Magga að reyna að komast í göngu um helgina og ef ég þekki okkur rétt þá tekst það! Svo ætlaði ég að reyna að slá heimatúnið, klippa hekkið á Suðurtúninu og taka til heima hjá mér.... Spurning um að aflýsa afslöppuninni sem ég talaði um í upphafi og byrja á einhverju af þessu......... eða ekki!! Tounge Aflýsi frekar einhverju öðru - til dæmis tiltekt og slætti!

Muniði eftir laginu.... "Ég hlakka svo til. Ég hlakka alltaf svo til......." Ég er að söngla það núna.....

InLove


Hamfarablogg!!

Blóðsykurinn er kominn langt undir hættumörk hjá mér. Enda tröllríður geðvonzkan hér við einteyming!

Fór til kaupmannsins á horninu í dag - sem vill svo skemmtilega til að er Jóhannes í Bónus...... Ætlaði að kaupa, ásamt fleiru, sítrónupressu - þið vitið - áhaldið til að pressa safann úr sítrónunni! Ég geng fyrir sítrónum, takmarkið er að ná sama sýrustigi að innan og utan Tounge Geir var eitthvað að tala um að spara um daginn og ég sá það í hendi mér hvernig ég gæti náð betri nýtingu á sítrónum með svona græju............. Ég HLÝT að fá riddarakrossinn á nýjársdag - ég trúi ekki öðru!

Sítrónupressan fékkst ekki í Bónus þannig að ég hjólaði í Kuffjelagið - búðina hvar ég hélt að ALLT fengist! Ég gekk rekka eftir rekka og grandskoðaði hin ýmsustu eldhúsáhöld sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ættu að notast. Ég sá rifjárn með boxi fest á - sem hefði kannski verið sniðugt ef boxið hefði ekki snúið öfugt........ Ég sá fjölbýlisherðatré - sem ég hef ekki grænan grun um hvernig ætti að koma fleirum en fyrstu flíkinni á........... ég sá dósaopnara sem virkaði í mínum augum eins og varahlutur í dós - ég gæti ekki opnað dós með honum þótt ég ætti líf mitt að leysa!! En - það er ekki til sítrónupressa á Suðvesturhorninu! Hvað er í gangi? Hvurnig stendur á þessu??

Nú bíð ég spennt eftir svörum - bæði frá Jóa í Bónus og Mr. Nóatún - hver sem það nú er!! Tounge
Allt tók þetta svo langan tíma að maturinn er orðinn laaaangt á eftir áætlun og til að kóróna nú vitleysuna, asnaðist ég til að kaupa brún hollustuhrísgrjón sem taka óratíma í suðu!

Og svo er það pirringsjöfnunin! Ég sá hrikalega fallegan mann í dag Joyful


Gáta

Hvað er blátt og fer upp og niður?

Tounge


Smá leikur

Anna skoraði á mig að koma með gátu! Ég er náttúrulega eins og hin börnin og læt aldrei góða ögrun fram hér mér fara.........Tounge

Þannig að hér kemur gáta: Hvað er það sem blikkar og er gult, grænt, blátt, brúnt eða svart?

Joyful


Snúrublogg!

Enn ein dásamleg helgin að líða! Ég er búin að afreka ýmislegt. Sló heimatúnið og drekkti ormum á Suðurtúninu - drakk bjór og dottaði yfir sjónvarpinu. 

Ég sat úti í garði áðan með prjónana mína og íhugaði hvort ég ætti að nenna að skokka einn hring þegar skyndilega dimmdi yfir! Það fyrsta sem ég hugsaði var: ENGISPRETTUFARALDUR!! Jamm alfarið það fyrsta sem mér datt í hug, sitjandi á hjara veraldar.........Tounge Vitaskuld var þetta hins vegar þrumuskúr! Svo svakalegur að mér datt ekki einu sinni í hug að reyna að bjarga þvottinum inn af snúrunum. Muniði eftir laginu "....og það kom steypiregn og vatnið óx og óx...."? Mér leið eins og aðalpersónunni þar! Eina sem ég hugsaði um að forða voru konur og börn - í þessu tilviki hundur LoL

Ég sumsé haskaði mér inn og bakaði brauð og rabbarbarapæ. Á meðan ég skar rabbarbarann íhugaði ég hvort það væri nokkuð mikið mál að útbúa rabbarbaravín........ Það getur varla verið... Rabbarbari, sykur og ger, ásamt dassi af þolinmæði. Hver veit nema ég einhendi mér í það? Hugsið ykkur allan fjölbreytileikann sem rabbarbari býður uppá...... Pæ, grautur og vín að ég tali nú ekki um að borða hann bara eins og hann kemur af kúnni. Vorkenni svolítið fólki sem heldur að það sé bara hægt að búa til sultu úr honum! Það er svona svipað og að gera það alltaf í sömu stellingunni, með ljósin slökkt...... W00t

Ég náði að síkríta þvottavélina úr garðinum! Var meira að segja svo öflug að á tíu mínútum buðust tveir til að losa mig við hana.... Verð nú að segja að ég sé svolítið eftir henni.... ég kíkti líka á hana þegar ég fór upp á hauga í gær. Við erum nú búnar að ganga í gegnum ýmislegt saman ég og Zanussi LoL

Mér dettur hins vegar ekki í hug að segja ykkur hvað ég ætla að síkríta næst! Þá væri þetta orðin tveggja handa færsla Wink Þið getið bara gizkað.........

Eitt er á hreinu! Ég skokka ekki í svona veðri - ég meina ég gæti hlaupið....Sideways


Ögrandi samsæriskenning!

Það er verið að grípa miðaldra einstaklinga, bæði fyrir austan og í Keflavík, fyrir innflutning á eiturlyfjum! Þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt fyrir utan innflutning á óþverra að koma frá útlöndum og vera kallaðir burðardýr.

Í framhaldinu hef ég smíðað afar ögrandi samsæriskenningu. Kenninguna hef ég kosið að kalla: Bjarndýr í burðarliðnum!

Þau synda á land, Guðeinnveit hvaðan, geðstirð og full af óþverra, móttökusveitin er löggæslan og á hliðarlínunni bíða helspenntir, fjársterkir einstaklingar tilbúnir til björgunar! Já...... - ég sé það í hendi mér að ef ég held áfram á þessari braut, mun ég eiga yfir höfði mér ákæru vegna meiðyrða!! Þ.e. ef einhver les bloggið mitt ;)

Ég geri þess vegna bara eins og Ragnar Reykás og vend kvæði mínu í kross, nú þegar strax og spyr: Hvers vegna eru hin burðardýrin ekki bara hnakkaskotin líka? Ég er alveg viss um að þau eru afar geðstirð sitjandi niðri á strönd........... Sideways

Finnst ykkur að ég ætti að skokka aðeins minna? Minnka súrefnisinntökuna....... Tounge


Með fætur eins og veðhlaupahryssa.....

.....sagði amma mín eitt sinn þegar ég bauðst til að skondrast upp á háaloft fyrir hana að sækja eitthvað. 

Ég stend mig að því að líkjast ömmu æ meir með árunum! Ég er farin að hljóma ískyggilega mikið eins og hún - tala um að fara inneftir og úteftir...... Veðrið er alltaf betra í mínu hverfi...... -og svo þessi óendanlega þrjózka sem ágerist fremur en hitt, ef eitthvað er, nema í minni sveit heitir þetta ekki þrjózka heldur stolt...... Tounge

Amma fór aldrei út úr húsi nema vel tilhöfð - henni hefði aldrei dottið í hug að fara í Höfn með hárið út í allar áttir eins og Gilitrutt! Amma verzlaði aldrei í Kaupfélaginu - það var framsóknarbúðin, sjáðu til, og hún var sko sjálfstæðiskona fram í fingurgóma! Þar kannski skilur á milli, ég hef aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn - held að það sé eini flokkurinn sem ég aldrei hef kosið!

Ég sé hana líka birtast í systrum mínum. Man þegar við Eygló vorum eitt sinn staddar í Hafnarfirði á sautjánda júní að horfa á einhver skemmtiatriði og skiptum um stellingu á nákvæmlega sömu sekúndunni og stóðum þá báðar eins og amma......  og flissuðum svo að því eins og hálfvitar Wink

Á eftir ætlum við Ljónshjartað út að skokka í góða veðrinu. Ég þarf ekkert að passa á mér hnén - ég hef nefnilega fætur eins og veðhlaupahryssa Sideways


Hamingjan.......

Ég endaði daginn á Gospel tónleikum hjá Hvítasunnunni! Gospel er tónlist sem fær mig til að líða vel inni í mér....... get ekki lýst því neitt öðruvísi!

Aldeilis frábærir tónleikar. Ég var með Ljónshjartað úti í garði og leyfði honum að taka allan þann tíma sem hann getur tekið sér til að hnusa af hverju strái og míga nokkrum dropum hér og fáeinum dropum þar....... á meðan hlustaði ég á hinn himneska söng sem barst mér úr - þarna var ég næstum búin að segja neðra...... en vitaskuld meina ég næsta húsi....... Tounge

Það eina sem mig vantaði var hvatningin að koma inn og hlusta og hún kom í formi konu sem er alltaf svo brosandi og blíð - það er hreinlega eins og að líta í spegil að horfa á hana Wink Þarna var ég vitaskuld að djóka!! Allavega kom hún og bað mig endilega að koma inn og hlusta - það væru nokkur sæti laus! Eins og áður sagði - frábær tónlist og ég skal ekki leyna því að ég var stolt af frænda mínum sem kom upp og sagði nokkur orð! Langði mest að fara og knúsa hann svo montin var ég af honum Heart

Nú sit ég og söngla - svona inni í mér - lagið sem greip mig í garðinum........ Veit ekki hvaða lag þetta er og kann ekki textann almennilega en er yfirmáta sátt við þvottavélina úti, sem og annað. Svona þarf nú lítið til að gleðja mig Smile


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband