tuttugastaogfyrstaöldin

Engin smáskref sem tekin eru hjá minni núna. Ónei það eru svokölluð risaskref nú á að taka stökkið úr fjaðrapennanum í tölvuöldina.

Þetta þýðir að ég get hangið á netinu öll kvöld, vafrað um eins og heimskona skoðað bloggin ykkar og svarað þeim á svo skemmtilega hnyttinn hátt sem mér einni er lagið Whistling Heimsótt vini mína í útlöndum, tjattað á msn og allt.............

Tuttugastaogfyrstaöldin mætt, ég er meira að segja búin að fá mér netfang. Maður er nú ekki skvísa fyrir ekki neitt. Verð líklega prúðbúin fyrir framan skjáinn á morgun.

Og þá dettur mér eitt í hug. Væri ekki upplagt að finna upp tölvuskjái sem maður getur farið inn í. Þá getur maður farið í sólstrandarbúninginn, vafrað á netinu þar til maður finnur huggulega sólarströnd væri ekki verra er þar væru myndarlegir menn sem væru tilbúnir að hlaupa eftir öllum mínum bendingum - en nú er ég komin út í allt aðra uppfinningu LoL, stigið inn í tölvuskjáinn, et voila, þú ert þar......... Eða droppað inn í kaffi til Jennýjar eða til Árósa til Lindu og Erlu. Ætli fáist svona skjár? Kannski hjá Nasa? Eða ætti ég að sækja um uppfinningarleyfið eða hvað það nú heitir?

 

vippýý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe varstu sem sagt að fá þér nýja tölvu kjéddling?  Hver er Jenny? Ég?? Ætla rétt að vona það.  Gleðilegt sumar kæra bloggvinkona!

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með tölvuna þína Hrönn mín.  Sannarlega gott að þú ert komin almennilega í samband

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband