28.11.2009
Ég hef alltaf verið veik fyrir tenórum.....
Ég hef verið að dást að því - mest svona með sjálfri mér, sem betur fer - hvað Kisuskottið mitt er gáfað kvekendi.....
Ég hef líka fundið ýmsar skýringar á því en sú sem hefur vegið hvað þyngst er vitaskuld sú að gæludýr líkjast eigendum sínum
Kattarskömmin reynir að opna dyr og beitir ýmsum brögðum, hann opnar skáphurðir, skrúfar frá ofnum ef honum finnst ekki nógu hlýtt og síðast en ekki síst elskar hann mig og það, gott fólk, er ekki öllum gefið Hann kemur með okkur Ljónshjartanu í göngutúra á morgnana og felur sig þegar annað fólk nálgast sem mér hefur fundist agalega krúttlegt og talið það honum til tekna að vera svona tortrygginn.
Mér var svo bent á það um daginn að ástæðan fyrir því að hann felur sig væri sú að hann væri svona vandur að virðingu sinni. Hann skammast sín fyrir að láta sjá sig úti með hundi og kjéddlingu. Ætli það sé ekki tóm lýgi líka þetta með gáfurnar.....?
Og þá að allt öðru...... Ég fór á jólahlaðborð í gærkvöldi með uppáhaldsiðnaðarmönnunum mínum. Ég veitti verðlaun fyrir bestu mynd úr hraðamyndavélum og ávítti þá sem eiga eftir að láta taka af sér mynd..... Ríkissjóði veitir ekkert af peningum þessa dagana....
Ég laumaði því að vinningshafanum að vélin væri stillt á myndatöku á 99 km. og bað hann endilega ef hann mögulega gæti að brosa um leið og hann brunar hjá þeim. Það léttir mína vinnu umtalsvert og gerir það um leið svo miklu meira spennandi að opna póstinn frá lögreglunni í Stykkishólmi Hann tók nokkuð vel í það.....
Annars er ég að hugsa um að kaupa mér svona myndavél. Þetta er örugg fjárfesting sem borgar sig hratt upp!
Athugasemdir
Kattarskömminni veitti nú ekki af smá meiri félagsskap Hrönn og þá meina ég félagsskap einhvers sem mjálmar.
Eru ekki líka veitt skammarverðlaun fyrir verstu mynd úr hraðamyndavélum ? Þar ætti ég séns og spurning hvort ekki mætti taka upp grettukeppni ?
Þú ert frábær.
Anna Einarsdóttir, 28.11.2009 kl. 14:32
Kötturinn er að sjálfsögðu að fela sig svo ekki komist upp um hversu gáfaður hann er - hann vill ekki vekja öfund hjá hinum kattaeigendunum sem fá sínar kisur aldrei með sér í gönguferð.
Ég keyri svo hratt að ég næst ekki á mynd
eða þá bara að ég er svo skynsöm að ég passa mig
eða þá að ég hef verið ótrúlega heppin hingað til
Ég skal spyrja fjölskyldumeðlimi innan lögreglunnar hvar maður kaupir svona myndavél - hrikalega sniðug tæki - heldur þú að þú getir fengið fólkið í Stykkishólmi til að framkalla fyrir þig??
Valgerður Ósk Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 20:47
hahhaha Anna..... Ég skal spyrja Ósómann
Valgerður Ósk! Framköllun...... ég sé að ég hef ekki hugsað þetta alla leið
Þekkirðu einhvern í Stykkishólmi?
Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2009 kl. 22:24
Kettir...eru klárir...og ekki öllum gefið að skilja þá. Þú ert greinilega ein af þeim sem getur lesið ketti...það get ég ekki....
En ég skil hundinn minn....
Þú ert snillingur
Bergljót Hreinsdóttir, 28.11.2009 kl. 22:53
Ég bjó á Snæfellsnesi í 4 ár svo ég kannast við 1 eða 2 þar
held að síminn hjá þeim sem framkalla sé 112 - gæti samt alveg haft rangt fyrir mér því ég er pínu talnablind og er þess vegna ekki stærðfræðikennari
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:24
Framköllunarþjónustan í Borgarnesi framkallar fyrir Hólmara. Það endar með því að ég framkalla allar þínar myndir Hrönn og get þá líka tekið sæti í dómnefndinni ef þú óskar sérstaklega eftir því.
Anna Einarsdóttir, 29.11.2009 kl. 00:30
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.11.2009 kl. 01:04
Já Jóna Kolbrún og alltaf að verða betri og betri
Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 07:42
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 11:50
Allir vita að það er langt fyrir neðan virðingu katta að láta sjá sig í göngutúr með hundi og kjeddlingu.
Hraðamyndavélaverðlaun, það sem þér dettur í hug Hrönn mín. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2009 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.