Jesú er besti vinur barnanna.....

Ég þurfti að fara til Hafnarfjarðar í gær sem einkabílstjóri. Á meðan ég beið ákaflega þolinmóð eftir farþeganum mínum - eins og hver annar góður bílstjóri - dró ég upp prjónana mína og prjónaði nokkrar umferðir.

Það er svo skondið að um leið og ég dreg upp prjóna telur fólk í umhverfinu að ég sé meinleysisgrey og byrjar að tala við mig........Tounge Sem er ekki slæmt - betra að tala við konuna sem deilir setustofunni með þér heldur en horfa á hana dotta. Þetta er ákveðið mannfræðiverkefni. Ég man þegar ég beið eftir pabba á sínum tíma í Kringlunni á Landsanum. Sjö borð í afgreiðslunni hjá rauðakrosskonunum í sjoppunni og þeir tveir sem komu og settust niður settust báðir við borðið hjá mér! Mömmur þeirra eru ábyggilega prjónakonur og þeir hafa fyllst jafnmiklu öryggi við að sjá mig og konur sem nota vespre....

Næst ætla ég með prjónana á barinn W00t

Ég skrapp svo í klaustrið að skoða nunnur - ætlaði að athuga hvort þær væru með skalla og ef svo hvort hann væri þá bónaður - ég þekkti nefnilega einu sinni mann sem sagði mér að nunnurnar í Hafnarfirði væru ekki með neitt sjónvarp og bónuðu á sér skallann á kvöldin..... en þær voru búnar að setja upp höfuðbúnaðinn og brostu svo kurteisar og blíðlegar til mín um leið og þær buðu mér að gjöra svo vel - að ég kunni ekki við að vera dóni. 

Ég sagði hins vegar Mömmusinnardúlludúski, sem liggur viti sínu fjær af sjúkdómi sem við viljum ekki kalla svínaflensu, þegar ég kom heim að ég hefði ákveðið að ganga í klaustur og hefði heimsótt nunnurnar fyrr um daginn til að undirbúa mig....

... hann lét sér fátt um finnast og sagði mér að hann kæmi ekki til með að kalla Jesú pabba. Þrjózkan í þessum dreng. Það er alveg sama hvaða karlmann ég kem með heim.......

Það er verst að ég veit alveg hvaðan hann hefur þessi þrjózkugen. Þau eru runninn beint í æð af Austurveginum - sorrítúsei! Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú mætir á barinn með vespré í brókunum og prjónana í höndunum og viðstaddir munu fyllast svo miklu öryggi að þeir gleyma að fylla sjálfa sig.

Anna Einarsdóttir, 11.11.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hannyrðakonur eru svo traustvekjandi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.11.2009 kl. 01:29

3 identicon

Á strætó stoppustöðum og á biðstofu lækna talaði fólk saman í "denn"ER ÞAÐ BAÐ UM ELD.Félagslegar reykingar.Prjónar virka greinilega eins en eru mikið hollari

Er grísaveikin í gangi eða þrjózkuveikin hehehe?Góðan bata til mömmusinnardúlludúsk

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:51

4 identicon

Helduru ekki að þrjóskan hafi komið upprunalega frá Laugaveginum rvk? Man eftir fleirum þrjóskum þaðan, amk bjó ein þaðan í Efstasundinu!!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 20:06

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha Sigrún. Jú það er einmitt það sem ég meina.... ég held að þessi þrjózka sé beint úr æð af þjóðvegi nr. 1

Skralli.... félagslegt prjón - það er nafnið!

Anna! Verst ef þeir fylla mig.....

Jóna! Já - greinilega ákaflega traustvekjandi prjón ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2009 kl. 22:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já prjónakonur eru mjög traustvekjandi.  Synd að ég er hætt að prjóna.  Þú verður glæsileg með prjónana á barnum.  Þarftu þá ekki að fullkomna myndina og vera í þjóðbúningi?  Eins og gamla konan í Þórskaffi í denn, ég man ennþá eftir henni eftir næstum hálfa öld.     Og einu skiptin sem ég hitti hana var við innganginn á þeim ágæta stað. 

Vona að dúlludúskurinn hressist.  Það er ekki gott til afspurnar að deyja úr hræðslu.  Það þarf að minnsta kosti að vera ögn meiri ástæða til þess arna.  Knús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2009 kl. 11:04

7 Smámynd: Gulli litli

Ég er sannfærður um að þú fengir frið fyrir ágengum karlpeningi ef þú tækir upp prjóna á barnum....þó er það ekki víst...en prófaðu..

Gulli litli, 13.11.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband