5.2.2009
Sigg á sálina?
Það er viðurstyggilega kalt úti og ég er notalega þreytt eftir daginn sem byrjaði á vatnsfimi hjá Brjáluðu Betu ;)
Ég gekk með hundana upp með á eftir hádegi og tárin sem féllu - vegna kulda - að sjálfsögðu, ég græt ekki, nema af frekju....... þau frusu jafnóðum og þau féllu. Ekki var það nú til að hlýja mér......
Hundarnir voru hinsvegar algjörlega í essinu sínu og létu eins og þau tækju ekki eftir því að það voru -9 gráður á mælinum og rok að auki. Þau hlupu á eftir Krumma fram og til baka.......... ég hefði hugsanlega átt að gera það líka. Kannski mér hefði þá ekki orðið svona kalt........?
Ég var að spá og spekúlera þar sem ég gekk, gólandi á hundana í dag, í eina spurningu sem ég fékk í vísindarannsókninni um daginn - og já, ég var líka spurð um kynferðislega áreitni - aftur :Þ en þessi spurning hljóðaði svona: Ef þú gætir á dularfullan hátt fjarlægt allar sársaukafullar upplifanir í lífi þínu. Mundir þú þá gera það?
Mér finnst þetta svolítið vera spurning um að koma sér upp siggi á sálina...... Hverju hefðir þú svarað?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Ég held að ég myndi segja nei. Ef hluti af lífsreynslu manns er tekinn burt er maður ekki lengur maður sjálfur. Kannski væri maður mikla betra eintak. Þetta er vandasöm spurning.
Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 20:38
Fjarlægja allar sársaukafullar upplifanir? Hvað stæði þá eftir? Er það ekki að hluta til það sem mótar mann?
Vilma Kristín , 5.2.2009 kl. 20:40
Þegar upp er staðið og eftir á að hyggja.......nei. Hvernig gæti maður skilgreint góða upplifun ef ekki væri slæm upplifun í farteskinu.
Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 20:40
Á meðan á þessari stundu stendur þá myndi ég bakka út úr henni en eins og kvenndin hér að ofan segja að þá myndi kona eflaust kaupa sér siggtætara og syngja tryllt eftir fótanudd og raspa svo af ....
Sálin er í slípun og öll reynsla gerir okkur að þeim frábæru einstaklingum sem við erum.
Ég myndi halda litlum tárakertum í frysti og setja þau á flösku þvííííí þegar þú ferð í maraþonið þá er ekkert eins gott eins og að drekka köld tár!
lövjú girl!
www.zordis.com, 5.2.2009 kl. 21:46
Í dag segi ég hiklaust nei, vildi ekki fjarlægja það sem ég hef upplifað. En frá og með deginum í dag segi ég já... vil vera hamingjusöm til æviloka af því mér finnst ég alveg nógu þroskuð. Kommon... maður þarf nú ekki að vera ofþroskaður.
Ef ég gæti á einhvern dularfullan hátt fjarlægt allar sársaukafullar upplifanir hjá öðrum, þá segi ég já, það myndi ég gjarnan vilja.
Anna Einarsdóttir, 5.2.2009 kl. 21:57
Ef ég gæti ráðið og tekið burtu sársaukafullar minningar? Tja... það eru nokkrar sársaukafullar minningar sem ég gæti hugsað mér að fjarlægja. En, þá er maður ekki lengur akkúrat sá sem maður er.
Ég held því að þó það hljómi freistandi... þá held ég segi nei, samt sem áður.
Einar Indriðason, 5.2.2009 kl. 21:58
"There are things that you dont need to learn..."
En að ylja sér um tærnar á hundum er gott...
Steingrímur Helgason, 5.2.2009 kl. 23:10
Mitt svar væri alveg örugglega JÁ, sumar sársaukafullar minningar geta skemmt manneskju fyrir lífstíð
Auður Proppé, 5.2.2009 kl. 23:19
Ég hefði sagt já, að þær væru nokkrar sem ég hefði getað verið án, alveg örugglega sko.
Sumar fengju að hanga inni.
Sigg á sál? Ekki hjá mér, er með lungamjúka og hreina sál eins og Ésú. Hehemm.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2009 kl. 23:53
Siggi á sálinni ég mislas þetta eitthvað .Já ég get alveg verið án nokkurra áfalla sem komu ókeypis.En er það ekki einmitt lífsreynslan sem gerir okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag?Rosalega er ég djúp svona um miðja andvökunótt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 01:34
Já sálin er flókið fyrirbæri og á ekki einfalt svar við þessu svo ég strends ekki prófið.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.2.2009 kl. 11:26
Nei veistu að ég held að ég vildi barasta ekkert vera án erfiðu reynslunnar/reynslnanna þrátt fyrir allt. Segi nú oft til dæmis um mitt ofbeldissamband að í dag er ég þakklát fyrir þá reynslu því hún styrkti mig og gerði mig að þeirri sem ég er. Vissulega hefði hún svosem mátt endast í færri ár samt
Dísa Dóra, 6.2.2009 kl. 15:31
Það hvernig við eyðum deginum er í raun smækkun á hvernig við eyðum ævinni.
Marinó Már Marinósson, 6.2.2009 kl. 16:27
Ég segi hiklaust nei.Þanþolið er að vísu mismikið hjá mannfólkinu en sólin heldur alltaf áfram að skína og loks tekur maðir eftir henni.
Hins vegar væri ég að ljúga ef ég segði að mig langaði ekki að tugta einn og eina til........
Solla Guðjóns, 6.2.2009 kl. 16:45
Bara að kvitta fyrir innlitið - svona til að minnka frænkueineltið sem ég á í vændum ef ég geri það ekki...
:-)
Inga frænka (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 19:27
ég myndi ekki vilja þurrka þær út ... eins og hinir hafa sagt þá mótar erfiðu stundirnar jafnt og þær góðu okkur sem einstaklinga
ég er æðisleg og því vil ég ekki breyta þú ert æði líka ... ekki breytast
Rebbý, 7.2.2009 kl. 05:14
Góða helgi.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2009 kl. 11:51
Fyrst það er spurning um allar eða enga, ja þá er ég ekki viss. Margar sársaukafullar upplifanir snerta vissulega svo marga aðra en mig og víst mættu þær fjúka fjandans til.
En... Hér er ég og eins og alltaf snýst þetta um sorg og gleði, kulda og hita, hlátur og grát. Það var yndislegt veður í dag, gaman að anda að sér Elliðaárdalnum eins og hann lagði sig og fylla hjartað af þessari óumræðilegu vetrarfegurð. Það er líka gaman að renna sér á rassinum í góðri brekku, spá og spekúlera.
Knús á þig elsku Hrönn.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 16:05
Sem betur fer á ég ekki margar sársaukafullar minningar. Ég myndi hins vegar klárlega svara þessu neitandi þar sem ég hef þá trú að ef maður hefur ekki upplifað sorgina þá getur maður ekki vitað hvað gleði er. Og ef maður lifir heilt líf án þess að finna til sársauka þá kann maður ekki að meta lífið sitt,
Hamingjan felst í því að þekkja báðar hliðarnar...ljósið og skuggann...ekki satt????
Bergljót Hreinsdóttir, 8.2.2009 kl. 03:48
Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.2.2009 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.