8.1.2009
Björn Bjarnason
Ég baka svo gott brauð að ég íhuga að opna skyndibitastað í samkeppni við Sub-way! Minn staður kemur til með að heita No-way ;)
Sjálfstæðisflokkurinn á Selfossi eða Suðurlandi eða Guðmávitahvað - eins og mér sé ekki sama - á fundasal í húsinu við hliðina á mér! Ég bý við ca. 50 bíla bílastæði en alltaf skal einhver þeirra nappa mínu bílastæði! Ég hef margfarið þarna upp í þennan sal þeirra og rekið viðkomandi út með harðri hendi að færa bílinn sinn - en sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru líklega annað af tvennu, latir eða heimskir - nema hvorutveggja sé - því þeir halda alltaf áfram að stela stæðinu mínu.
Þeir eru búnir að kafsigla þjóðarskútunni, svo ég persónugeri vandann sneggvast, en geta ekki látið þar við sitja og stela bílastæðinu mínu líka!! Réttast væri að ég færi út og skrapaði "EINKABÍLASTÆÐI" í lakkið á bílnum sem er í stæðinu mínu. Það ætti að kenna þeim.........
Og í þessu samhengi þá finnst mér akkúrat engu máli skipta að ég eigi engan bíl
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Hahaha
Ergir þig upp úr skónum og ég meðvirk... en átt svo engan bíl.
Anna Einarsdóttir, 8.1.2009 kl. 21:16
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 21:20
Varstu orðin pirruð líka?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 21:21
Það gætu nú alltaf komið gestir til þín sem þyrftu að nota bílastæðið þitt. Láttu það bara eftir þér að rispa eins og einn bíl, þetta eru hvort eð er allt einhverjar glæsikerrur í kaskó.
Helga Magnúsdóttir, 8.1.2009 kl. 21:28
Pirruð Hrönn...... ég var næstum því byrjuð að reykja aftur.
Anna Einarsdóttir, 8.1.2009 kl. 21:55
híhíhí Anna!
Helga! Ég veit....... það eina sem heldur aftur af mér er að ég held að ég verði sú eina sem komi til greina sem aðalsökudólgur!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 21:59
Djö..líst mér vel á það að opna heimabakaríisbúð.
Er ekki laus kofi þarna í grenndinni.
kv
Bakarinn.
Þröstur Unnar, 8.1.2009 kl. 22:21
Hef þetta bara í kjallaranum hjá mér! Svo ert þú ekki bakari - þú ert barbari ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 22:24
ohh ég var alveg að verða sjóðandi íll og svo áttu ekki bíl
hehehe alltaf jafn góð
Rebbý, 8.1.2009 kl. 22:26
... en nú fer Sjálfsstæðismönnum hratt fækkandi... svo bráðum verður bara 1 bíll eftir á þessu Sjálfs-stæði... en líklega leggur hann samt í stæðið þitt...
Brattur, 8.1.2009 kl. 22:29
hah! Það væri eftir þeim! Bara einn sjalli eftir og hann verður að stela mínu stæði! Nú er ég öskuill yfir því!!
Rebbý!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 22:33
Hey, þetta er þitt bílastæði.. hvort sem þú átt bíl eða ekki! Það er aukaatriði. Mæli með að þú setir upp skilti sem sem segir: "Sá sem leggur hér er í frjálslynda flokknum" (eða Framsókn.. eða samfylkingunni) - eða þú gætir líka sett á skiltið: "Sá sem leggur hér er aumingi sem sigldi þjóðarskútunni í strand". Þeir munu hætta að leggja þarna...
Vilma Kristín , 8.1.2009 kl. 23:00
Lýst vel á svona heimabökuð brauð. Ætli sjallarnir kunni nokkuð að lesa ??? Þeir þurfa þess ekki, það er bara að fylgja foringanum og grilla á kvöldin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 23:05
Er sko víst bakari addna, lærði hjá nágranna þínum
Þröstur Unnar, 8.1.2009 kl. 23:10
Að vísu er hann framsóknarmaður.
Þröstur Unnar, 8.1.2009 kl. 23:11
Ég ætla ALDREI að leggja bílnum mínum þarna aftur.... og eiga þar með á hættu að vera bendluð við sjálfstæðisflokkinn..... nei fyrr skal ég dauð liggja......Ég labba til þín næst.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.1.2009 kl. 23:23
Sko, það er prinsippið sem skal standa! ÞÚ átt þetta stæði, og það er ÁSTÆÐULAUST að (HFF) einhverjir... (HFF) sjálfstæðismenn... (HFF) þurfi að STELA STÆÐINU ÞÍNU, til *VIÐBÓTAR* við (HFF) allt annað (HFF) sem þeir hafa (HFF) stolið (HFF) upp á (HFF) síðkastið!
Búðu til miða, sem þú getur sett undir (HFF) rúðuna hjá þessum ... (HFF) (HFF) (HFF) ... þúst.
Miðinn má segja: "Þökk sé ykkur (HFF) þá hefur hundurinn minn ekki fengið neitt að borða í viku. Hann er svangur. Hann fær að vísu (HFF) niðurgang af ykkur (HFF) sjóræningjum, en þið eruð þó (HFF) betra en að láta grey voffa svelta. Svo, ef ykkur (HFF) er annt um ykkar aumu (HFF) lífstóru... þá skulið þið passa að þetta (HFF) gerist ekki aftur, að þið leggið í MITT (HFF) stæði! ÉG Á ÞETTA (HFF) (HFF) STÆÐI! BUGGGGGER OFFF þið (HFF)!"
Hvernig er þetta?
Einar Indriðason, 9.1.2009 kl. 00:15
Ég myndi kopy/peista erindið frá Einari en fullskrifa það sem hann skammstafar
Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 00:45
No way.....líst vel á það....
Ég veit ekkert hvaða bílastæði þú átt....legg bara við húsið þitt ef ég vil og þá í góðum erindagjörðum.......enda ekki sjálfstæðismaður.
Sé þig vonandi á eftir
Solla Guðjóns, 9.1.2009 kl. 08:54
Huld S. Ringsted, 9.1.2009 kl. 09:08
Algjörlega sammála. Það er fullkomið aukaatriði hvort þú átt bíl til að fylla stæðið eður ei.
Steingerður Steinarsdóttir, 9.1.2009 kl. 09:38
Skil þig..... alltaf er einhver í mínu stæði og ég verð alltaf jafn pirruð, samt á ég ekki bíl og enn síður bílpróf ha ha ha
Gleðilegt ár !!
Linda litla, 9.1.2009 kl. 11:21
Soldið fyndið Þröstur! Því í mínum huga ertu alltaf bakari. Skildi aldrei af hverju - fyrr en nú ;)
Nákvæmlega Einar! Það er þetta með prinsippið!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 13:42
Þetta heitir þjóðnýting, við verðum jú öll að standa saman og ekki vera að leita að sökudólgum!(mér finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður). Þjóðnýtum bílastæðið hennar Hrannar! Einn No-way með öllu handa mér.
Gulli litli, 9.1.2009 kl. 14:42
Gerðu bara tilkall í öll helvítis 50 stæðin. Verður ekki heimsending á No-way eða bara One-way? T
Marinó Már Marinósson, 9.1.2009 kl. 15:26
Jú Marinó! Þú sækir eins marga No way og þú vilt og ferð með þá heim.....
Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 19:16
Byggðu bara smá kofa á bílastæðinu ÞÍNU og opnaðu brauðbúð þar
Heiða B. Heiðars, 9.1.2009 kl. 20:34
Mér datt í hug að búa til kartöflugarð og brugga svo bara brennivín sem þú moonar sjálf og selur grimmt með girnilegu brauðinu þínu!
Kærleiksbollur og kartöflusnafsar ... Gætir girt af stæðið með amerísku white fence thing!!!
Svo er siðferðileg viska stæðisþjófanna í takt við annað!
www.zordis.com, 9.1.2009 kl. 21:29
(HFF) hélt að það væri hnerri.... Fattaði nokkrum línum seinna
Blessuð! settu bara barnavagn eða línuskauta eða skíði í bílastæðið
og einn No-Way á línuna takk
Svala Erlendsdóttir, 9.1.2009 kl. 21:50
Eða.. málaðu svona blátt stæði með mynd af hjólastól á... þúst.. "stæði fyrir fatlaða" ... nema ... þú bætir við texta: "Stæði fyrir siðblinda."
?
Einar Indriðason, 10.1.2009 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.