...og lífið gengur sinn gang?

Ég held það sé alveg efni í mannfræðirannsókn hvernig fólk bregst við kreppu!

Sumir sýna sitt rétta andlit! Það er voða einfalt að vera "góði gæinn" þegar allt gengur í haginn. (takið eftir ríminu Happy) Erfiðara svo þegar halla fer undan fæti. Aðrir vilja láta vorkenna sér út í eitt. Svo eru einhverjir sem sameina þetta tvennt........ Hugsanlega er kominn tími á endurbirtingu færslu minnar: Æ dónt læk sillí pípól! Tounge

Og yfir í allt allt annað. Hótun mín um nafn- og myndbirtingar, í síðustu færslu, svínvirkaði. Ég fékk sendar myndir í löngum bunum.

Anna! Zjékk

Ónefndur æskuvinur! Zjékk Tounge

Annars er ég góð bara. Vann allan daginn í gær og á frí í dag. Fór með hundana í laaaaanga göngutúr. Svo langan að við urðum næstum úti. Ég sá fram á að þurfa að grafa okkur í fönn og bræða snjó til drykkjar - þar til okkar yrði saknað, án þess að ég sé á nokkurn hátt að dramatæsa hlutina. 

Sjúkkett að það er nóg til af snjó Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Alltaf að ríma í tíma og ótíma og ríma fyrir  og ýta til og æjjj bull.

Gott að þið urðuð ekki úti þó þið væruð úti.

Solla Guðjóns, 30.1.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Einar Indriðason

Mynd í hugann:  Hrönn út í snjóhúsi.  Kerti.  Og tölvan!  (með laaaaaanga netsnúru, og laaaaanga framlengingarsnúru.)  Það má nefnilega ekki skorta bloggið eða tölvutengingu.

Einar Indriðason, 30.1.2009 kl. 13:29

3 Smámynd: Vilma Kristín

Ég er sammála þér Hrönn. Verðugt verkefni að rannsaka þetta. Þá sem sætta sig við allt, þá sem bilast, þá sem reiðast... væri áhugavert.

Hvernig er það annars, er hóp date á morgun, undir nefinu á jóni eftir fund?

Vilma Kristín , 30.1.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert frábært skáld.

 Og já af gefnu tilfefni er kominn tími á endurbirtingu á hinni dýrkveðnu færslu Æ don´t like silly people.

Sjitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2009 kl. 14:02

5 Smámynd: www.zordis.com

Vinsamlegast ekki hætta lífi þínu kona! Þú ert minn sérlegi aðstoðar svæðakönnuður Suðurlands. Hvað gerði ég án hnyttni þinnar og lífsgæsku.

Knús á þig skemmtilega kona!

www.zordis.com, 30.1.2009 kl. 14:22

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Elska bloggin þín, þú ert svooo fyndin og skemmtileg! Æ LOV JÚ VERÝ MÖTCCCCH!!

SigrúnSveitó, 30.1.2009 kl. 17:09

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn having fun in the fönn

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 17:12

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vilma! Undir nefi Jóns eftir fund! Sharp - fjöldastefnumót

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 19:32

9 Smámynd: Vilma Kristín

Við Rebbý stefnum á að mæta!

Vilma Kristín , 30.1.2009 kl. 21:04

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Glæsilegt! Ég hef að vísu mínar rökstuddu grunsemdir um hver Rebbý er, en það breytir ekki því að það væri gaman að hitta ykkur :)

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 21:26

11 Smámynd: Einar Indriðason

Hvaða Jóns?  Jóns fisksala?

Einar Indriðason, 30.1.2009 kl. 21:30

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar! Sé þig vonandi undir nefi Jóns- það er svo langt síðan ég hef fengið svona kærleiksknús

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 21:41

13 Smámynd: Einar Indriðason

:)

Einar Indriðason, 30.1.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband