Fallegur dagur.

Ég vaknaði snemma - það gerist oft þegar maður sofnar snemma. Ekki heldur sjónvarpið fyrir mér vöku svo mikið er víst! Fór í góðan göngutúr með Ljónshjartað. Sólin sindraði á snjónum og áin rann hljóðlega í átt til sjávar, skreytt glitrandi klakahröngli.

Í dag er liðið ár frá því að pabbi dó og við ætlum að hittast systkynin heima hjá mömmu. Hún ætlar að elda súpu og ég er að undirbúa brauðið.

Ég er svo þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um pabba minn. Það er ekki öllum gefið. Það er svo undarlegt að eftir því sem tíminn líður þeim mun sterkari verða minningarnar og þær poppa upp við ólíklegustu aðstæður.

Hann er ljóslifandi í huga mínum. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eigið ljúfan dag Hrönn mín

Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: www.zordis.com

Pabbi þinn lifir í minningunni, hann var góður maður!

Það er yndislegt að þið ætlið að hittast saman. Knús á þig elskan mín og njótið samverunnar!

www.zordis.com, 29.3.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Minningarnar getur enginn tekið frá manni.

Þær eru með því dýrmætasta sem við eigum. 

Anna Einarsdóttir, 29.3.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Njóttu dagsins með fjölskyldunni Hrönnslan mín.... það er dýrmætt að eiga góðar minningar....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.3.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegt Hrönnsla mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2009 kl. 11:08

6 Smámynd: Einar Indriðason

*Knús*

Einar Indriðason, 29.3.2009 kl. 15:33

7 identicon

Byrjunin á blogginu er bara eins og góð bók, endirinn  á blogginu er hugljúfur og ég sendi þér STÓRT KNÚS elsku Hrönn mín minningin lifir.

Kveðja Stína

Stína (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Hrönn mín og til hamingju með pabba þinn elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2009 kl. 22:21

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...psst ég var að senda þér tölvupóst útav Leshrignum en fékk hann endursendan. Ertu komin m nýtt netfang?

Marta B Helgadóttir, 30.3.2009 kl. 08:47

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm - ég skal senda þér póst svo þú hafir það :)

Hrönn Sigurðardóttir, 30.3.2009 kl. 09:10

11 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:25

12 Smámynd: Ragnheiður

Ég sé ána, silfurglitrandi.

Ég elska hinsvegar hann Lois þarna enda hef ég oft birt hann mín megin.

Þú ert hinsvegar langflottust alla leiðina

Ragnheiður , 30.3.2009 kl. 18:10

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er gott að eiga góðar minningar um foreldra sína og aðra þá sem farnir eru.

Helga Magnúsdóttir, 30.3.2009 kl. 22:51

14 identicon

Til þín frá mér.Ég stend fyrir aftan einsöngvarann.Með sítt hár og gleraugu http://www.youtube.com/watch?v=JGhDyMrkBYQ&feature=player_embedded

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:50

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 31.3.2009 kl. 22:37

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Til þín elsku Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2009 kl. 23:20

17 Smámynd: Auður Proppé

Yndislegt að eiga svona góðar minningar um pabba sinn.

Auður Proppé, 31.3.2009 kl. 23:25

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég stalst líka inn takk fyrir lagið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2009 kl. 12:17

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Enginn að stelast hér Milla mín. Allt opið - ég er eins og hver annar framsóknarmaður....

Takk fyrir mig öll sömul

Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband