Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Fíflalegur maður

Mig dreymdi í nótt að það guðaði maður á gluggann hjá mér, þegar ég kíkti svo út - gleðin uppmáluð og svakalega gúddlúkking en fremur hissa því ég bý á annarri hæð og enginn ætti að geta náð upp í gluggana mína, (en ég var jú líka gleðin uppmáluð og svakalega gúddlúkking af því að þetta var draumur........) sá ég andlit á manni sem rétti mér fífil - stóran, fallegan, gulan, nýútsprunginn.

Gleðilegt sumar.


tuttugastaogfyrstaöldin

Engin smáskref sem tekin eru hjá minni núna. Ónei það eru svokölluð risaskref nú á að taka stökkið úr fjaðrapennanum í tölvuöldina.

Þetta þýðir að ég get hangið á netinu öll kvöld, vafrað um eins og heimskona skoðað bloggin ykkar og svarað þeim á svo skemmtilega hnyttinn hátt sem mér einni er lagið Whistling Heimsótt vini mína í útlöndum, tjattað á msn og allt.............

Tuttugastaogfyrstaöldin mætt, ég er meira að segja búin að fá mér netfang. Maður er nú ekki skvísa fyrir ekki neitt. Verð líklega prúðbúin fyrir framan skjáinn á morgun.

Og þá dettur mér eitt í hug. Væri ekki upplagt að finna upp tölvuskjái sem maður getur farið inn í. Þá getur maður farið í sólstrandarbúninginn, vafrað á netinu þar til maður finnur huggulega sólarströnd væri ekki verra er þar væru myndarlegir menn sem væru tilbúnir að hlaupa eftir öllum mínum bendingum - en nú er ég komin út í allt aðra uppfinningu LoL, stigið inn í tölvuskjáinn, et voila, þú ert þar......... Eða droppað inn í kaffi til Jennýjar eða til Árósa til Lindu og Erlu. Ætli fáist svona skjár? Kannski hjá Nasa? Eða ætti ég að sækja um uppfinningarleyfið eða hvað það nú heitir?

 

vippýý


Hetjur

Ég verð nú bara aðeins að tjá mig.

Mér finnst svolítið krípí þegar karaktarnir úr Heroes eru klipptir inn í íslenskt umhverfi........

.....svarti gaurinn á bryggjunni, ég fæ alveg gæsahúð - og það er ekki vegna þess að ég hafi eitthvað á móti svörtu fólki - sumir af mínu beztu svertingjum eru vinir! Svo finnst mér alveg jafn krípí þegar löggan sem heyrir fólk hugsa stendur við skólann!

Má ég þá frekar biðja um Hús lækni.

 


Draumaráðningar....

.....takk fyrir öll sömul.

Síðustu tvær vikur hafa verið einhverjar þær erfiðustu í lífi mínu. Þá er nú gott að eiga góða vini. Og ekki orð um það meir.

 


Cecil og fleiri góðir

Eruði góð(ar) að ráða drauma?

Mig dreymdi svo undarlegan draum......

..... mig dreymdi að ég væri í vinnunni Wink að laga tölvuna mína hún var í allt annarsstaðar í húsinu en vanalega. Þurfti að fara eitthvað á bakvið og finna kubb til að setja í tölvuna og fann þá gluggalaust hvítt aukaherbergi í húsinu, lítið og þröngt, kallaði á vinnufélaga minn einn og spurði hana hvort hún hefði vitað af þessu herbergi. Hún sagðist aldrei hafa séð það áður. Allavega fannst mér þetta herbergi allt of lítið og lokað fyrir mig þannig að ég tróð mér aftur út - já tróð mér.... hurðin var svo þröng að ég komst varla..... Svo rambaði ég á herbergið þar sem tölvan mín var og þá stóð fugl á lyklaborðinu. Ég var nú frekar hissa!!! hélt að þetta væri einhverskonar gúmmifígúra því hann var svo litfagur. Fagurblár allur með eldrauðan kamb. Samt var þetta ekki hani. Ég vildi ekki hafa þennan fugl inni og fór að reyna að fanga hann til að koma honum út og kallaði á aðra til að hjálpa mér. Náði honum svo loksins en þá fannst mér ekkert atriði að hleypa honum út lengur.

Var svolítið hissa þegar ég vaknaði því ég er ekki vön að muna draumana mína og fannst þessi eitthvað svo litríkur. Er ég kannski bara furðufugl? Smile

Datt svona í hug að setja þetta hér inn. Ef þið eruð slyng að ráða drauma megið þið alveg láta mig vita

Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband