20.11.2009
Mér var boðið í bíltúr í dag....
...og þáði það vitaskuld. Það er ekki á hverjum degi sem mér er boðið í bíltúr, þótt þeim fari að vísu fjölgandi.
Við ókum sem leið lá í austurátt. Ég skoðaði gamla bæinn að Keldum sem var búið í frá því um aldamótin 1200 til ársins 1946. Þar voru mér sýnd göng sem voru útbúin sem flóttaleið á sínum tíma... Já... fólk hefur ekki alltaf sofið rótt..... Ég fékk líka að kíkja inn í kirkjuna að Keldum og fékk sem áhugamanneskja um altaristöflur fyrirlestur um altaristöfluna þar. Virkilega fróðlegt og falleg tafla.
Stefnan var síðan sett á Hamragarðaheiði og var ætlunin að skoða námuna sem grjótið í Landeyjahöfn er tekið úr. Á miðri leið blossaði upp svartur reykur í fararskjótanum, eðalskoda..... þannig að við snérum við. En eins og ég sagði ferðafélaganum; Þegar ég segi þessa sögu á elliheimilinu þá skíðlogaði bílfjandinn og þú rétt ræður hvort þín saga verður ekki samhljóða. Ég meina það er assgoti hart ef maður þarf að vera að samræma sögur á elliheimili þar sem enginn man nokkurn skapaðan hlut hvort eð er.....
Við fórum síðan í Landeyjarfjöru - ég eeeeelska þennan svarta sand..... þennan úfna sjó... en ég veit ekki hvort ég þori nokkurn tíma þarna yfir.... Af hverju er ekki bara byggð brú? Só vott þótt skip þurfi að taka á sig "smá"krók?
Til vara legg ég til að Landgræðslan verð lögð niður
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Hahahaha Til vara leggur þú til að Landgræðslan verði lögð niður.
Hugmyndum þínum eru engin takmörk sett.
Anna Einarsdóttir, 20.11.2009 kl. 23:35
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.11.2009 kl. 00:45
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 10:40
Alveg óþolandi að þurfa að standa í að samræma sögurnar á elliheimilinu Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2009 kl. 13:36
ég hef heilmikinn áhuga á kirkjum og hafði ætlað mér í áföngum að skoða þær flestar nánar en svo sá ég Sveppa, Audda og Gillz í gær. Teknar myndir af þeim á sprellanum við ýmsar kirkjur...
förinni er a.m.k frestað
Ragnheiður , 21.11.2009 kl. 20:53
Blessuð vertu ekki að láta þá vitleysinga eyðileggja fyrir þér áhugamálið!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2009 kl. 09:10
Nákvæmlega! Ég hef yfirleitt betur í sögufrásögnum og hef þróað með mér tækni þegar samsögumaður ætlar að leiðrétta mig! Þá segi ég yfirleitt "þú varst í sjokki". Það yfirleitt þaggar niðrí þeim. "það skíðlogaði í faraskjótanum og í sömu mund gaus hver rétt við húddið". Where there is smoke there is fire!
Garún, 22.11.2009 kl. 12:01
Auðvitað skelltir þú þér í bíltúrinn .... Svo hef ég heyrt af fólki sem hljóp nakið eftir sandinum akkúrat þennan sama dag .....
Ertu áhugamanneskja um brimbretta töflur lika? Gætum sörfað saman næsta sumar.
www.zordis.com, 22.11.2009 kl. 19:23
hahhahaha Zordís! Það hefur ábyggilega verið áður en ég kom.....
Garún! pant vera á sama elliheimili og þú!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2009 kl. 20:20
Já merkilegt! Mér er svo sama þó ég sjái ekki sjó í marga mánuði jafnvel ár en alltaf þegar ég fer austur fell ég í stafi, hvað sem það nú þýðir að falla í stafi. Ég elska þennan biksvarta sand!
Ía Jóhannsdóttir, 22.11.2009 kl. 21:21
"...og þáði það vitaskuld. Það er ekki á hverjum degi sem mér er boðið í bíltúr, þótt þeim fari að vísu fjölgandi."
Dögunum eða bíltúrunum? Skiptir í sjálfu sér ekki máli, en mikið lifandis ósköp og skelfing er alltaf gaman að lesa færslurnar þínar. Sagt það áður og segi það enn...ef maður vill eiga góðan dag, með bros á vör og hæfilega beygðan vinkil á daginn, tilveruna, ástandið og allt hitt......lestu Hrönnsluna
Halldór Egill Guðnason, 27.11.2009 kl. 02:25
Elsku Zordís. Ég kann ekki skýringu á fjarvist minni hér, en eitt er víst að það er gott að koma aftur ,,heim". Þú kitlar hláturtaugarnar að venju og svo rennur textinn niður eins og ljúfasti aðalréttur.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:54
Gott að ég næ að beygla daginn þinn Halldór - alltaf gaman að fá þig í heimsókn ;)
Sólrún mín. Mikið lifandis ósköp er ég búin að sakna þín.
Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.