Ég sá ljósið...

Í dag er 1. febrúar. Í dag er dagurinn sem ég gifti mig fyrir tuttuguogþremur árum! Spáið í það!! Ég gæti næstum því verið búin að vera gift jafnlengi og ég var gömul þegar ég giftist.

Ég skal segja ykkur - í trúnaði - að þegar sá dagur rennur upp að ég er búin að vera fráskilin í jafnmörg ár og ég var gömul þegar ég gifti mig, þá verður haldin hátíð.

Ég er vön að halda upp á þennan dag með því að fara út að borða. Veit ekki hvað ég geri í dag. Ég er allavega búin að baka Kærleiksbollur og súkkulaðihorn, sé svo til hvort ég nenni út að borða í kvöld.

Það er allavega engin ástæða í mínum huga til að hætta að halda upp á daginn þó ég hafi hætt að halda upp á manninn Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

gott hjá þér ... ég held reyndar ekki upp á daginn sem ég gifti mig en það er kannski vitleysa ... var náttúrulega prinsessa á þessum degi og yfir mig hamingjusöm þó hamingjan hafi ekki enst út lífið eins og hún átti að gera  híhíhí
Allavega til lukku með daginn ÞINN

Rebbý, 1.2.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

njóttu kærleiksbollana.... og mér finnst heldur engin ástæða til að hætta halda upp á þennan dag.... þó þú hafir hætt að halda upp á..hann.... þú veist......

Njóttu dagsins..... sendi þér rósir í huganum......

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.2.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Vilma Kristín

Til hamingju með daginn, njóttu hans. Ég á það alveg til að halda uppá minn brúðkaupsdag þó það sé ekki regla... en um að gera að nota hvert tækifæri til að gera ietthvað skemmtilegt!

Vilma Kristín , 1.2.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Ragnheiður

Öhh..til hamingju með daginn (held ég)

Ragnheiður , 1.2.2009 kl. 13:41

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eftir þennan lestur reikna ég og reikna og reikna...    "Fráskilin í jafnmörg ár og þú varst gömul þegar þú giftir þig að frádregnu árinu sem þú varst trúlofuð" 

Ég held upp á daginn með þér af því að ég held upp á þig. 

Anna Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 13:53

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Til lukku.    og búin að baka bollur!   jeminn dúdda mía.   Maður fer nú bráðum að breyta sunnudagsrúntinum meira í austurátt.    

Marinó Már Marinósson, 1.2.2009 kl. 15:17

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gód Hrönn...Mér hefur aldrey dottid í hug ad halda upp á daginn á kallsins.Tad er nú alltaf gaman ad hafa tilefni til einhvers

Knús til tín

Gudrún Hauksdótttir, 1.2.2009 kl. 15:23

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krútt.  Ég hef á tilfinningunni að Þorláksmessa (úthendidagur Hrannar) sé þér kærastur í hjónabandslegu samhengi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 17:15

9 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með daginn .... skála í gylltu og var að leggja lokahönd á Appelsínugulu rómantíkina ... Ætla að taka mynd og senda þér ...

Knús og kossar á þig mærin mín!

www.zordis.com, 1.2.2009 kl. 17:19

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég bara trúi ekki að við höfum farist á mis í gær Hrönnslan mín...þú veist að við höngum alltaf við Thorvaldssen á byltingardögum og súpum kaffi undir húsveggnum..erðaeggi? Þessar kærleiksbollur og dugnaður þinn í eldhúsinu fara nú að draga konu í bíktúr austur fyrir fjall...til hamingju með daginn. Ég var að reikna mitt..ég er orðin eldri í bandi en óbundin..hvað segir það??

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 17:24

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...að Óli er góður maður

Hlakka til að sjá hana Zordis :)

Jenný! Það er ekki fjarri lagi.......

Takk Anna! Hættu bara að reikna ég skal bara hnippa í þig þegar sá dagur rennur upp ;)

Takk fyrir blómin Fanney

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 18:33

12 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju með daginn og jömmí, kærleiksbollur, það er ekkert slor!

Ást...af sófanum... ;)

SigrúnSveitó, 1.2.2009 kl. 19:35

13 identicon

Elsku Hrönn.  Ég er svo glöð að hafa kynnst þér.  Þú bakar lífið á alveg einstakan hátt. 

Ég man hreinlega ekki daginn sem ég skilidi.  Kannski veit ég bara ekki alveg hvort það er dagurinn sem ég ákvað að skilja, dagurinn sem ég tilkynnti að þessu væri lokið eftir 28 ár, eða hvort ég eigi að reikna daginn sem við fórum til sýslumanns, daginn sem við áttum skemmtilegt samtal við prestinn, eða daginn sem pappírarnir komu.  En dagar skipta nú ekki svo miklu máli nú orðið.  Frábært hjá þér að halda upp á daginn og kannski bara nýjan mann? Ha?  Hvernig væri það?

Ég er næfurþunn í dag, en samt drakk ég ekki áfengi í gær.  Hvernig getur staðið á þessu?  Ég er syfjuð, síþyrst og þreytt.  Kannski er ég með sísyfju.

Kærleikskveðjur.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:37

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Wów...auðvitað heldurðu upp á daginn...dagurinn var ábyggilega frábær þegar hann var og hét...fullkominn...eins og slíkir dagar eru alla jafna....

Til hamingju skemmtilega kona og verði þér allar þínar ótrúlega ljúffengu kærleiksbollur og súkkulaðihorn að´góðu!!! Namminamm....

Og svo vona ég að þú hafir skokkað út að borða líka....til að fullkomna herlegheitin!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 1.2.2009 kl. 21:33

15 Smámynd: Brattur

Hér ríkur alltaf úr bakstursofninum... ég þarf alltaf að hafa eitthvað gott til taks að narta í áður en ég fer inn á þessa síðu...

Brattur, 1.2.2009 kl. 21:57

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvað segirðu Brattur !    Ertu að baka og gefur mér ekki með þér ? 

Anna Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 22:02

17 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með daginn Hrönnslið mitt

Dísa Dóra, 1.2.2009 kl. 22:30

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með daginn, elsku bolluogcroissantbaksturskona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.2.2009 kl. 00:32

19 identicon

Ég og húsband gleymdum okkar hátíðar-afmælis-brúðkaupsdegi síðast.Þá voru komin 18 ár.Þegar ég fékk lögskilnaðarpappírana frá x hjónabandi senda til mín ,hélt ég uppá það með því að fara út að borða.Dýrt.Kærleiksbollur eiga vel við.Til hamingju með eitthvað

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:55

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Frábært að heyra að þú haldir upp á daginn en ekki manninn. - Veistu ég mundi apa þetta eftir þér ef ég gæti munað hvaða dag ég gifti mig, en mér er það lífsins ómögulegt, en ég man hvaða mánuð það var, held ég. - Til hamingju með daginn þinn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.2.2009 kl. 14:02

21 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég held upp á tvennt. Daginn sem ég skildi við fyrrverandi og daginn sem ég giftist núverandi.

Helga Magnúsdóttir, 2.2.2009 kl. 22:07

22 identicon

Pant fá á koma í veisluna þegar hún verður haldin. Ég var í hinni mannstu. Og af hverju ertu ekki með uppskriftina af súkkulaðibitasmákökunum hennar ömmu þinnar? Þær bestu sem eru til.

sigrún frænka (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:26

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sigrún! Vitaskuld býð ég þér..

....ég skal skella súkkulaðibitasmákökunum inn við tækifæri! Þær eru að vísu svona fjölskylduleyndarmál - en það er allt í lagi ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 08:17

24 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með lukkudaginn.Ég er búin að setja mig á gestalystann þegar þú verður jafngömul skilnaðarárunum

Solla Guðjóns, 3.2.2009 kl. 09:13

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Missti af þessu vonandi hefur þú átt góðan dag þann fyrsta Hrönn mín.  Risaknús til þín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 09:25

26 identicon

Í guðs bænum ekki ljóstra upp um fjölskylduleyndarmálin!!! Ég á þessa uppskrift sko, er í fjölskyldunni ekki satt!!! En þetta eru bestu smákökur í heimi!!

sigrún frænka (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:47

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sigrún mín! Allir rólegir. Hér blasta ég hverju leyndarmálinu á fætur öðru og enginn tekur eftir því

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 17:37

28 Smámynd: Einar Indriðason

Það er nefnilega ekki nokkur lifandi kjaftur sem les bloggið hennar Hrannar...

(Við hin erum bara róbottar - eða þjarkar, upp á íslenskuna.....)

Einar Indriðason, 3.2.2009 kl. 18:18

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 19:02

30 Smámynd: Þröstur Unnar

Er einhver ógift þarna fyrir austan fjöll?

Held að það vanti batterí í reiknivélina hennar Dúu.

Þröstur Unnar, 3.2.2009 kl. 19:33

31 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Þröstur - það eru ábyggilega einhverjar ógiftar hér fyrir austan fjöllin sjö..... ég er bara ekki viss um að þær eigi nein batterí

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 20:02

32 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ef þær eru ógiftar eiga þær ÖRUGGLEGA batterí..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.2.2009 kl. 21:36

33 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Katrín! Ég kunni bara ekki við að segja það þannig.........

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband