Samsæriskenningar!

Ég var í fríi í dag. Það þýðir að ég hef haft nægan tíma til upphugsa allskyns plott og samsæriskenningarnar dúkkuðu upp í færibandastíl.

Ein af þeim, og persónulega sú sem mér þótti einna bezt, allavega þegar ég klofaði skaflana og lyfti hnjánum svo hátt upp úr snjónum að Beta vatnsfimifrömuður hefði hoppað hæð sína af gleði.... var sú að óvinveittar þjóðir hefðu séð sér leik á borði í hinu svokallaða "efnahagsundri"  Íslendinga sem var jú undanfari þess efnahagsundurs sem við upplifum nú, að sölsa undir sig þau auðævi sem, eins og einhver sagði, lágu dauð! Þá er ég vitaskuld að tala um fiskinn í sjónum, drykkjarvatnið og orkuna í formi heita vatnsins.....

Þessar þjóðir - mér detta í hug.... bretland, Holland og Þýzkaland, sameinuðust um að fella gengi krónunnar og fella gengi íslenskra fyrirtækja allt með það fyrir augum að knýja okkur inn í ESB og svo ætla þau að hirða þetta allt saman og hía á okkur um leið.........

Ég sver það - ég var svo paranojuð þarna langt úti á golfvelli að ég heyrði töluð ókennileg mál á bak við hvern hól og oní hverri holu.... mér datt helst í hug Hollenska sem er, eins og alþjóð veit, gjörsamlega óskiljanleg.....

Sjáiði bara plottið með REI hér um árið. Ég er sannfærð um að það var bara fyrsti áfanginn af mörgum......... Ég gæti haldið svona áfram lengi - en.... ég var að fá emeil þar sem ég er beðin að taka þátt í vísindarannsókn á áhrifum jarðskjálftans sl. vor. Og ef það er eitthvað sem mér þykir skemmtilegra en ljúga að börnum og búa til samsæriskenningar þá er það að svara þessari könnun. Síðast var til dæmis spurt hvort ég hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni síðan í jarðskjálftanum. Því miður var ekki boðið upp á svarmöguleikann: Nei - sorrí tú sei..... W00t

Ég held þetta séu perrar sem búa til þessar spurningar - en það breytir ekki því að ég flissa stanslaust á meðan ég svara!

Túdílú Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú setur vísindarannsóknina upp á svo spennandi hátt að mér liggur við að öfunda þig af jarðskjálftanum.  Aldrei fæ ég neitt svona. 

Anna Einarsdóttir, 30.1.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Vilma Kristín

Ha, ha, ha... eru það einhver þekkt eftirköst jarðskjálfta að beita aðra kynferðislegu ofbeldi? Við fyrstu sýn virðist virðist þetta útí hött!

Vilma Kristín , 30.1.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nákvæmlega Vilma..... ég sé ekki alveg samhengið. Það er það sem gerir rannsóknina svo..... spennandi ;)

Anna! Ég vildi ég gæti framsent hana á þig. Hún er, án gríns, eitthvað það skemmtilegasta ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 21:24

4 Smámynd: Einar Indriðason

Hmmm... Skildi vera tölfræðileg fylgni milli "fórnarlamba jarðskjálfta" og "fórnarlamba kynferðisofbeldis" ... eða... ætli sé verið að leggja út af spurningunni:  "Fannstu jörðina hreyfast" .....

Hmm... mar spyr sig!

Einar Indriðason, 30.1.2009 kl. 21:29

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Einar og ef svo er þá gerir það þátttöku mína í rannsókninni svo mikla meira virði

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 21:43

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég finn nebblega svo oft jörðina hreyfast

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 21:44

7 Smámynd: Einar Indriðason

Svarið er að sjálfsögðu:  "Já, ég fann jörðina hreyfast.  Hvað með þig... hreyfðist jörðin fyrir þig?"

Einar Indriðason, 30.1.2009 kl. 21:45

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

En... það fyndna er að það er ekki svarmöguleiki

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 21:49

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sendandi svona spurningar til fólks á jarðskjálftasvæði.....

....fólk kann ekki að skammast sín!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 21:49

10 identicon

Jörðin beitir náttúrlega ofbeldi með þessum skjálftum sínum.  En hvort hún valdi einhverjum ofbeldis skjálftum eftir að hún róast finnst mér framandi hugsun.  Sjálf er hún þroskuð kona og dettur örugglega ekkert slíkt í hug.

Ó Hrönn.  Þú leiðir mann um ótroðna stíga og endalausar víðáttur.  Njóttu jarðarinnar skjálftalausrar (ekkert ofbeldi í því).

Gleðihux

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:22

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eitt má um þig segja og það án nokkurs hiks; þér leiðist ekki.

Og ekki mér heldur á meðan ég les.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2009 kl. 23:27

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Elsku Hrönn.: Það er stafsetningarvilla í textanum. Í sjöundu línu, þriðja orði stendur "efnahagsundur", en á að vera "efnahagsglundur".

"Frendlí advæs, frí of tjards from the Tudor"

Halldór Egill Guðnason, 31.1.2009 kl. 02:47

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha!...hver semur þessar kannanir eiginlega???....væri til í að sjá þetta fyrirbæri til að geta hlegið líka....

Hvert er samasemmerki þess að lenda í jarðskjálfta og kynferðislegu áreiti????

Þú ert alveg óforbetranleg...ekkert glundur þar á ferð.....ha ha ha!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 31.1.2009 kl. 10:32

14 identicon

Býrðu ekki við hliðina á vinnustað sýslumanns?Það gæti útskýrt kynferðislegaáreitisleysið.Ég laug stanslaust að börnunum hennar Krummu systir þegar þau voru yngri.Það er svoooooooo gaman að ljúga að börnum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 10:47

15 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ó Hrönn... það þarf svo lítið til að gleðja þig..... ein vesældarleg könnun og þú ert í sjöunda himni...... Það ættu margir og enn fleirri en það að taka þig til fyrirmyndar.... þú ert algjört æði.......

...og takk fyrir spjallið og snúðana í gær....mmmm... ég gæti alveg vanist þessu...

Fanney Björg Karlsdóttir, 31.1.2009 kl. 11:14

16 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þú ert yndi - hef sagt það áður held ég

Annars spái ég nú í hvaða vísindalega rannsókn gefi ekki einu sinni upp alla svarmöguleika - ekki beint vísindalegt

Dísa Dóra, 31.1.2009 kl. 11:27

17 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er ýmislegt sem skedur í tér og hjá tér.......Höfdinu sko:)

Tú ert algjör snilli heim ad sækja.

Gudrún Hauksdótttir, 31.1.2009 kl. 22:46

18 Smámynd: www.zordis.com

Ég sé að þú hefur þurrkað út öll kommentin mín (djók) .... Sunnudagsknús til þín, þú rúllar upp þessu krossaprófi eða vísindalegu könnuninni :-)

www.zordis.com, 1.2.2009 kl. 11:35

19 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 1.2.2009 kl. 12:15

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.