Flokkum og skilum.

Ég vaknaði hrikalega snemma.

Ákvað að nú væri góður tími fyrir göngutúr með dýragarðinn. Allar fyllibyttur örugglega farnar heim og hinir ekki komnir á stjá. Heyra í mér - það eru fyllibytturnar og hinir....... Lífið er svo einfalt þegar maður er búin að skipa fólki í flokka Sideways

Ég sumsé klæddi mig í kuldagallann, nánast yfir náttkjólinn og henti kettinum út fyrir á meðan ég reimdi skóna mína því það er sko ekkert grín að reima skó með kátan kettling á svæðinu..... Lagði svo af stað, hvorki þó með nesti né nýja skó. Þegar ég hafði gengið smáspöl áttaði ég mig á því að það var eitthvað aukahljóð í umhverfinu. Það var þá kattarósóminn sem hafði ákveðið að skella sér með okkur.... Hrekkjusvínið reyndi nokkrum sinnum að snúa honum til baka með akkúrat engum árangri þannig að hann skokkaði sæll og glaður með okkur hringinn.

Hlín hrekkjusvín snéri sér þá hikstalaust að því að hræða gamlar konur - sem greinilega höfðu ákveðið að taka daginn snemma.... nema þær séu fyllibyttur og ekki komnar lengra.....? - og blaðburðarfólk. Ég náttúrulega var búin að steingleyma því að fólk kaupir ennþá moggann. Allavega sumt fólk Tounge Nú get ég flokkað fólk í fyllibyttur, moggakaupendur og hina.....

Ljónshjartað og Hrekkjusvínið liggja nú og sofa en litli Ósóminn er enn úti í garði að veiða laufblöð. Svona líka himinglaður að hafa loksins fengið að koma með okkur.

Helgin og einskær hamingja framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2009 kl. 13:05

2 identicon

Algjörlega nauðsynlegt að flokka

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Flokkum og hendum ? 

Anna Einarsdóttir, 14.11.2009 kl. 20:22

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þegar ég fer í göngutúra með hundinn minn eru iðulega tvær kisur sem fylgja okkur.  Ég þarf að fara að læra að henda, ég er allt of fastheldin á það sem ég hef einhverveginn eignast. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.11.2009 kl. 23:56

5 Smámynd: Ragnheiður

Hvert skilaðirðu fyllibyttunum ?

Þú varst bara búin að flokka í sögunni...

Knús á þig mín kæra

Ragnheiður , 15.11.2009 kl. 13:52

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Cesil

Skralli! Algjörlega.....

Anna! Jú... spurning.....

Jóna Kolbrún! Já það eru ábyggilega margir sem þurfa að læra að henda ;)

Ragga! Ég er löngu búin að skila minni fyllibyttu

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2009 kl. 17:16

7 Smámynd: Vilma Kristín

Auðvitað á kötturinn að fara með ! Hvað annað?

Vilma Kristín , 16.11.2009 kl. 20:31

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segðu Vilma! Það finnst honum allavega ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2009 kl. 21:02

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gurrímalla ert þú ein af þeim sem fer með ketti í göngutúra dísussss..... well all the same I like u.

Ía Jóhannsdóttir, 18.11.2009 kl. 21:15

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhaha Ía! Kattarósóminn elskar mig bara svo mikið. Hann heimtar að koma með þegar ég fer út með hundinn ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 21:28

11 Smámynd: Ragnheiður

haha gamli kisi fer stundum með en litli kisi hefur ekki prufað það ennþá

Ragnheiður , 19.11.2009 kl. 01:47

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er ótrúlega fyndið að fara út að ganga með kött ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband